Skutull


Skutull - 07.10.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 07.10.1949, Blaðsíða 1
Gjalddagi SKUTULS var 1. júlí. Árgangurinn kostar kr. 20.00. XXVII. árg. Isafjörður, 7. október 1949. 29.—30. tölublað. Finnur Jónsson: Sjálfstæðisflokkurinn, verzlunarhöftin og skattarnir. I eftirfarandi grein svarar Finnur Jónsson þeirri spurn- ingu, hver setti á verzlunarhöftin. Það var Sjálfstæðis- flokkurinn. Sá flokkur hefur einnig stjórnað fjármálum ríkisins s.l. 11 ár, en á þeim tíma hafa útgjöld ríkissjóðs stöðugt farið hækkandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sömu leiðis ákveðið hinn háa skattstiga, en jafnframt viðhaldið aðstöðu auðmannanna til að svíkja iindan skatti. gjaldeyrisáslandið, þegar þau voru sett? Sjálfstæðismaðurinn Björn Ól- afsson, sem nú er þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, bar fram og fékk samþykkta á Alþingi árið 1943 löggjöf þá, sem illu heilli er fyrirmynd núverandi innflutningshafta. Björn Ölafsson fríverzlunarmað- ur er því faðir verzlunarhaftanna. Á því ári, sem höftin voru sett, áttu Islendingar mörg hundruð milj. kr. innistæður erlendis. Hvaða nauður rak þá til þess að setja slík innflutningshöft? Og ef þau voru nauðsynleg, meðan hinar erlendu innstæður jiámu mörg hundruð miljónum, hvernig má þá afnema þau í þeim miklu gjaldeyrisvand- ræðum, .sem nú ríkja? Sjálfstæðisflokksmenn fóru með viðskiptamálin á árjjnum 1943 til febr. mánaðar 1947. Allan þann tíma voru til miklar erlendar Ínrii- stæður. Þrátt fyrir það héldu Sjálf- stæðismenn höftunum. 1 hvaða skyni var það gert? Og hver skyldi raunin verða að þessum kosningum loknum með innflutningshöftin, ef Sjálfstæðismenn fengju sömu að- stöðu og áður? Skyldu þeir ekki vilja halda þeim og stjórna þeim í þágu vissra máttarstólpa? Fyrsta verk Björns Ólafssonar á sinni tíð var að færa innflutnings leyfin úr höndum smásala í hendur heildsala. Björn Ólafsson er að vísu gamall iþróttamaður. Myndi hann nú vilja fara í gegnum sjálfan sig og afnema höftin, eða færa leyfin aftur til smásala. Það gæti orðið skemmtilegt íþróttamet. Trúi því hver sem vill. Lækkun ríkisútgjalda. Blöð Sjálfstæðisflokksins ræða mikið um lækkun ríkisútgjalda. Þessi útgjöld hafa hækkað mjög ört á undanförnum árum en þó hvað mest síðustu 10 árin. Hver hefir stjórnað fjármálum ríkisins á þessum tínia? Það hefir Sjálfstæðisflokkurinn gert. Og það engir utanveltumenn heldur hinir ágætustu menn og meðal kunnustu leiðtoga flokksins. Þarna hafa þeir verið að verki hver að öðrum Jakob Möller, Björn Ólafs son, Pétur Magnússon og Jóhann Þ. Jósefsson. Hver mun leyfa sér að segja að þessir menn hafi ekki stjórnað i samræmi við stefnu og vilja Sjálfstæðisflokksins, eða ekki verið starfi sínu vaxnir? Eða hvaða menn og hvaða stefnu hefir Sjálfstæðisflokkurinn upp á Finniir Jónsson Ihaldsflokkurinn, sem kallar sig Sjálfstæðisflokk, gerir kröfu til þess, alveg út í bláinn, að fá meiri- hluta þingmanna við þessar kosn- ingar. Auðvitað er þetta alveg frá- leitt og gagnstætt lýðræði, að flokk- ur, sem hefur ekki meira en 38% kjósenda, og er að tapa fylgi, fái meirihluta. Og það þvi fremur, sem málefnagrundvöllur þessa flokks er ekki þannig, að þorri þjóðarinnar geti aðhyllst hann. Þeir, sem stjórna Sjálfstæðis- flokknum, vita þetta, og hafa þess vegna gripið til hinna fáránleg- ustu blekkinga. Þeir skýra ekki kjósendum frá hinni sönnu slefnu íhaldsflokksins, heldur lofa ýmsu, sem þeir halda að láti vel í eyrum, taka ekkert tillit til þótt það stang- ist við fortíð flokksins og stað- reyndirnar. Þessum loforðum í- haldsins má skipta í þrennt. Afnám haftanna. Menn eru að vonuin orðnir þreyttir á ýmiskonar verzlunar- höftum og því, sem af þeim leiðir. Þessvegna talar íhaldið þessa stund ina mikið um frjálsa verzlun og afnám verzlunarhafta. En hver lagði grundvöllinn að núverandi verzhmarhöftum, og hvernig var að bjóða, sem liklegri væri til að vinna á annan hátt, en þessir menn hafa gert á undanförnum 10 árum? Einhverjar líkur þarf að færa fram fyrir því, að svo sé, áður en því verður almennt trúað, að stefnubreyting verði. Þó hefir eitt komið fram frá Sjálfstæðisflokknum, sem bent gæti í þessa átt, en það eru hinar íhalds- sömu tillögur um lækkun framlaga til Almannatrygginga, afnám orlofs laganna, afnám vinnumiðlunar og lækkun á framlögum til menningar- mála. Mönnum er því spurn: Er það alvara Sjálfstæðisflokks- ins að hefja sparnað ríkissjóðs á Framhald á 6. síðu. Upp komast svik um síðir Meirihluti bæjarstjórnar brýtur lög við úthlutun Fjarð- arstrætisíbúðanna. Traðkað á rétti þeirra, sem þessar íbúðir eru byggðar fyrir. Halldór Ólafsson frá Gjögri „málsvari smælingjanna" hefir aldrei afhjúpað ræfildóm sinn betur en í þessu máli. Eftir h.u.b. eins árs undanbrögð frá því að úthluta Fjarðarstrætis- íbúðunum, hefir meirililuli íhalds og komnia í bæjarstjórri loks lálið verða ai' því að hlýða fyrirmælum Félagsmálaráðuneytisins, hvað þetta snertir. Eins og vitað var frá upphafi, hefir nú komið á daginn að við úthlutunina hafa íhalds- kommar freklega misnotað meiri- hlutaaðstöðu sína, því Vs íbúð&nna, eða 4 íbúðum af 12 mun vera út- hlutað til manna, sem engan laga- legan rétt hafa til þessara ibúða, eða a.m.k. iná fullyrða að svo sé um 3 þeirra, og að vafi geti verið með þann fjórða. Vist er um það, að í hópi hinna 52, sem um íbúð- irnar sóttu, eru margir, sem búa í lakara húsnæði og hafa erfiðari heimilisástæður og meiri ómegð, heldur en þessir 4 menn. Aðferð meirihlutans við þessa út- hlutun var á þessa leið: Bæjarráðs- mennirnir, Marzelíus Bernharðsson og Kristinn D. Guðmundsson lögðu til á bæjarráðsfundi 3. þ. m., að heilbrigðisnefnd skyldi falið að út- hluta íbúðunum. Bæjarráðsmaður Grímur Kristgeirsson lagði til að íbúðunum skyldi úthlutað af bæjar- stjórn, að fengnum tillögum heil- brigðisnefndar. Meðan bæjarráð sat á þessuni fundi var heilbrigðisnefndin á öðr- um fundi að ganga frá Úthlutun- inni. Bæjarstjórnarfundur var síðan boðaður miðvikudaginn 5. þ.m. og þar aðeins teknar fyrir tillögur bæjarráðs, en fundargerð heilbrigð isnefndar, stungið undir stól. Til- laga Marzelíusar og Kristins var svo samþykkt af meirihlutanum á bæjarstjórnarfundi, og hafði þvi heilbrigðisnefnd þegar lokið úthlut uninni, áður en hún fékk umboð- ið til þess frá bæjarstjórn, og mun jafnvel formaður nefndarinnar, bæjarfógetinn, ekki hafa vitað ann- að en að nefndin væri að gera til- lögur til bæjarstjórnar, en ekkl að framkvæma endanlega úthlutun. I heilbrigðisnefnd eiga sæti, auk bæjarfógeta, héraðslæknirinn Báld- ur Johnsen og bæjarfulltrúi Sigurð- ur Bjarnason. I stað hins siðar- nefnda mætti á umræddum fundi varaforseti bæjarstjórnar, Matthías Bjarnason. 1 umræðum á bæjarstjórnarfund- inum s.l. miðvikudag upplýsti Matlhías Bjarnason, að úthlutun íbúðanna hafi verið undirbúin af héraðslækni í embættisnafni með því að hann hafi, eftir „alþjóða reglum" reiknað út stærða og gæða vísitölu fyrir íbúðir umsækjand- anna, og á þeim útreikningum væri úthlutunin byggð. Ennfremur upp- lýstist það, að nefndin var ekki allskostar sammála, og gerði bæjar- fógeti ágreining út af úthlutun til fjögra manna, en Matthías sjálfur greiddi atkvæði móti tveimur. Orkar þaS ekki tvímælis, eftir því sem frétzt hefir um úthlykun- ina, ao ágreiningur bæjarfógeta er á fidlum rökum reistur, og meiri- Framhald á 7. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.