Skutull

Árgangur

Skutull - 07.10.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 07.10.1949, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Framboð Kjartans. Þegar flokksblað Sjálfstæðis- raanna tilkynnti framboð Kjartans J. Jóhannssonar, læknis, eftir langa hríð, þá var því slegið upp í fyrir- sögn, að framboð fallkandídatsins hafi verið einróraa samþykkt í full- trúaráði Sjálfstæðisfélaganna. Blað- inu mun hafa þótt sérstök ástæða til að laka þetta fram, vegna þess að vitað var í bænum, að háttsett- ur broddur í flokknum, Matthías Bjarnason, sótti það injög fast, að fá að vera hér í framboði, eftir að flokkur lians liafði hafnað hon- um sem frambjóðenda í a.m.k. tveim sýslum. Þessi vígreifi maður hefir orðið að þola þau þungbæru örlög, að vera hafnað af flokki sínum hvað eftir annað, þegar honum sjálfum hefir fundist hann vera rétti mað- urinn i stöðurnar eða embættin. Hann vildi verða forstjóri togara- félagsins, en var hafnað. Þegar sú staða losnaði á ný var afdankaður bæjarstjóri gerður prókúruhafi, en ekki hann. Hann vildi verða bæjar- stjóri, en var hafnað, og var af- dankaður aðstoðarritstjóri lekin fram yfir liann. Svo vildi hann verða forseti bæjarstjórnar, en var þá bara gerð- ur að varaforseta. Þannig rnælti lengi telja, en nú var komið að fallkandidatsvegtyllunni, og vesa- lings manninum var neitað um hana. Og ekki nóg með það. Til þess að lækna manninn af þing- mennsku magaveikinni lét flokkur hans hann sjálfan bera fram tillög- una um það í fulltrúaráðinu, að Kjartan læknir skyldi verða i kjöri, — Engin furða þótt samþykktin væri einróma, en halda menn að liún hafi verið einhuga? Félagsmaðurinn Kjartan. Vesturlandið telur, að Isfirðing- um heri að kjósa Kjartan Jóhanns- son á þing sérstaklega fyrir það, verkamannabústaíSi. Alþýðuflokkur inn sagði já, og Framsóknarflokkur inn já. 1936 voru samþykkt lögin um alþýtiutryggingar. Alþýðuflokkur- inn sagði já og Framsóknarflokkur- inn já. 1943 voru orlofslögin samþykkt. Alþýðuflokkurinn sagði já, nokkur hluti Framsóknarflokksins sagói já en hinn nei. 1945 voru samþykkt lögin um almannatrgggingar og nýju launa- lögin, sem fyrst færðu opinberum starfsmönnum nokkrar kjarabætur. Við báðum þessum lögum sagði Al- þýðuflokkurinn já, en Framsóknar- flokkurinn nei. 1946 voru samþykkt lögin um op inbera aðstoð við íbúðarhúsabygg- ingar í kaupstöðum og kauptúnum (lögin um verkamannabústa'öi end- urbætt). Alþýðuflokkurinn sagði já, Framsóknarflokknrinn nei. 1949 var samþykkt uppbót á laun opinberra starfsmanna til samræm- is við kjarabætur annarra stétta, bæði verkamanna og bænda. Al- þýðufloklcurinn sagði já, Framsókn arflokkurinn sagöi nei. Þarf frekari vitna við? hvað hann sé mikill félagspaður, þ.e. maður, sem leggur fé sitt í fyrirtæki með öðruin mönnum. T. d. telur blaðið upp, að Kjartan eigi aktiur í m.b. Ásúlfi, selfangaranum Arnarnesi og brúnkolavinnslunni í Súgandafirði. — Þarna er verið að halda því sama fram og Sjálfstæðis- flokkurinn heldur fram mjög víða um landið, nú fyrir kosningarnar, að það eigi að kjósa menn á þing, eftir því hversu ríkir þeir séu, sbr. t.d. framboð heildsalanna Eggerts Kristjánssonar og Björns Ólafsson- ar. Kjartan læknir er þó sennilega ekki eins ríkur og þessir menn og framboð hans því ekki jafn ,sterkl“ samkv. reglu Sjálfstæðis- flokksins. — Viðleitni hans með því að leggja fé í framangreind fyrirtæki hefir þó fyrst og fremst hyggst á von um gróða, en ekki á umhyggju fyrir atvinnulífi bæjar- ins, því eins og alkunnugt er starfa tvö þeirra' alls ekki hér í bænum, ]i.e. Arnarnesið og brúnkolavinnsl- an, og á Ásúlfi hafa bæjarmenn ekki alltaf verið vel séðir. Brún- kol hefir m.a.s. ekki starfað í Súg- andafirði svo árum skiptir, og fleiri ,,félög“, sem Kjartan hefur verið meðeigandi í svo sem Eltimór og h.f. Minkur eru löngu dauð. Það má e.t.v. segja að læknirinn hafi ekki hagnast á þessari starfsemi sinni, en tap hans stafar ekki af því að hann hafi viljað gefa pen- ingana í góðgerðarskyni, heldur af misheppnaðri spekúlasjón, og mun engum heilvita kjósanda til hugar koma að kjósa Kjartan á þing fyrir slík afrek. Framfaramaðurinn Kjartan. I framfaramálum telur Vestur- land Kjartani helzt til gildis, að hann hafi verið i stjórn Skíðafé- lagsins, forinaður í byggingarnefnd Sundhallarinnar, formaður Rauða- krossdeildarinnar, að hann hafi staðið fyrir tilraunum um bygg- ingu rækjuverksmiðju og starf- rækslu efnalaugar liér á Isafirði, og loks, að hann sé faðir liitaveit- unnar. Það má vel vera að Vesturland fari rétt með það, að fallkandídat- inn liafi átt hlut að þeim málefnum og fyrirtækjum, sem nú voru talin, en liafa ekki aðrir bæjarbúar átt þar fullt eins mikinn hlut að máli. T.d. var bygging skíðaskálans fyrst og fremst verk Páls Jónssonar, verzlunarmanns, Arngr. Fr. Bjarna son o.fl. unnu fullt-eins mikið fyrir sundhöllina og Kjartan, Böðvar Sveinbjarnarsson og Gabríel Syre stjórna rækjuverksmiðjum í bæn- um og Jóh. Jóliannss. veitir efna- lauginni forstöðu. Er þessu fólki nokkur greiði gerður með því að þakka Kjartani lækni þess verk? Nei, á slíkum forsendum tekzt Vesturlandinu ekki að koma Kjart- ani á þing, og ekki að véla um fyrir neinum. Ef þau félög og fyrirtæki, sem upp voru talin, hafa starfað með slíkum ágætum, að það beri að verðlauna forstöðumenn þeirra með þingmennsku, ])á væri auð- vilað sjálfsagt að hafa áðurnefnt fólk í framboði en ekki Kjartan. Hitaveitupabbi. Loks er hitaveitunni ætlað að fleyta Kjartani á þing. Það er mik- ið rétt að fallkandidatinn var nærri því búinn að kaupa hingað frægan tundurspilli og vann að því máli með okkar ástsæla Jóni Gauta, en sem betur fer fyrir bæjarfélagið varð ekkert úr þeirri ráðagerð, og framhaldið á þeim framkvæmdum hefir verið álíka reyfarakennt og tundurspilliskaupin, samanber æf- intýrið um Ársæl kafara og „Mr. Drydock". Almenningur i bænum hefir heldur ekki látið í ljósi neina löngun til að ráðist verði i hita- veituframkvæmdir undir forustu núverandi bæjarstjórnarmeirihluta, og óbreyttir borgarar finna nógu mikið til hins bágborna fjárhags bæjarins og stofnana hans eins og hann er, þótt ekki væri bætt þar ofan á miljóna skuldabyrðum vcgna fyrirtækis, sem vel er hægt að vera án. Alþýðu manna finnst skynsam- legra að ráðast í atvinnufyrirtæki eða framleiðslutæki heldur en í hitaveitu, enda veitir bæjarfélaginu ekki af ]>ví, síðan stór hluti útgerð- arinnar flýði héðan til framandi landa. Fiskiðjuver á pappír. Að endingu er Kjartani ætlað að fljóta inn á frumvarpi hans um fiskiðjuver. Hann var reyndar ekki einn um að flytja það frumvarp, heldur flutti Hannibal Valdimars- son, alþingismaður, það með hon- um, og er þarna enn sem fyrr bor- ið oflof á Kjartan. Alþýðuflokksmenn, og bæjarbúar almennt, mega harma það, að þetta Sjálfstæðisfélögin hér í bænum efndu til skemmtisamkomu s. 1. þriðjudag. Með þeirri samkomu skyldi kosningabaráttan hafin. Vel var til skemmtikrafta vandað, enda fjármagnið ótakmarkað. Þjóðkunn- ir listamenn fengnir frá Rvík til að skemmta. Auk þess fluttu fjórir helztu talsmenn flokksins ávörp, þar á meðal frambjóðandinn, Kjart- an Jóhannsson. Samkoman var ó- venju vel auglýst. Fyrir öllu virtist mjög vel séð, og ekkert vantaði á, að þetta bæri ríkulegan ávöxt, nema jjaö, «ð áhegrendurnir létu ekki sjá sig. ASeins sárfáir mætlu og voru þaS nær eingöngu menn úr þrengsta og sanntrúaöasla hring flokksins. Þetta atriði, ásamt ýmsum öðr- um, sýnir ótvírætt, að Isfirðingar eru orðnir þreyttir á íhaldinu og vilja alls ekki láta sjá sig í fylkingu þess, enda húnir að öðlast dýr- keypta en nauðsynlega reynslu. Jafnvel forvitni fólks til að sjá og heyra þjóðkunna listamenn, megn- ar nú ekki lengur að tæla fólk til að hlusta á hoðbera afturhaldsins. Fordæmingin á íhaldssamkom- frumvarp skyldi ekki ná fram að ganga. En lialda menn virkilega, að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, þess flokks, sem dáir einkaframtak og „frjálsa samkeppni", en hatar rík- isrekstur og opinber afskipti af at- vinnulífinu, hafi af nokkrum heil- indum gerst meðflutningsmaður að slíku frumvarpi? Honum hefir aug- sýnilega frá byrjun verið ljóst, að frumvarpið mundi ekki ná fram að ganga, enda flutt í algjörri ó- þökk Björgvins Bjarnasonar og fleiri manna hér heima, sem um svipað leyti stofnuðu sprengifélag, til að tefja framkvæmd fiskiðju- versmálsins í formi sainlags eða samvinnufélags. — Frumvarpið var fyrirfram dauðadæint, vegna stefnu Sjálfstæðisflokksmanna al- mennt, og þetta „fiskiðjuver á pappír" mun því ekki nægja til að koina Kjartani á þing. Hér að framan hefir verið sýnt fram á, að þau rök, sem flokksblað Kjartans Jóhannssonar færir fram fyrir því, að Isfirðingum beri að kjósa hann á þing, eru alls engin rök, og sumt af því oflof og háð um Kjartan. En jafnvel þótt upp væri talið það, sem segja má Kjartani til verðugs hróss, svo sem hvað hann er viðkunnanlegur maður, fer vel á myndum, og er vin- sæll læknir, þá dugar það samt ekki til að koma honum á þing nú frekar en 1946. Meðan hann býður sig fram fyrir flokk heildsalanna og sérhyggjumann- anna, flokkinn, sem ber liöfuðá- byrgð á ófremdarástandi verzlunar málanna og öngþveitinu í fjármál- um þjóðarinnar, þá er framboð lians algjörlega vonlaust og Fram- sóknarmaddaman Þorleifsína Guð- mundsdóttir í Isfirðing getur ó- hrædd lagst á sæng þessvegna. Kjartan verður kyrr, og getur stund að maddömuna sem læknir, því þingmaður verður hann ekki. unni var svo alger, að það stóð til að hætta yrði við dansleikinn, sem verða átti eftir skemmtiatriðunum. Þá kom ritstjórum Vesturlands vel bíblíu þekking sín. Þeir minntust Bíblíunnar: „Far þú út á þjóðveg- inn, og þrýstu þeim til að koma inn, til þess að hús mitt verði fullt“. Smalamenn voru sendir út á göt- urnar til að bjóða æskulýðnum á ballið. Þeirra starf gekk þunglega. Fáeinir létu að orðum þeirra og á þann hátt tókst að afstýra því, að ballinu yrði að aflýsa. Þótti þeim sín skömm minnst við það. Vonbrigði foringjanna urðu mikil, þvi hér var reitt hátt til höggs, en aumlegt vindhögg slegið. Aldrei mun kosningabardaginn hjá ísfirzka íhaldinu hafa byrjað jafn ömurlega. Þó mun róðurinn þyngjast enn meir því sem nær dregur kosningum. Isfirzka íhaldsfleytan er eitt þeirra skipa, sem aldrei Iandi ná, og mun það hrátt bera að þeim boð um einhugs og samheldni, sem mun brjóta þetta óheillafley í spón. 111 var þín fyrsta ganga.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.