Skutull

Árgangur

Skutull - 16.09.1946, Blaðsíða 7

Skutull - 16.09.1946, Blaðsíða 7
VESTURLAND 7 Síldveiðarnar í snmar Bræðslusíldaraflinn .er .nú alls orðinn ein miljón, eitt hundrað og sjötíu hektólítrar. Um sama leyti í fyrra var hann ekki nema fjögur hundruð sextíu og þrjú þúsund hektó- lítrar. Aftur Dar bræðslusíldarafl- inn sumarið 1944 1 miljón 861 þúsund hl. og 1943 1 miljón 637 þúsund hektólítrar. Bræðslusíldarmagnið skipt- ist nú þannig á hinar einstöku síldarverksmiðjur: H. f. Ingólfur, Ingólfsfirði Mál 33686 II. f. Djúpavík 61796 S. R., Skagaströnd 10334 S. R. Siglufirði 352993 Rauðka, Siglufirði 139677 H. f. Kveldúlfur, Hjalteyri 145304 Dagverðareyri 79369 Krossanes 49341 S. R., Raufarhöfn 230922 S. R., Húsavík 9697 H. f. Síldarbræðslan, Seyðisf. 32309 Aflahæsta skipið í flölanum varð Dagný á Siglufirði með 14565 mál. önnur skip, sem fengu yfir 10 þús- und mál voru: Gunnvör Siglufirði 11616 mál, Fagriklettur Hafnarfirði 11035 mál, Ólafur Bjarnason Akranesi 10564 mál, Sæfell Vestmannaeyjum 10532 mál, Narfi Hrísey 11225 mál og Snæfell Akureyri 10665 mál. Þessar fregnir hafa blaðinu bor- izt um aflamagn, aflaverðmæti og liásetahluti ísfirzku síldveiðiskip- anna: Mál og tn. Aflaverðmæti hlutur Auðbjörn 5443 kr. 211743.00 kr. 5505.31 Ásbjörn 3440 — 126260.00 3282.76 Finnbjörn 2704 — 100481.08 — 2311.06 Gunnbjörn 5203 — 212781.23 ca. •— 5530.00 Isbjörn 6655 — 235450.00 ca. — * 5530.00 Sæbjörn 3922 — 146694.00 3812.87 Valbjörn 3042 — 110858.54 2882.33 Vébjörn 6470 — 237064.50 6163.66 Samtals 36879 kr. 1381332.35 • Mál og tn. Aflaverðmæti hlutur Grótta 7785 kr. 264932.50 kr. 5434.61 Richard 5832 — 201193.00 — 4627.43 Huginn I. 5064 — 174763.00 — 4543.83 Huginn II. 4702 — 177223.00 — 4607.80 >. . Satals 23383 kr. 818111.50 Mál og tn. Aflaverðmæti hlutur Freydís 3523 kr. 122215.96 kr. 2872.08 Hafdís 4317 — 147998.40 — 3403.96 Hafdís eign H. f. Njarðar. Einn hinna fjögurra Svíþjóðarbáta, er Is- firðingar fengu heim fyrir síldarvertíð. (Myndin er tekin í Svíþjóð). HVERGI er betra að verzla en í KAUPFÉLAGINU. Bolungarvikurvegur. Það hefir staðið á sprengingum. Afkastageta jarðýt- unnar hefir hvergi nærri verið notuð til fulls. Vaktaskipti sjálfsögð í júní í vor var byrjað að Ieggja veg um Óshlið, frá Hnífsdal til Bol- ungavíkur. Við þessa vegagerð var í fyrsta sinn hér um slpðir notuð jarðýta. Að því leyti hafa líka vinnubrögðin við vegagerð þessa verið myndarlegri, en við höfum átt að venjast til þessa. Manns- höndinni einni hefði vissulega seint sótzt um hengiflug og berg- stalla þessarar hrikahlíðar. I sumar hefir rúmlega tveggja kílómetra langur vegur verið lagð- ur frá Skarfaskeri eða Bug í Hnífs- dal og nokkuð út fyrir Seljadal. Er það hið myndarlegasta mann- virki, sem þegar er komið af vegin- um, og hefir mörgum orðið starsýnt á. Ýmsir hafa líka miklast það, hversu vegagerð þessari hafi mið- að vel áfram. Því miður er það þó sannast mála, að vegurinn um Óshlíð hefði nú mátt vera orðinn miklu lengri. Þetta stafar þó ekki af því að slæ- lega hafi vérið unnið, eða svik í tafli á nokkurn liátt. En það er til- högun verksins, framkvæmd þess og stjórn, sem hefði átt að vera á allt annan veg. Á nokkrum stöðum hagar svo til á Óshlíð, að ekki verður komizt- fram hjá klettabeltum og bergnöf- um. Sumstaðar er hergið ekki sjá- anlegt á yfirborði, en lendir þó í vegarstæðinu. Þetta er auðvelt að kanna — og verður að kanna löngu áður en vegýtunni er beitt á svæð- ið. Það nær ekki nokkurri átt að láta jafn dýrt og dýrmætt tæki eins og jarðýtuna standa dögum saman ónotaða vegna þess, að berghöftin í vegarstæðinu uppgötvast ekki fyr en rétt þegar að þeim er komið. .— Þetta hefir þó komið fyrir í sumar. Menn bera því við, að það sé ekki hægt að koma loftþjöppunni að þessum klapparsvæðum, nema eftir' veginum. Þessvegna sé ekki hægt að ganga á borunina og sprengingarnar, fyr en jafnóðum og veginum miði áfram. Þetta er óafsakanlegt úrræða- leysi við verkstjórn miljónamann- virkis. Bæði er nú það, að við loftþjöpp- una hefir verið notuð slanga, sem ekki er nema 60 metra löng, en við hana mætti nota rör og slöngu allt að 5—6 hundruð metra. Þann- ig væri þá hægt að flytja loftþjöpp- una eftir vegi og ná þó til klappa, sem væru röskan hálfan kílómeter framundan vegarenda hverju sinni. Sú vegalengd mundi þó, jafnvel við liin beztu skilyrði, vera fyllilega viku verkefni fyrir ýtuna. En auk þess er hægt að hafa loftþjöppuna í hát við landið svo að segja hvar sem vera skal, beint niður undan þeim stað, sem bora þyrfti í það og það skiptið. Einnig væri það vel fært að draga loft þjöppuna á krafttalíu hvar sem væri upp I hlíðina og búa henni sæti í námunda við þann stað, þar sem bora þyrfti. Það má að vísu segja, að þetta sé nokkur fyrirhöfn og kósti nokkuð þar að auki. En hvers virði er það líka fyrir vegagerðina, að jarðýtan geti óhikað gengið að verki upp á hvern einasta dag? — Það skiptir auðvitað langmestu máli. Svo er annað. Það er ekkert vit að nota jarðýtu einungis 8 klukku- stundir í sólarliring um liásumarið. — Það má ekki haga vinnu með slíkum dýrum og stórvirkum tækj- um eins og meðan notaðar voru lijólbörur og hestakerrur. Slíkt er hneyksli. Enginn einkaeigandi jarðýtu mundi láta sér til hugar koma að nota liana skemur en 16 klst. á sól- arhring. Og nær er mér að halda að flestir ýtueigendur mundu láta þær vinna, a. m. k. í júní og júlí, í þrískiptum vöktum. En hér í Óshlíðarveginum hefir ýtan unnið 8 klst. á sólarhring, en staðið ónotuð hina 16. Auk þess sem hún stundum hefir fengið al- gera hvíld dögum saman vegna þess að á því stóð að bora og sprengja klappir í vegarstæðinu. Þetta hvorttveggja eru verk- sljórnarmistök, sem auðvelt er úr að bæta. Nú er eftir að leggja veginn um þann hluta Óshlíðar, sem erfiðari er og meira um sprengingar. Það ríður því á, að gengið sé í spreng- ingarnar löngu áður en ýtan kemur til sögunnar. Síðan getur liún unn- ið í vaktaskiptum og þá farið langt með að grafa vegarstæðið, það sem eftir er Óshlíðar á tveimur mánuð- um. — Eins er með ytri hluta Súða- víkurvegar. Þar verður fyrst og fremst að sjá um það, að ekki standi á að bora og sprengja, en innri hluti Súðavíkurhlíðar verður afar fljótunninn með jarðýtu. Það eru því vonir okkar Isfirð- inga og Norður-lsfirðinga, að ef af- köst hinna mikilvirku tækja, sem nú er völ á, verði notuð til hins ítrasta, þá sé unnt að ljúka bæði Bolungavíkur- og Súðavíkurvegi fyrir næsta haust. — Það mundi a. m. k. verða öllum hið mesta fagnaðarefni, ef það mætti takast. Verður ekki annað séð, en að haust- veðrátta ætli að verða þannig að mikið mætti gera til að flýta fyrir afköstum næsta sumars við livort- tveggja þessara brýnu viðfangsefna. Enda hlýtur það að verða gert. Bókhlaðan á Ísaíirói. er venjulega birg af alls konar ritföngum. N5rlega er komið úrval af bréfsefnum, hentugum til áprentunar. Einnig fást skólá- töskur, margar tegundir, og flestar venj ulegar skólavörur. Bíro-penninn er væntanlegur með næstu ferðum. Útlend blöð og tímarit koma næstum með hverri ferð. Stórir bókahlaðar eru til af innlendum bókum. — Urval við allra hæfi. Dagurinn styttist. verða kvöldin kvöl. Lestrartíminn lengist. — Hinum, sem bók hefir, Bóklausum manni er lífið leikur. \ Jónas Tómasson,

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.