Skutull

Árgangur

Skutull - 07.10.1949, Blaðsíða 7

Skutull - 07.10.1949, Blaðsíða 7
S K U T U L L 7 Um tvennt að velja. Framsóknarmenn í Norður-lsafjarðarsýslu eiga um tvennt að velja: Að kjósa eigin franibjóðanda og sitja e.t. v. uppi með Sigurð Bjarnason, sem þingmann kjördæmis- ins, eða kjósa Hannibal Valdimarsson sem fulltrúa sinn á þing næsta kjörtímabil. Það ei' fullkomin staðreynd og nú orðið á allra vitorði, að Fram- sóknarmenn í Norður-ísafjarðar- sýslu voru mjög andvígir því, að fiokkur þeirra liefði mann í kjöri þar í sýslunni að þessu sinni. Fjölmargir þeirra snéru sér til flokkstjórnar Framsóknarflokksins og voru skorinorðir um fánýti slíks framboðs fyrir flokkinn. Flokks- stjórnin var yfirleitt á sömu skoð- un og Norður-lsfirðingar og var jafnvel á timabili í ráði, að Fram- sóknarflokkurinn hœtti við að hafa mann í kjöri í sýslunni. En Ey- steinn Jónsson barðist um á hæl og hnakka, og lét óskir flokks- bræðra sinna i norðursýslunni sem vind um eyru þjóta, — suma þeirra virti hann ekki viðtals. Þessi afstaða Framsóknarmanna í sýslunni er auðvitað engan veginn sprottin af vanheilindum þeirra gagnvart flokknum, l)ótt Eysteinn Jónsson hafi reynt að brýna þá með því. Rök þeirra eru þessi: 1. Það er gersainlega vonlaust, að Framsóknarflokkurinn fái mann kjörinn í Norður-lsafjarð arsýslu. 2. Þau atkvæði, sem falla á fram- bjóðanda þess flokks þar í sýsl- unni eru algerlega einskis virði fyrir Framsóknarflokkinn, þar eð hann hefur engan möguleika til að hljóta uppbótarþingsæti. 3. Ef Framsóknarmenn í sýslunni köstuðu l>annig atkvæðum sín- um á glæ, myndu þeir með því tryggja Sigurði Bjarnasyni sæti á Al))ingi, en um leið útiloka e.t.v. möguleika Hannibals Valdimarssonar að liljóta þar sæti. Allt eru þetta góð og gild rök, þótt Eysteinn hafi engin þeirra tek- ið til greina. Hann hefur lengi æfinnar verið ráðherra, og ennþá dreymir hann um slíka tign í framtíðinni. Þess vegna er gott að eiga dálitla inn- stæðu hjá íhaldinu, sem á sinum tíma kann að hafa einhverja íhlut- un um slíkt embætti eins og áður. þess vegna ætlar Eysteinn að tryggja Sigurði Bjarnasyni þing- sætið. Ihaldið leggur auðvitað nokkuð upp úr því, enda þótt Sig- urður sé í lágu gengi hjá höfuð- paurunum í flokknum — hann er farið með fjármái ríkisins ó- slitið, um 11 ára skeið og að sjálfsögðu ráðið mestu um framkvæmd þeirra. , 3. Að Sjálfstæðisflokkurinn hefir fengið framgengt núverandi skattalöggjöf og ráðið öllu um framkvæmd hennar um 11 ára skeið. 4* Eftir þá reynslu sem menn hafa fengið af langri stjórn Sjálfstæðis- flokksins á þessum málum þarf ineira en ineðal grunnhyggni til þess að vænta umbóta frá honum í því, sem aflaga fer í þessum efn- um. Finnur Jónsson. þó alltaf atkvæði á þingi. En Norður-lsfirðingar láta ekki hafa sig að leiksoppi. Þeir vita, að Framsóknarflokkurinn man ekki eftir kjördæminu að kosningunum afstöðnum. Þeir vilja ekki eiga neitt á hættu að sitja uppi ineð Sigurð Bjarna- son, sem tvívegis hefur verið svo önnum kafinn í leikaraskap sínum úti í löndum, að hann hefur ekki haft tíma til að vera viðstaddur atkvæðagreiðslu fjárlaga (aðra um- ræðu, sem er aðalumræða) á Al- þingi. Og hvers er líka annars að vænta af manni, sem aldrei hefur þurft annað að gera en leika sér. Þess vegna munu Norður-lsfirð- ingar fylkja sér uin framboð Hanni- hals, sem áreiðanlega mun gefa sér tíma til að sinna málefnum sýslubúa. Framsóknarmenn í sýsl- unni munu ekki kasta atkvæðum sínuin á glæ. Þeir láta eklci Eystein segja sér fyrir verkum við kjör- borðið. Þeir kjósa Hannibal. Þannig tryggja þeir bezt eigin hag og kjördæmisins. -------o-------- Upp komast svik Framhald af 1. síðu. hluti nefndarinnar er fiarna i „um-. boSi“ bæjarstjórnarmeirililutans að fremja skýlaust lagabrot. Hinsveg- ar inun úlhlutun nefndarinnar á átta ibúóum fá staóizt, og móiat- kvæói Matthíasar Bjarnasonar i tveiin tilfelluin inun vera af póli- tiskum ástæómn. Mörgum mun finnast íhalds- kommarnir ganga langt í ofbeldinu með þvi að brjóta lög í 4 tilfellum af 12, en víst er um það, að lengra hefði verið gengið í ósómanum, ef gagnrýni Alþýðuflokksins hefði ekki notið við. Svikin heit. Lengi vel færðust þessir herrar undan þeirri skvldu sinni að úthluta íbuðunum eftir anda og bókstaf III. kafla íbúðar- liúsnæðislaganna. Þegar Jóni Guð- jónssyni var falið það hlutverk af Félagsmálaráðuneytinu, að reyna að koma vitinu fyrir meirihlutann, þá svaraði Sigurður Halldórsson, bæjarstjóri, því til, að hann vildi enga samvinnu við Jón, hvorki góða né illa. Þetta las Matthías Bjarnason upp á hæjarstjórnarfund inum og gerði Sig. Haldórssyni þann greiða með því, að sýna og sanna bæjarbúum, að bæjarstjóran- um okkar er mjög vel lagið að skrifa ruddaleg hréf. Hafandi fengið slík svör gaf Jón Guðjónsson frá sér umboð sitt fyrir Félagsmálaráðuneytið, og nú reyndi það sjálft í fleiri mánuði að koma tauti við íhaldskommana. Þessi viðleitni bar loks þann árang- ur að í júlí s.l. undirritaði forseti bæjarstjórnar, Sigurður Bjarnason, samkvæmt umboði frá bæjarstjóra, dags. 13. júlí, fyrir bæjarstjórnar- innar liönd, eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Að gefnu tilefni vil ég undirritaður, f.h. bæjar- stjórnar Isafjarðarkaup- staðar, lýsa yfir því, að bæj- arstjórnin mun við úthlutun húsnæðis í svonefndum Fj arðarstrætisby ggingum leggja í aðalatriðum til grundvallar skýrslu heil- brigðisnefndar kaupstaðar- ins frá 1946 um heilsuspill- andi húsnæði, þó þannig að fullt tillit verði tekið til breytinga, sem síðar hafa orðið í húsnæðismálum þess fólks, sem í því húsnæði bjó árið 1946, og fólks sem nú býr í enn lakara húsnæði og verði um þetta farið eftir tillögum heilbrigðisnefndar Isafjarðarkaupstaðar, sbr. 34. gr. 1. nr. 44 1946“. Rétt er að geta þess í framhaldi af þessari yfirlýsingu, að önnur málsgr. 34. gr. laganna, sem til er vitnað hljóðar svo: „Ibúðir þær, sem byggðar eru samkv. III. kafla þessara laga, skulu leigðar þeim, er í heilsu- spillandi íbúðum búa, og skulu þeir ganga fyrir, sein búa við lakast húsnæði og erfiðastar heimilisástæður. Skal leitað álits heilbpgðisnefndar, ef til er, ella héraðslæknis, um það í hverri röð menn fái íbúðirnar". Á bæjarstjórnarfundinuin neit- aði Matthías Bjarnason að svara því, að hve miklu leyti það fólk, er var á skrá heilbrigðisnefndar 194G, hafi verið látið sitja fyrir í- búðunum, og kvaðst þessi mektugi maður ekki vera í néinum spurn- ingatíma. Það er vitað, að meðal hinna 52 umsækjanda eru ellefu manns, er níi búa í þeim ibúðum, sem heil- hrigðisnefnd dæmdi óíbúðarhæfar 1940. Þetta er sama fólkið og þá var í flestuin þessum íbúðum, og býr því við algjörlega óbreytt kjör, nema livað ómegð kann að hafa aukizt hjá sumum. Matthías vildi ekki segja opinherlega, hverja af- greiðslu þetta fólk hefði fengið, og er því efalaust, að hlutur margra þessara aðila hefir verið fyrir borð horinn, þrátt fyrir yfirlýsingu Sig- urðar forseta frá Vigur í nafni hæj- arstjórnar, samkv. umboði frá Sig- urði Haldórssyni. — Þetta mun sýna sig, þegar úthlutunin hefir verið gerð opinber, en það má bú- ast við að verði i kvöld (föstudag) á bæjarstjórnarfundi, sem bæjar- fulltrúar Alþýðuflokksins hafa ósk- að eftir um fundargerð heilbrigð- isnefndar. Þetta verður lokaður fundur eftir tilmælum meirihlut- ans. Manntuskan, Halldór frá Gjögri. I þessu máli afhjúpaði Halldór frá Gjögri betur en nokkru sinni fyrr, hvílík drusla hann er, og liversu gjörsamlega hann er sneydd ur allri viðleitni til að láta nokkuð gott af sér leiða. Á fundinum gaf hann Baldri lækni algjöra syndakvittun um það, að hann mæti embættisheiður sinn og skyldur svo mikils, að ekki kæmi til nokkurra mála að hjá honum kæmust að önnur sjónar- mið, en þau, sem væru hlutlaus og sanngjörn og laus við alla pólitík, enda þótt héraðslæknirinn sé jafn- framt bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Kvaðst Halldór hafa kynnt sér hina vísindalegu „hús- næðisvísitölu“ Baldurs læknis og reglur hans fyrir úthlutuninni að öðru leyti, og ekki hafa treyst sér til að finna að neinu af þessu. Jón H. Guðmundsson, bæjarfulltrúi, spurði þá „fulltrúa smælingjanna“, livort hann hefði ekki um leið kynnt sér úthlutunarskrá læknis- ins, og svaraði Halldór því neit- andi. Er hægt að ímynda sér meiri aumingjaskap? Gjögur-Dóri hugsar þarna um það eitt, að koma fonn. kommúnistasellunnar hér á Isa- firði, Guðmundi Árnasyni, kenn- ara, nýgil'tum manni með eitt barn, inn í eina þessara íbúða, sem eru ætlaðar þeiin allra verst settu í hæjaidélaginu. Fyrir þaS að úlvega jicssum tiokksforingja sínum ibuö, selur Halldór og flokkur hans ihald inu i mynd Baldurs lœknis og Matthiasar Bjarnasonar algjört sjálfdæmi um úthlutunina á 11 ibúS um, og Halldór litur ekki einu sinni á listann yfir lxina mörgu umsækjendur til að gá að, hvort einhverjir óbreyttir liösmenn flokks hans hafi oröiö afskiplir. — Nei, flokksforingjanum var borgiS, og iiinir máttu sigla sinn sjó. Þannig vinna kommúnistar fyrir smælingjana, og mættu menn mik- ið af því læra. Réttlætiskennd fólksins. Eins og áður var að vikið, verður bæjarstjórnarfundur væntanlega í kvöld (föstudag) um fundargerð heilbrigðisnefndar, samkv. kröfu Alþýðuflokksmanna í bæjarstjórn. Fundargerðin verður þar aðeins til kynning, eftir þá afgreiðslu máls- ins, sem að fratnan er lýst. Eftir þennan fund verður fundargerð nefndarinnar opinbert plagg, og munu menn þá fá fullkomna stað- festingu á því sem hér hefir verið haldið fram. Það er að vísu svo, að þegar út- liluta skal 12 íbúðum til 30—40 manns, sem allir hafa mika þörf fyrir ibúðirnar, og margir mjög svipaðar ástæður, þá verða óhjá- kvæmilega einhverjir óánægðir. Ef rétt er farið að öllu, og þeir látnir ganga fyrir, sem brýnasta hafa þörfina, þá verður óánægjan að sjálfsögðu minni. Rétttætiskennd almennings er nokkuð nösk á að finna, hvar haft er rangt við og hvar rétt, og við úthlutun Fjarðar- strætisíbúðanna mun mörgum finn- ast þeir misrétti beittir og sumir munu ekki láta þar við sitja. — Réttlætiskennd fólksins mun fella harðan dóm yfir íhaldskommum fyrir framkomu þeirra í þessu máli. NOKKRAR STULKUR Vantar nú þegar. Niðursuðuverksmiðj an PÓLAR H.F. Isafirði. Prentstofan Isrún h. f. 1949.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.