Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 13.01.1968, Qupperneq 5

Skutull - 13.01.1968, Qupperneq 5
SKUTULL 5 Hvar stöndum við? 1 sambandi við hina ágætu grein Hafsteins O. Hannessonar, skrifstofustjóra, „Endurminningar frá Tinglev“, er birtist í jólablaðinu urðu þau leiðu mistök, að endir greinarinnar féll niður, en þar varpar Hafsteinn fram þeim tímabæru spuming mn: Hvar stöndum við? Hvernig eru okkar almannavarnir ? Vissulega eru hér orð í tíma töluð og þau mál er Hafsteinn tekur til meðferðar þess eðlis, að nauðsyn er að taka þau til alvarlegrar íhugunar. Verður því með sanni sagt, að ei veldur sá er varar. Um leið og blaðið harmar mistökin og biður lilutaðeigandi velvirðingar, birtum við hér niðurlag greinar Hafsteins. fyrst um sinn mun fram- kvæmdanefndin, er sá um bygginguna, annast rekstur- inn, þar til öðru vísi verður ákveðið. í framkvæmdanefnd- inni voru upphaflega þrír menn: Guðmundur Sveinsson, sem var formaður Oddur Pétursson og Haukur Sigurðs Bæjarstjórinn Jóhann Ein- varðsson lýsti lyftuna opna til afnota. son, en síðar komu í nefndina Gunnlaugur Jónasson og Bragi Ragnarsson. Ekki þarf að efast, að með tiikomu skíðalyftunnar mun aukast áhugi fyrir skíðaferð- um, enda ljúka allir þeir, , sem reynt hafa hana, upp einum munni um ágæti henn- ar. Framkvæmdanefndin hefir svo sannarlega lyft grettis- taki, og standa Isfirðingar og aðrir, sem koma til með að njóta verka hennar, í mikilli þakkarskuld við nefndina. Enda þótt margir hafi lagt hönd á plóginn er áreiðanlega engum gert rangt til, þótt fullyrt sé, að sá maðurinn, sem hita og þunga dagsins hefur borið, er Guðmundur Sveinsson. Á hann sérstakar þakkir skyldar fyrir sitt mikla og óeigingjarna starf. Öll fyrirgreiðsla Iþrótta- nefndar ríkisins, verkfræðings hennar, Einars B. Pálssonar og íþróttafulltrúa, Þorsteins sonar, hefir verið með mikl- um ágætum, Skíðaíþróttin á ísafirði hefir og ætíð átt hauk í horni, þar sem íþróttafull- trúi er, en hann hefir sýnt Skíðaskólanum á Isafirði sér- stakan velvilja og skilning. Þá skal lögð áherzla á sér- lega góða og mikla fyrir- greiðslu Þorkels Erlingssonar, verkfr., og Kristinn Benedikts son, skíðakappi hefir verið mjög ráðhollur um alla framkvæmd. Eins og áður hefir verið getið lánaði Framkvæmda- sjóður íþróttabandalags ís- lands kr. 400 þús. til skíða- lyftunnar. Hefir öll fyrir- greiðsla stjórnar íþróttasam- bandsins verið með ágætum sem og reyndar í öllu, er í- þróttahreyfingin hér hefir þurft að leita til hennar. Skutull vill að lokum óska Isfirðingum og >þá sér í lagi yngri kynslóðinni til ham- ingju með þetta glæsilega í- þróttamannvirki, um leið og blaðið vonar, að sú fórnfýsi, sem einkennt hefir allt starf í sambandi við lyftubygging- una, verði þeim hvatning til dáða til iðkunar þessari heil- næmu, skemmtilegu íþróttar Skal minnt á hlut Isafjarðar í skíðasögu landsins, og því ekki að stíga á stokk og strengja þess heit, að gera hann enn stærri, þótt vissu- T.d. í Danmörku er miðstöð almannavarna í hverju byggð arlagi, sem „toppstöð“ fyrir nágrennið. Þess eru ótal dæmi erlendis frá, að björgunarsveit ir þær, sem sendar eru t.d. í næstu lönd til aðstoðar, eru einmitt sveitir almannavama. Einn af kennurum okkar í Tinglev, var foringi í dönsku alm.varnasveitunum, sem send ar voru til Hollands, er flóð- in miklu voru þar fyrir nokkr um árum. 1 æfingastöð, sem við skoð- uðum í Haderslev, voru 300 manns, — foringinn þar sagð- ist geta sent menn þessa til björgunarstarfa, með nokkra mínútna fyrirvara. 1 bíla- geymslum þeirra mátti sjá 20 Volvo og Mercedes-Benz nýja vörubíla, — suma með björgunartæki í kössum, eða brunaslöngur á palli, — og aftan í bílana var fest öflug slökkvidæla á vagni. Danir telja að í sveitum al- mannavama þurfi að vera 1%% af íbúatölu viðkomandi héraðs. Ef við segjum Reykja lega sé af töluverðu að státa frá fyrri tímum. vík og næsta nágrenni sé með 100.000 íbúa, ætti þar að vera 1300 manna hópur, fullþjálf- aður, — reiðubúinn til að- stoðar slökkviliði og lögreglu, ef stór óhöpp kæmu fyrir. Við stórbruna þá, sem hafa verið í Reykjavík, á þessu ári, hefur átt slökkvilið Rvk. borgar, sem telur með varaliði 60 menn. Þannig er ástandið hjá okk ur. Ég las í Mbl. í vetur grein um sjúkrahúsmál. Þarvarfull yrt að ef 10 menn hefðu hlot ið alvarleg brunasár í Lækjar götubrunanum, hefði ekki ver ið sjúkrahúspláss fyrir þá í borginni. 1 Danmörku er talið af 10 mín. eftir að slys hafi verið tilkynnt sé sjúkrabíll kominn á slysstað. Hvernig er ástand ið hjá okkur í þessu strjál- býla og stóra landi, með hinn Kaupmenn margumtalaða læknaskort. Hvemig fer ef 25 farþega bíll, fer út af veginum á Hrafnseyrarheiði, og t.d. 10 farþeganna stórslasast, — hvar er okkar viðbúnaður? Eigum við að líta ennþá nær, — farþegabíll verður fyr ir grjóthruni eða snjóskriðu á Óshlíð. — Eða eigum við að minnast á stóran flugvöll, sem við könnumst öll vel við, og er algjörlega björgunartækja- laus, -—• og er búinn að vera það í mörg ár. Læra menn aldrei að birgja bmnninn, áður en barnið dett ur í hann. Þótt öll héraðslæknaem- bætti landsins væm skipuð, er mikil þörf á því að á hverjum stað séu menn, sem hafa fengið staðgóða kennslu í Hjálp í viðlögum, þótt ekki væri nema 30—40 kennslu- stundir, og björgunarflokkar sem hafa góðan tækjakost. sem hentar okkar staðháttum. Ég vænti þess, lesandi góð- ur, að þú hafir gert þér grein fyrir því, við lestur þessarar greinar, að við höfum fulla þö) f fyrir öflugar almanna- varnir, ekki síður en hinar fjölmennari þjóðir, — verk- efnin em mörg óleyst. Starf- semi almannavama snertir hvem einasta borgara. Kaupfélög Flestar tegundir af rafhlðOum jafnan fyrirliggjandi Sandfell hf. umboös & heildverzlun simi 570 - ísafiröi Frá vígslunni. Endastöð lyftunnar rétt ofan við Skíðheima

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.