Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1949, Síða 14

Skutull - 24.12.1949, Síða 14
14 S K U T U I. L Bækur. Hertha Schenk-Leósson: LITLU STULKURNAR I HVITA HUSINU. Prentstofan Isrún h.f. Fyrir réttum 10 árum síðan kom út á forlagi Isrúnar skáld- sagan „Jútta“, eftir frú Herthu Schenk-Leósson. — Nú hefir frúin aftur sent frá sér bók — að þessu sinni barnabók, er fengið hefir heitið: Litlu stúlk- urnar í hvíta húsinu. Sagan er ist í Þýzkalandi og segir frá tveimur systrum, Helgu og Ingu. Það drífur margt á dag- ana hjá ungu stúlkunum, bæði heimavið, í skólanum og á ferðalögum. öll er frásögnin tekin úr hugarheimi barnanna, og er hún frá upphafi tíl enda lipur og fjörmikil. Málið á bók- inni er óvenju vandað, ekkert tæpitungumál, en skýrt og skemmtilegt. Það er létt yfir bókinni. Sögu hetjurnar eru hamingjusöm böra, sem búa við góðan efna- hag og njóta góðs uppeldis. Mun það heldur auka áhuga íslenzkra bama fyrir frásögn- inni, að erlendir og framandi heimilishættir, samkvæmissið- ir og þjóðlífsblær setja svip- mót sitt í söguefnið. Einnig er það líklegt til að afla bókinni vinsælda meðal baraa og unglínga, að sumstað- ar er frásögnin krydduð með liprum og glaðlegum Ijóðum og söngvum. Þar er t.d. þessi jóla- sveinavísa: „Kæri jólakarlinn minn komd‘ ekki með vöndinn þinn, hér er ekkert óþekkt fljóð, alltaf skal ég vera góð“. Hátíðamessur. ísafjörður: Aðfangadágur kl. 6 e.h. Jóladagur kl. 11 f.li. Barna- messa. Jóladagur kl. 2 e.h. Almenn messa. Jóladagur kl. 3 e.h. Messað í sjúkrahúsinu. Gamlársdagur kl. 23 e.h. Hnífsdalur: Aðfangadagur kl. 8 e.h. Annar jóladagur kl. 11 f.h. Barnamessa. Klukkan 2 e.h. Al- menn messa. Nýjársdagur kl. 2. Alm. messa. Og í afmælisveizlu Helgu litlu syngja börnin þetta fagra ljóð: „Stjömur blika blítt og rótt bláum himni frá, tindra ótal augu, o’ná jörðu gá. Berum hátt blysin skær, blá og græn og rauð. Góðravina gleði’ er betri gulli og auð“. Þetta er í fám orðum sagt, að mínu álti, góð barnasaga. Bókin er vel gefin út. Pappír vandaður. Letur hæfilega stórt og prófarkalestur ágætur. Þá er bókin líka í skemmtilegu broti og ódýru en snyrtilegu bandi. — Margar myndir prýða bókina, og hefir Sigurður Guð- jónsson teiknað þær í sam- ræmi við söguefnið. Eru ýmsar myndanna bráðskemmtilegar og vel gerðar. Það er ætlun mín, að þessi litla bamabók eigi eftir að verða íslenzkum börnum til ó- blandinnar ánægju, og þá eigi síður höfundinum og útgef- anda til sóma. Hannibal Valdimarsson. -------0------ Myndin á forsíðunni er af Isafjarðar- kirkju. — Ágúst Leós. kaupm. tók myndina. JÖLAKVEÐJA. Eftirfarandi staka er ort til höfundar kvæðisins, Alþýðu- flokkurinn og jafnaðarstefnan, sem biríist í Skutli í vetur: F.kki kvíða þarftu því þín séu fallin vígin. Þótt við svífum sorta í, sól er á bak við skýin. H.B. Hátíðasamkomur í Salem. Jóladag kl. 11. Sunnudagaskóli Jóladag kl. 4,30. Hátiðasam- koma. Annan jóladag kl. 5. Jólatré fyrir börn sunnudagaskólans. Annan jóladag kl. 8,30. Vakn- ingarsamkoma. Gamlárskvöld kl. 11 e.h. Ára- mótasamkoma. Nýársdag kl. 4,30. Vakningar- samkoma. Allir hjartanlega velkomnir! Prentstofan Isrún h.f. GLEÐILEG JÖL ! FARSÆLT NYTT ÁR ! Alþýðusamband Vestfjarða. n iiiiii n i ii i ii i ii iiii i! i ii i n iii iii 1111111111 ii iniiia iii li iii 1111111 iii iii iii iii iii iii iii ii iii 1,11111111 iii n iiii iii íii ii in iiii iii iii ii iiiiii 1111111 n i;iii Tilkynnin frá Brunabótafélagi íslands til brunavátryggjenda. Að gefnu tilefni er vakin athygli brunavátryggjenda á því, að ef brunatjón verður, ber að tilkynna það til um- boðsmanns eða skrifstofu félagsins innan 48 klukkustunda frá því tjón varð. Ef það er ekki gert má draga frá bruna- bótum, og ef engin tilkynning er gerð eða bótakrafa innan eins mánaðar frá því að brunatjón varð, hefir sá er fyrir tjóninu varð, misst allan rétt til brunabóta. Framvegis verður farið stranglega eftir þessum ákvæð- um. BRUNABÖTAFÉLAG ÍSLANDS. Þeir, sem vita af verkfærum Þorsteins Kristinssonar. lög- regluþjóns, eða hafd þau í vörzlum, eru beðnir að tilkgnna undirrituðum það. Skiptaráðandinn á ísafirði, 10. des. 1949.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.