Skutull

Árgangur

Skutull - 16.09.1946, Blaðsíða 8

Skutull - 16.09.1946, Blaðsíða 8
8 SKUTULL Alfrjálst lýðveldi. Framhald af 1. síðu. Herra Loðinn leppur hafði haft viðbúnað til að undirbúa landslýð- inn. Hann hafði haft nokkra dvöl hér á landi og liaft tal af höfðingj- um, rétt eins og hið ameríska doll- aradiplómatí mundi liafa gert nú á dögum. En hinn fátœki en þjóð- rækni búandlýður, sem vissi, að hann mátti einskis í missa af rétt- indum sdnum, liafði einnig haft við- búnað. Menn höfðu bundizt sam- tökum og staðfest með undirskrift- um sínum að standa saman gegn hinu erlenda valdi, er til Alþingis kæmi. „Nú, sem þetta var aktaS, gengu menn til Lögréltu og lét lwerr uppi, þáð sem ritaö haföi............. Herra Loöinn varð við þetta heitur mjök, at búkarlar gerðu sig svá digra, at þeir hugðu at skipa lögum í landi, þeim er konungur ætli einn saman at ráða. Þvi nœst krafði hann almenning, at játa allri bókinni greinarlaust (þ. e. ágrein- ingslaust), hverir svöruðu fgrir sik, at þeir mundu eigi þal gera, at tapa svá frelsi landsins. Loðinn svarar á móti, at þeir áttu fijrst at já bók- inni allri, ok biðja síðan miskunnar um þá hluti, sem nauðsyn þætti til standa, konunginn ok hans ráð“. Svo er sú saga sögð. Að vísu eigi með sígildu orðalagi Snorra Sturlu- sonar, en þó nógu skýrt og skorin- ort til þess, að allir mega sjá, að hér lýstur saman tvennskonar þjóð- skipulagi og tvennskonar pólitísk- um hugsjónum. Lýðræði hinna frjálsbornu íslenzku bænda og kon- ungsvaldi hins norska aðals —- lýðræðishugsjón norrænnar alþýðu og konungsliugsjón austrænna þjóða. „Heyrið firn mikil, segir hirð- maðurinn, „að búkarlar geri sik svá digra, að þeir hyggi að skipa lög- um í landi“. Og búkarlar „svara fyrir sik“, at þeir myndu eigi þat gera, að tapa svá frelsi landsins“. 1 pólitískri sögu heimsins hafa Islendingar a. m. k. þrennt til brunns að bera, stjórnvizku Por- geirs Ljósvetningagoða, mælsku Einars Þveræings og trúnað bænda við lýðræðið á Alþingi 1281. * En sagan endurtekur sig: Á ár- inu 1045 fengu Islendingar aftur tilmæli um að láta voldugu ríki í té herstöðvar, sem ekki eru sam- bærileg við neitt annað í sögu þeirra en boðskap Ólafs digra, er Einar Þveræingur svaraði 1024 fyr- ir hönd alinna og óborinna. Enda hefir sú orðið raunin á, að enginn hefir svarað hinum nýju tilmælum um herstöðv- ar betur en sú rödd hins þing- eyska bónda, sem Snorri flytur oss um 1000 ára djúp tímans, og hafa þó margir kvatt sér skörulega ldjóðs í þessu máli. 1 'ræðu Einars Þveræings eru flestöll rök, sem færð verða gegn því, að smáþjóð, eins og Islend- ingar, ljái stórveldi nokkurs fang- staðar á sér, hvorki um landaeign eða leigu. 1 ræðu hans skortir ekk- ert: Með mýkt og kænsku hins ver- aldarvana stjórnmálamanns segir hann við höfðingjana: „Sendið kon- ungi vingjafir; þeim er vel varið, ef vinátta kemur í mót“. Hann þekkir bæði höfðingja og konunga. Við liöfðingja vora hefði liann sagt: Hahlið því vinfengi við liinn er- lenda aðila, sem yður þykir svo gott. Það er vel, ef vinátta hans kemur í mót. En hann er ekki stjórnmálamað- ur af þeirri stærð og gerð, sem hvorki þorir að segja já né nei. Hann sat ekki mánuðum saman og velti vöngum yfir orðsendingu Ól- afs digra. Svar hans var ótvírætt þegar í stað. Hann talar, eins og sá, sem valdið hefir — eins og spá- maður. Hann þekkir erlend stór- veldi, veit að þau sleppa ógjarnan því, sem þau hafa náð tökum á. „Munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum vorum og allri ætt vorri, þeirri, er þetta land byggir, og mun ánauö sú aldrei ganga eða hverfa af þessu landi“. Hann veit, að stjórnendur ríkja fara og koma, og að „þeir eru ójafnir, sumir góð- ir en sumir illir“. Því má ekkert tillit taka til þess, þótt þeir, sem á líðandi stund eiga hlut að máli, hafi sýnt oss vinsemd og virt rétt vorn. Eftir skamma stund geta of- beldismenn og ófriðarseggir verið komnir í þeirra stað. Og síðast en ekki sízt snýr hann máli sínu til alþýðunnar, því að hann veit vel, að þegar til kastanna kemur, þá er það hún, sem á mest í húfi: „Og ef þar er útlendur her, og fari þeir með langskipum þaðan, þá ætla ég mörgum kotbóndanum muni þykja þröngt fyrir dyrum“. Hvílík heppni, að alþýðumaður, sem enginn kvaddi að, skyldi taka af skarið svo skýrt og skorinort, að ekki aðeins ölluin, sem -hann heyrðu, þótti „það eina rétt, er hann mælti“, heldur með svo sí- gildum rökum, að þau eru oss liin beztu vopn, 1000 árum síðar, í bar- áttunni við liina loðnu leppa vorra tíma. * ÞVl að svo sannarlega sem vér heyrum enn rödd Einars Þver- æings, þá er hitt jafn víst, að Loð- inn leppur er enn staddur á Alþingi í margvíslegu gervi. Því að hversu heitur liefði Loðinn leppur orðið, sem blöskraði svo injög, að búkarl- ar gerðu sig svo digra, að þeir vildu eiga atkvæði um löggjöf í innan- landsmálum, sakamálum og öðru, er þá skipti mest í ákvæðum Jóns- bókar, ef hann liefði mátt heyra búkarlinn Einar Þveræing, „sem enginn kvaddi at“, taka svo digur- barkalega til máls um hin „við- kvæmustu utanríkismál“. Ef hann hefði heyrt þennan mann hræða al- þýðuna með þungum búsifjum, er biðu hennar, ef erlendur aðili fengi umráð yfir eyðiey fyrir norð- urlandi og ógna allri þjóðinni með ófrelsi og kúgun um alla eilífð, ef litið yrði við tilmælum hins vin- samlega konungs. — Hefði hann ekki talið þann mann fara með æs- ingar og fjandskap gegn vinsam- legu ríki, sem væru hættulegar sjálfstæði landsins? * Það kostaði Islendinga 7 alda áþján og eymd, að höfðingjar Sturlungaaldarinnar, að Snorra Sturlusyni meðtöldum, viku út af stefnu Einars Þveræings. Það kost- aði þá langa og harða baráttu að losna aftur við það stjórnarkerfi, sem Loðinn leppur var fulltrúi fyr- ir á Alþingi 1281. Það var stjórnar- kerfi liinna fáu útvöldu, þar sem alþýðunni ber „að já öllu greinar- laust“ og biðja síðan miskunnar um þá hluti er nauðsyn þykir til slanda „konunginn og hans ráð“, jmð er hina úlvöldu herra yfirstéltarinn- ar. Alþýða menningarlandanna hef- ir smám saman verið að afmá þetta kerfi síðustu aldirnar. Seint hefir það sótzt og ekki skrykkjalaust. Friðsömustu þjóðir, eins og Eng- lendingar, Frakkar og Rússar hafa neyðst til að taka höfuðin af nokkr- um fulltrúum þeirra Loðinsmanna, ,;konunguin og þeirra ráði“, heldur en þeir vildu afhenda völdin með góðu í hendur fólksins. * VIÐ erum að nafninu til lausir við kerfi þeirra Loðinsmanna, en í raun og veru eru miklar leifar þess enn við líði og helzt í þeim málum, sem inestu varða. 1 utan- ríkismáluin og fjármálum eru þeir Loðinn og félagar enn nær alvald- ir. Það er þeirra kenning, og hef- ir komið þeim að drjúgu liði við að halda í yfirráð sín í þeim efn- um, að þau mál séu svo „viðkvæm" og „vandasöm“, að það sé ekki á færi nema fárra útvaldr-a að fara með þau, og aðrir eigi ekki að láta sig þau neinu skipta. Þeir vilja enga Þveræinga, sem „ekki eru kvaddir at“ til að ræða um herstöðvamál. Þeir vilja þögn í eitt misseri eða tvö um svo „við- kvæm“ mál, meðan höfðingjar ráði ráðuin sínum, meðan flokksforingj- ar séu að „gera það upp við sig“ og „ráða það við sig“, hvaða af- stöðu eigi að taka, meðan „ástandið í heimsstjórnmálum sé óráðið“ -—■ og meðan þeir eru að leggja sín „vísu höfuð í bleyti um það, hvaða brellum megi beita til að láta mál- in bera svo að, að almenningur haldi, að engri stefnu eða eigin vilja verði við komið, ekkert sé að gera, annað en sætta sig við þeirra eigið úrræðaleysi. Meðan dularfull þögn hefir ríkt um utanríkismál Islands á sein- ustu misserum, hefir baktjaldavef- urinn verið sleginn af kappi. En samtímis hefir Loðinij og lians ein- valalið gengið um, í sölum Alþing- is og utan þeirra, og brýnt fyrir mönnum með þeim leyndardóms- fulla merkissvip, er þeir halda að bezt hæfi þeim, sem fjalla um ut- anríkismál og „eru í sendingum allt út í BabiIoníain“ við livert tæki- færi, sem býðst, hve afaráríðandi það sé, að engar umræður eigi sér stað um slík mál í blöðum eða á mannfundum, engar samþykktir séu gerðar, er láti í ljós vilja al- þýðunnar í málinu, og þeim stung- ið undir stól í lengstu lög, ef gerð- ar eru. Það var fullkomlega í anda Loð- ins-manna, að svar við herstöðva- beiðninni á sínum tíma væri svo loðið, að hinn aðilinn gæti skilið það sem JÁ, þótt aðrir skildu það sem NEI. 1 þeirra augum eru slíkar aðferðir hámark stjórnvizku og bera vott um, að „diplómatar“, en ekki búkarlar fjalli um málin. Ef þetta hefði tekizt, sæti ein- hver sendimaður Loðinsmanna nú í samninganefnd með Ameríku- mönnum einhverssfaðar „úíi í Babýlon“, og inundi nú um þessar mundir — að afstöðnum kosning- um — geta gefið þjóð sinni skýrslu um, að hann hefði komizt að góð- um kjörum — „eftir því -sem um var að gera“. Þessvegna var það sem eitur í beinum Loðins og lians liðs, er nokkrir Alþýðuflokksmenn björg- uðu herstöðvamálinu við í bili, með því að láta það fororð fylgja at- kvæði sínu, að þeir skildu það sem afdráttarlaust NEI, eins og nú er látið lieita, að það hafi verið, jafn- vel af þeim „haltu-mér-slepptu-mér- mönnum", sem aðliyllast utanríkis- málaspeki Loðins lepps. En Loðinsmenn eru ekki af baki dottnir. Þrátt fyrir dýrðlegar sjálf- stæðissýmfóníur fyrir kosningar, útgefnar í stórum upplögum og leiknar í útvarp og á mannfundum, kom það átakanlega í ljós á nýaf- stöðnu aukaþingi, að búið var að makka um það bak við tjöldin, ef ekki að lofa að sjá til þess, að am- eríski herinn fengi undir öllum kringumstæðúm að vera hér óá- reittur, þangað til Island væri geng- ið í Bandalag sameinuðu þjóðanna. Þess vegna var það gert að „kabínetspursmáli“ — fráfararat- riði - - ef utanríkismálaráðherra fengi fyrirmæli þjóðjjingsins um að krefjast þess, að eftirstöðvar Banda- ríkjahersins hyrfu þegar af landi brott samkvæmt gerðum samning- um. Og um upptökubeiðuina í banda- lag sameinuðu þjóðanna varð sú stefna ofaná „að já allri bókinni greinarlaust", en biðja síðar mis- kunnar um þá liluti, er nauðsyn þætti til bera, konunginn og hans ráð“. Skilyrðislaust var gengið undir hernaðarlegar skuldbindingar bandalagssáttmálans, en liaft við orð, að síðar skuli undan þeim biðjast með sérsamningum, er til þeirra komi. Slík eru nú ráð' þeirra Loðins- manna — og þó ráðin að baki Al- þingis i þröngum hring. * ALÞÝÐAN úti í löndunum er nú sem óðast að losa sig við síðustu leifarnar af kerfi þeirra Loðins- manna, heimta yfirráð yfir utan- ríkismálum og fjármálum í sínar hendur. — En hér á Islandi er á sama tíma ósleitilega unnið að því að koma á úreltu skipulagi og að- ferðum í meðferð utanríkismála, jafnskjótt og vér fáum þau í vorar hendur. Hér er sýnilega stefnt að því,, að fáeinar fjölskyldur, ná-' tengdar og mægðar, komi sér þægi- lega fyrir í þeim embættum og stöð- um, þar sem starfað er að utanrík- ismálum og utanríkisverzlun. Hér er og stefnt að því að koma á sem mestum liégóma og prjáli í sam- bandi við æðsta embætti landsins. 1 stuttu máli, að taka upp það úr- elta og ólýðræðislega kerfi í þess- um efnum, sem aðrar þjóðir eru að afmá og losa sig við. Þetta og viunubrögðin í hinum þýðingar- mestu utanríkismálum, svo sem stríðsýfirlýsingarmálinu í fyrra, herstöðvamálinu á Iiðnum vetri og upptökumálinu ‘í þjóðabandal. nú fyrir skemmstu, eru í anda Loðins lepps hins forna, þess, er geröist „mjök heitur“, er hann rak sig á lýðræði liinna íslenzku búkarla, er gerðu sig svo digra, að vilja ráða lögum í landi sínu og halda fram skoðunum sínum gegn hinum fína og þaulæfða stjórnarherra. Allir jieir, er á þeim örslutta tíina, sem Iiðinn er, síðan Islend- ingar lieiintu aftur rétt sinn til að ráða sjálfir utanríkismálum sínum, hafa stefnt að því að gera utanrík- ismál og æðstu fjármál að einka- málum örfárra, fámennra, útvaldra klíkna — málum, sem alþýðan liafi ekki vit á og eigi ekki að dæma um — þeir mega missa sig úr íslenzk- um stjórnmálum. Þeir menn mega að minnsta kosti ekki eiga sér neitt hæli eða griðland í flokki íslenzkrar alþýðu, sem eins og alþýða allra annara menningarlanda stefnir að því að hún fái full og óskoruð yfirráð allra mála í sínar hendur — að þau séu lögð fyrir hana undandráttarlaust til úrskurðar, en leynipukur og makk útlæg ger. Loðinsstefnan er ósamboðin þjóð Einars Þveræings. Fulltrúar hennar hafa ekkert alþýðuhlutverk að rækja á Alþingi Islendinga. Og ef þeir yfirleilt þurfa að vera til enn um skeið, sem leifar liðins tíma og deyjandi skipulags; þá séu þeir í allrar hamingju bænum fulltrúar þess flokks eins, sem telur það sitt æðsta hlutverk að halda í sérrétt- indaskipulag auðvaldsins. — Látið þvi Loðinsmenn alla vera einka- eign íhaldsins. — Islenzk alþýða, sem af hjarta ann hugsjónum lýð- ræðisins, verður í þessum málum að láta til sín taka. Ilún getur bann- færl baktjaldamakkið og pukrið og veitt nýju lífsandalofti inn í sali Alþingis. Hún getur sagt til um jiað og ráð- ið því með atkvæðaseðlinum, livort Island skuli áfram vera alfrjálst lýðveldi, eða gerast leppríki stór- veldanna fyrir atbeina liinna loðnu leppa samtíðarinnar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.