Skutull

Árgangur

Skutull - 16.09.1946, Blaðsíða 6

Skutull - 16.09.1946, Blaðsíða 6
6 SKUTULL Gamlir félagar. Ályktanir aðalfundar stétta- sambands bænda. Fundurinn var haldinn að Hvanneyri 3. og 4. þ. m. STÉTTARSAMBAND bænda hélt aðalfund sinn í Bændasköl- anum á Hvanneyri 3. og 4. sept. þ. á. Á fundinum mættu 45 kjörnir fulltrúar úr öllum sýslum landsins. Þrjá fulltrúa vant- aði og einn (Pétur Ottesen alþm.) varð að víkja af fúndi vegna sérstakra, starfa. Ennfremur mætti stjórn Stéttarsambandsins ásamt formanni Búnaðarfélags Islands og búnaðarmálastjóra. Þá sat og fundinn ritstjóri Freys, Gísli Kristj ánsson, auk nokk- Smátt og stórt Georg Grikkjakonungur hefir verið kvaddur heim. Með þjóðar- atkvæðagreiðslu í Grikklandi var samþykkt að endurreisa konung- dæmi þar í landi. Reyndist nokkuð á aðra miljón kjósenda vera með konungdómi, en 350 þúsund á móti. Á Indlandi hefir allt logað í óeirðum milli múhameðstrúar- manna og Hindúa, síðan Pandit Nehru myndaði þar ríkisstjórn. Hefir Múhameðstrúarhandalagið staðið fyrir óeirðunum, þar eð það var andvígt stjórnarmynd- un Nehrus. Mörg hundruð manns hafa verið drepnir og fjöldi særzt. Jens Ilólmgeirsson fyrrum bæjarstjóri hefir verið ráðinn bústjóri við hið mikla kúabú, sem Hafnarfjarðarbær er að stofna til í Krísuvík. Tekur Jens við störfum um þessar mundir. Á matvæJaráSstefnuntii í Kaup- mannahöfn, sem hófst 2. þessa rrtánaðar, áttu 49 þjóðir fulltrúa. Kristján konungur tíundi setti ráð- stefnuna. Þarna var m. a. þingað nm það, hverskonar skipulag skuli upp tekið til þess að bæta úr hung- ursne'yðinni í heiminum, þegar U. N. R. R. A. verður lagt niður um næstu áramót. Á laugardag fór fram þjóðarat- kvæðagreiðsla í Færeyjum um það, hvort slíta ætti sambandinu við Dani eða ganga að tilboði dönsku stjórnarinnar um réttarstöðu eyj- anna. — Samþykkt var með litlum atkvæðamun að slíta sambandinu við Dani. Aöalfundur íslenzkra rafveitna var haldinn að Hvanneyri 30. og 31. ágúst siðastliðinn. Jón Gauti rafveitustjóri var fulltrúi Rafveitu Isafjarðar og Eyrarhrepps á fund- inum. María J. Knudsen formaður Kvenréttindafélags Islands er látin fyrir nokkru í Reykjavík. Hún var mikil starfsmanneskja, fórnfús og óeigingjörn, og einlægur unnandi jafnaðarstefnunnar. íslenzku skákmennirnir, sem þátt tóku í norræna skákþinginu í Kaupmannahöfn 3.—11. ágúst, eru komnir heim. Var frammistaða þeirra þar landi og þjóð til mikils sóma. Mikil síldveiSi hefir nú um skeið verið í Faxaflóa. En suma daga hafa frystihúsin ekki getað tekið á móti öilum aflanum, og hefir þá þurft að grípa til þess neyðarráðs að kasta nokkrum hluta síldarinnar í sjóinn. — Þettá eru ein hin ó- skemmtilegustu tíðindi sem heyrzt hafa, og er vonandi, að ekki gerist mikil brögð að slíku. Moloiov vill enn, að þingi sam- einuðu þjóðanna verði frestað -— helzt til nóvemberloka, og ennfrem- ur, að það verði þá haldið utan Randaríkjanna. Víðlækl verkfall. Sjómenn í Randaríkjunum eiga nú í verkfallí. 1 því taka beinan þátt á annað hundrað þúsund sjómanna, og nær það til 2500 skipa. Ó.ttuðust menn í fyrstu, að þetta myndi leiða til þess, að matvæla- flutningur Hjálparstofnunar sam- einuðu þjóðanna, UNNRA til Evrópu, kynnu að stöðvast, en nú er þeim ótta af létt, því að verk- fallsmenn hafa lýst því yfir, að verkfallið verði ekki látið ná til skipa U N N R A, og megi þau fara allra sinna ferða. Frá hægri: Guðmundur Hermanns- son, Finnbjörn Þorvaldsson og Magnús Guðjónsson. Finnbjörn er nú í fremstu röð spretthlaupara í Evrópu og er ís- lenzkur methafi í 100 metra, 200 metra og 400 metra lilaupi. Guð- mundur Hermannsson setti nýtt vestfjarðamet í kúluvarpi á Vest- fjarðamóti í frjálsum íþróttum, er háð var hér 7. og 8. þ. m. Hann varpaði kúlunni 12,92 metra. Magnús Guðjónsson setti einnig nýtt vestfjarðamet á sama móti í þrístökki. stökk hann 12,98 metra. Þessir þremenningar ólust upp saman hér á Isafirði og vökttí fyrst atliygli á íþróttamóti, sem haldið var hér í bænum 17. júní 1940. Hafnsögusneklcja og hafnargerð. Það fór eins og við var að búast fyrir þeim vesturlandsmönnum, að ekki varð þeim að vegi að rökræða hafnsögubáts- og hafnargerðar- hneykslin. 1 þess stað reyna þeir að þyrla upp ryki um bæði málin. Birta mynd af Marzelíusi og hrópa upp um það, að kratarnir séu að gera óskammfeilna árás á sómamanninn Marzelíus. En sé um árás að ræða, þá er henni vissulega ekki stefnt gegn Marzelíusi, heldur gegn „sóma- mönnunum“, sem bæjarstjórnar- fundinn sátu fyrir hönd meirihlut- ans og réttu upp putana með því að sóa fé hafnarsjóðs í byggingu 15 tonna lóðsbáts og 25% álag á vinnulaun við hafnargerðina. En hvers vegna æpir Vesturland- ið ekki upp yfir sig út af því að á þessa fugla sé ráðist? — Auðvitað af þvi, að þeir eiga engum vinsæld- um fyrir að fara. öllum væri sama um, þótt þeir yrðu fyrir árásum. Þeir vesturlandspiltar, Sigurður að sunnan og Sigurður frá Vigur bera það ennfremur á borð, að Hannibal Valdimarsson sé að leggja Marzelíus Bernharðsson í einelti með brigzlum um sérhagsmuna- þjónustu og rógburði. 1 rauninni er alls ekki ástæða til að undrast það, þótt Marzelíus þiggi eitt til tvö hundrúð þúsund krónur í þægilegan verzlunarhagnað. Enda hefir Skutull ekki vikið að því einu orði. En óhætt er um það, að mik- ill meirihluti bæjarbúa hefir megna skömm á þjónustusemi piltanna, sem samþykktu prósentufyrirkomu- urra annarra gesta. Fundurinn samþykkti allmargar ályktanir um framleiðslu og verð- lagsmál, og voru þessar helztar: — Aðalfundur Stéttarsambands bænda, lialdinn að Hvanneyri 3.— 4. sept. mælir með því, að frum- varp til laga um framleiðsluráð landbúnaðarins og verðskráningu og verðmiðlun á landbúnaðarvör- um, sem prentað er í 1. tölublaði Félagstíðinda Stéttarsambandsins 1945, verði lögfest með þeim breyt- ingum, að Stéttarsambandi bænda verði falið það verksvið, sem Bún- aðarfélagi Islands er ætlað, sam- kvæmt frumvarpinu. Þangað til fyrrnefnt frumvarp verður að lögum, ákveður fundur- inn að framleiðsluráð sé skipað samkvæmt ákvæðum frumvarpsins, er starfi að verkefnum þeiin, sem þar eru ákveðin, eftir því sem við verður komið án lagastuðnings. Kostnaður greiðist eftir sam- komulagi af þeim aðilum, sem til- nefna menn í framleiðsluráð. Fundurinn felur stjórn Stéttar- sambandsins að lialda áfram óhvik- ulli baráttu í verðlagsmálum bændastéttarinnar með einbeittri afstöðu til ríkisvaldsins og með því að skapa sem mestan samhug allra bænda í landinu. Fundurinn felur stjórn Stéttar- sambands bænda að ganga ríkt eft- ir að bændum verði greiddar þær verðuppbætur á landbúnaðarafurð- ir, sem enn eru ógreiddar frá fyrri árum. Fundurinn ítrekar þá yfirlýsingu lagið í tveggja til þriggja miljón króna hafnargérð. — Má og mikið vera, ef ríkisstjórnin telur slíka meðferð opinbers fjár til fyrir- myndar — og leggur samþykki sitt á slíkt ráðslag. Fin af því frétta bæjarbúar innan skamms. Hér skiptir alls engu máli, hvort sá, sem prósenturnar vill fá, heit- ir Marzelíus eða eitthvað annað. Hitt er aðalatriði: Var ekki öllu réttara að bjóða þetta mikla. mann- virki út, eða þá að bærinn léti fram- kvæma það sjálfur undir yfirstjórn verkfræðings, sem hann hefir í þjónustu sinni. Var ekki réttara, að hann útvegaði sjálfur allt timbur til hafnargerðarinnar með inn- flutningsverði og án allra ónauð- synlegra milliliða. Var ekki réttara, að bærinn borgaði sjálfur tryggingu og orlofsfé, legði sjálfur til-vélar til verksins, og greiddi siðan verk- stjóra fast og ákveðið ríflegt kaup? Þetta hefðu þeir Vesturlands- Sigurðarnir átt að rökræða — og síðan að sanna það, t. d. með vitn- isburðum sjómanna og skipstjóra þessa bæjar, að hér verði ekki kom- ist af með minni en 12-—15 tonna bát sem háfnsögubát. Ef þetta' hefði tekizt, hefðu þeir að lokuin haft efni á að hjala eitt- livað sér lil hugarléttis um ofsókn- ir og róg. En eins og þeir hafa nú gert í bólið sitt, er þeim ráðlegast að reyna að láta þögn og gleymsku grafa hneyksli sín. stofnfundarins á Laugarvatni, að bændur eigi ótvírætt rétt til þess, að fá að minnsta kosti það verð fyrir afurðir sínar á innlendum markaði, sem byggt er á þeim verð- grundvelli, sem lagður var af sex- mannanefndinni, þar sem viður- kennt er, að þar var að eins miðað við lágmarkskröfur annarra vinn- andi stétta. Felur fundurinn stjórn Stéttar- sambandsins að leita nú þegar samninga við verðlagsnefnd land- búnaðarafurða og ríkisstjórn um, að kröfu þessari verði fullnægt, jafnframt því sem hann heitir á bændnr í landinu að sýna ekki þá lítilþægð, að sætta sig við lakari aðbúð en aðrar stéttir. Jafnframt heitir fundurinn stjórn sinni fullum stuðningi við þær að- gerðir, sem hún kann að verða til knúð að hefja málinu til framdrátt- ar. Fundurinn skorar á alþingi og ríkisstjórn að fela Stétlarsambandi bænda og framleiðsluráði þess það hlutverk, sem Búnaðarráð og verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða hafa nú með höndum. Fundurinn átelur, að verðlags- nefnd landbúnaðarafurða ákvað verð á landbúnaðarafurðum haust- ið 1945 lægra en það átti að vera samkvæmt sexmannanefndar-álit- inu. Jafnframt telur fundurinn það hafa verið mjög misráðið, að ekki var flutt út nægilega mikið af kjöt- inu þegar haustið 1945. Fundurinn felur stjórn Stéttar- sambandsins, samvinnufélögum, verðlagsnefnd landbúnaðarafurða, alþingi og ríkisstjórn, að vinna öt- ullega að því að lækka þann mikla milliliðakostnað, sem nú leggst á landbúnaðarafurðir og skapar jafn- vel óverðskuldaðan kala af hálfu neytenda í garð bændastéttarinnar og misskilning á kjörum hennar“. Vetrarstúlku eða ársstúlku vantar Auði dóttur mína, í Reykjavík. Fríar ferðir. Hátt kaup fyrir fullkomna stúlku. Isafjörður, 9. sept. 1946. Jón Auðunn Jónsson. Lítið notaður barnavagn til sölu i skipagötu 14. Jónatan Guðmundsson. GÖÐ ELDAVÉL með miðstöð til sölu. Jón Halldórsson, Skriðu. MÓTORHJÖL í góðu standi til sölu. Upplýsingar i Björnsbúð.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.