Skutull

Árgangur

Skutull - 16.09.1946, Blaðsíða 2

Skutull - 16.09.1946, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L SKUTULL Vikublað. Ábyrgur ritstjóri og útgefandi: Hannibal Valdimarsson Hrannargötu 3, Isafirði. Símar 160 og 49. ALÞING kvatt saman í skyndi næstkomandi fimmtudag þann 19. september. Áður hafði samkomu- dagur Alþingis verið á- * kveðinn 28. september. Það mun vera eitthvert aðkallandi viðhorf í utan- ríkismálum, sem því veld- ur, að alþingismenn eru nú kvaddir saman með hraðskeytum næsta fyrir- varalítið. Stefán Jóhann Stefánsson er fyrir nokkrtí heim kominn af móti norrænna þingmanna, sem haldið var í Osló fyrir skemmstu. Hinir aðrir fulltrúar Islands á mót- inu voru Gunnar Thoroddsen, Bjarni Ásgeirsson pg Sigfús Sigur- lijartarson. Ritari íslenzku nefnd- arinnar var Jón Sigurðsson skrif- stofustjóri Alþingis. Á mótinu, sem var það 25. í röðinni, voru mættir 70-—80 fulltrúar frá öllum Norður- löndunum fimm Ásgeir Ásgeirsson er um liessar mundir staddur vestur í Ameríku sem fulltrúi Is- lands á þingi Alþjóðabankans. Héraðsskólinn á Elzti héraðsskóli landsins á 40 ára afmæli um Pað mun hafa verið á safnaðar- fundi Núpskirkjusóknar í septem- bermánuði 1906, að samþykkt var gerð um að stofna til unglingaskóla að Núpi. Nefnd var kosin til að liafa forgöngu að skólastofnuninni og skipuðu hana séra Sigtryggur Guðlaugsson, Kristinn Guðlaugsson og Jón Gabríelsson bóndi á Skaga. Nefnd þessi hefir starfað fljótt og vel, því að í janúarmánuði 1907 tók Núpsskólinn til starfa. Petta var skóli ætlaður unga fólkinu í sveit- unum. hlutverk hans var það sama og lýðliáskólanna -dönsku. Hann skyldi starfa á þjóðlegum, kristi- legum grundvelli, enda hefir ekki verið vikið frá þeirri stefnu til þessa dags. Áreiðanlega má rekja þessa skóla- stofnun til þess, að séra Sigtryggur hafði á unglingsárum sínum dvalið part úr vetri í alþýðuskóla að Hlé- skógum í Eyjafirði hjá hinum þjóð- kunna alþýðufræðara, Guðmundi Hjaltasyni. Guðmundur hafði árum saman dvalið erlendis og orðið þar gagntekinn af hinni nýju stefnu, er lýðháskólar Grundtvigs boðuðu. Parna kynntist séra Sigtryggur lýð- háskólahugsjóninni. Hinsvegar verður utanlandsför séra Sigtryggs til Danmerkur og Finnlands ó þessum árum til þess að kynna sér æskulýðsskóla í þess- um löndum beinlínis að teljast markviss undirbúningur að stofnun Núps'skólans. Skýrir það líka til fulls, hversu skjótlega skólinn.gat tekið til starfa eftir að málinu hafði verið hreyft og nefnd kosin, svo sem fyrr segir. Nemendur skólans fyrsta árið voru 20, flestir úr Dýrafirði. Er Skutull ekki fróður um það, hverjir voru í þessum fyrsta ár- gangi skólans, en þó mun það vera rétt, að meðal þeirra hafi verið Ingimar Jóhannesson formaður Sambands íslenzkra barnakennara. Vafalaust mun það og koma í ljós, við athugun, að í þeirri sveit hafi verið fleiri góðir og gegnir eða jafn- vel þjóðkunnir menn. Eins og að líkum lætur, átti skól- inn við kröpp kjör að búa lengi framan af, bæði um húsnæði og all- an ytri búnað. En hugsjónaeldur brautryðjendanna veitti birtu og yl,og örvaði vöxt og viðgang bæði ytra og innra. Þannig ávann Núps- skólinn sér heiðurssess meðal ís- lenzkra alþýðuskóla. Séra Sigtryggur Guðlaugsson var skólastjóri Núpsskóla allt frá stofn- un hans fram til ársins 1930. Þá tók við skólastjórninni Björn Guð- mundsson frá Næfranesi í Dýra- firði, sem um fjöldamörg ár hafði verið aðalkennari og hægri hönd séra Sigtryggs við skólann. Gegndi Björn því starfi allt til ársins 1942, að séra Eiríkur .1. Eiríksson, nú- verandi skólastjóri Héraðsskólans að 'Núpi, tók við skólastjórn. Pað er blessunarríkt starf, sem fram hefir farið í alþýðuskólanum á Núpi á liðnum 40 árum. Þar hefir ósvikinn þáttur verið spunninn í voð vestfirzkrar alþýðumenningar. Saga Núpsskólans hefir verið samfelld þróunarsaga. Þar sem liann er, eiga Vestur-Isfirðingar og Vestfirðingar hina ágætustu mennta stofnun. Ytri skilyrði liafa farið þar síbatnandi. Miklar byggingar hafa verið reistar á síðari árum. Skólinn býr við fyrsta flokks húsnæði bæði til lieimavistar fyrir nemendur og þessar mundir. Séra Siglnjggur Guðlaugsson. til kennslunnar, og auk þess hefir hann sundlaug og sérstaka vatns- aflsrafstöð. * Síðastliðinn sunnudag var þing- og héraðsmálafundur Vestur-lsfirð- inga haldin að Núpi. Þann dag var þar einnig haldið Sambandsþing ungmennafélaganna á Vestfjörðum. Að fundum þessum báðum lokn- um voru fundarmenn í boði skóla- stjórans. Var þar minnst með mörg- um ræðum 40 ára afmælis skólans. Að lokinni ræðu skólastjórans séra Eiríks J. Eiríkssonar, tók stofnandi skólans séra Sigtryggur Guðlaugsson til máls og hélt ágæta ræðu um stofnun skólans. Lagði hann ríka áherzlu á þátt Kr^istins bróður síns í skólastofnuninni, en ræddi síðan um framtíðarverkefni Núpsskólans, og livað gera mætti honum til eflingar. . Kristinn Guðlaugsson bóndi á Núpi gerði í ræðu sinni grein fyrir afskiptum þing- og liéraðsmála- fundanna í Vestur-Isafjarðarsýslu af skólamálum héraðsins. Björn Guðmundsson minntist nemenda skólans og Ólafur Ólafsson skóla- stjóri á Þingeyri, ræddi margra ára kynni sín meðal annars sem próf- dómara, af alþýðu- og Héraðsskól- anuin á Núpi. Aðrir ræðumenn voru Sturla Jónsson oddviti Suðureyrarhrepps, Jóhannes Davíðsson, Halldór Krist- jánsson á ' Kirkjubóli, Guðmundur Ingi og Ragnar Kristjánsson bóndi að •Lokinhömrum í Arnarfirði. — Að síðustu flutti svo Hjörtur Hjálm- arsson á Flateyri brautryðjandan- um, stofnanda Núpsskólans, séra Sigtryggi frumort kvæði. Á 30 ára afmæli skólans fyrir 10 árum síðan, var afmælisins minnzt á margvíslegan hátt, bæði með myndarlegum hátíðahöldum og með allítarlegri ritgerð um starf skólans í riti héraðsskólanna, Við- ar, er þá kom út. Af þeim sökum vildi núverandi skólastjóri, séra Eiríkur Eiríksson, ekki berast mik- ið á í tilefni 40 ára afmælisins. Telur liann réttara, að láta um- fangsmiíúl hátíðahöld bíða hálfrar aldar afmælisins, enda verði þá að miklu leyti komin önnur kynslóð til skjalanna, en sú, sem fagnaði unnum sigrum fyrstu 30 ára. En hvað um það. Þótt ekki væru íburðarmikil hátíðahöld á Núpi á 40 ára afmæli elzta héraðsskólans i Núpi. í landinu, þá má sá atburður í menningarsögu Vestfjarða a. m. k. ekki fara fram hjá Vestfirðingum. Þökk .sé þeim, sem fyrr og síð- ar hafa lagt því lið, að vér Vest- firðingar eigum nú, þar sem Núps- skólinn er, 40 ára gamla menning- arstöð, og hana í senn bæði mérka og sterka. -------O------- Sauðijárflutningarnir til Norðurlands. Nokkur tilraun hefir verið gerð með það tvö undanfarin liaust að flytja lifandi fé héðan af Vestfjörð- um til mæðiveikisvæðanna Norðan- lands. Þetta liefir þó ekki verið í stórum stíl, aðeins nokkur hundruð fjár alls. En tilraun þessi hefir gefið góða raun. Og nú hefir verið ákveð- ið að skera niður allt fé í veslur- hluta Þingeyjarsýslu og austurhluta Eyjarfjarðarsýslu, og endurnýja fjárstofninn á þessu svæði með vestfirzku fé. Hófst slátrunin á Akureyri 1. þessa mánaðar, og verður slátrað uin 30 þúsund fjár á svæðinu frá Axarfirði til Eyjafjarðarár. Samningar hafa nú tekizt um kaup á 8000 dilkum úr Vestur- og Norður-lsafjarðarsýslum, og á að flytja allt þetta fé norðui’ seinustu vikurnar í september. Með næstu ferð Esju að norðan, um næstu helgi, koma 24 bændur úr Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðar- ^sýslu til að taka á móti fénu og sjá urn flutning þess. Skipta þeir sér niður á sveitirnar í báðum Isa- fjarðarsýslum. Meginhluli fjárins, sem Norðlendingar kaupa, verða gimbrarlömb, en eitthvað verður þó tekið með af veturgömlum giinbrum og lirútlömbum. Flutningur 8000 fjár inilli lands- fjórðunga er umfangsmeiri, en menn gera sér í hugarlund í fljótu bragði. Hefir verið safnað saman miklum og fríðum flokki stórskipa til flutninganna, og eru þar á meðal Svíþjóðarbátarnir fjórir héðan úr bænum, Þingeyrarskipin, botnvörp- ungurinn Þór, Snæfell frá Akureyri og fleiri skip. Um verð þessa fjár mun ekki liafa verið samið ennþá, en gengið er út frá því, að það verði eitllivað ofan við almennt gangverð, þegar ákvörðun hefir verið tekin um af- urðaverðið í haust. Miklu skiptir í fyrsta lagi, að fjárflutningar þessir takist vel, en aðalatriðið er þó hitt, að með þessu móti auðnist að skera fyrir rætur mæðiveikinnar og binda þannig á nokkru tímabili enda á þá verstu plágu, sem herjað hefir íslenzkan landbúnað um langt skeið. Svartidauði fór fram lijá Vest- fjörðum. Það hefir mæðiveikin líka gert. Má því segja að „fátt sé svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott“. En játa verður það, aðsam- gangnaleysi «og einangrun Vest- fjarða er það að þakka, að slíkar plágur sem þessar hafa farið fram hjá vestfirskum byggðum. -------O------- Sundafrek. Þann 2. þessa mánað- ar synti 17 ára piltur, Gísli Þor- steinsson að nafni, yfir Jökulsá í Axarfirði, og þykir þetta laglega af sér vikið, enda vita menn ekki til þess að nokkur maður hafi synt yfir ána á undan Gísla. Fjórar mín- útur var Gísli yfir ána, og varð -ekki meint af.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.