Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1996, Blaðsíða 10

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1996, Blaðsíða 10
Ekki einhver bla, bla félagsskapur - segir hinn alkunni danskennari, Heiðar Astvaldsson, um Siglfirðinga- félagið en hann var formaður félagsins í tíu ár og hefur því verið oftar kosinn en nokkur annar til starfans. Heiðar rijjar upp skondna atburðifrá æskuárunum á Sigló og viðrar skoðanir sínar á bænum. „Að fá að alast upp á einum stað er mjög mikilvægt fyrir allt fólk og ævi þess. Það er því ákaflega þýðingarmikið fyrir alla að halda fast í uppruna sinn. Atthagafélög eins og Sigl- firðingafélagið eiga þar af leið- andi svo sannarlega rétt á sér og meira en það, þetta er nauð- synlegur félagsskapur. Þetta er ekki einhver bla, bla félags- skapur heldur er hann mjög mikilvægur fyrir fólk sem vill halda sambandi við uppruna- staðinn sinn og það fólk sem það ólst upp með. Það er staðreynd að þegar maður er orðinn fullorðinn getur hann sagt við jafnaldra sinn, eða jafnöldru frá gamla staðnum, ýmislegt sem hann myndi ekki vilja segja við ókunnugan. Ef hann er búinn að þekkja pers- ónuna eins lengi og hann man eftir sér, getur hann talað af meiri hreinskilni við hana heldur en einhvern sem hann hefur aðeins þekkt í fimm eða tíu ár.“ Þetta segir Heiðar Astvalds- son. Hann fœddist á Siglufirði og ólst þar upp þar til hann fór suður til að stunda nám. Heiðar er stoltur af uppruna sínum og á margar góðar minningar frá Siglufirði. „Það gerðist auðvitað ógur- lega margt sem gleymist aldrei. Til dæmis gleymi ég aldrei fyrstu ástinni minni, henni Siggu Bíldal (ég get alveg viðurkennt það núna). Hún var 21 árs þegar ég var 9 ára. Eg var svo skotinn í henni að það er ekki hægt að lýsa því. Einu sinni klappaði hún á kollinn á mér og sagði: „Oh, hvað þú átt bágt að vera með svona mikinn varaþurrk," og Iét mig svo fá varasalva. Eftir það bað ég alltaf Guð um að láta mig fá varaþurrk. Siggu Bíldal hef ég ekki séð í hálfa öld en ennþá er það samt þannig að í hvert skipti sem ég fæ varaþurrk, hugsa ég um Siggu Bíldal. Svo kom nú að því á Siglfirðingahátíðinni um verslunarmannahelgina í fyrra að ég hitti loksins Siggu Bíldal. Litla, sæta, þybbna konu á átt- ræðisaldri. Ég hafði, þrátt fyrir allan þennan tíma sem hafði liðið, einhvernveginn búist við hávaxinni og glæsilegri Ijósku eins og Sigga Bíldal var í minn- ingunni þannig að mér brá pínulítið. Þetta var alveg rosalega fyndið.“ Þegar fólksfjöldinn á Siglufirði var sem mestur bjuggu þar um fjögur þúsund manns en nú búa þar aðeins um 1600 manneskjur. Nú eru eiginlega ailar bryggjur farnar og staðurinn er mjög breyttur. Gott blóð í Siglfirðingum „I gamla daga, þegar ég var ungur, var bærinn frekar ein- angraður. Þegar síldinni lauk þá var fólk bara kyrrt á staðn- um og fór ekki nema í brýn- ustu nauðsyn burt. Það var nefnilega ekkert gaman að ferðast þá. Ef menn áttu það til að vera sjóveikir var ekki farið með bros á vör um borð um borð í Mjölni og Esther. Þess vegna hélt fólk sig frekar heima. Nú er hins vegar allt breytt og þá sérstaklega eftir að Strákagöngin komu. Nú eru miklu betri samgöngur fyrir Siglfirðinga, bara til dæmis ef stefnan er tekin á ball. Vá, þegar ég var að fara á böllin hérna í gamla daga, á Ketilás. Það var heilmikið mál. Eða þegar ég útskrifaðist úr gagn- fræðaskólanum. Þá var farið í skólaferðalag og þetta var kringum 10. júní. Þá þurftum við að labba frá Skarði nokkra kílómetra til að ná rútunni af því að það var ekki búið að opna Skarðið. Svo opnaðist það í lok júní og lokaðist aftur í september og þannig var það alltaf. Nú fara unglingar á Siglufirði á ball alla leið til Akureyrar eða inn á Freyvang ef því er að skipta. Þetta er ekkert vandamál lengur. Það tekur jafn langan tíma núna að fara til Akureyrar eins og það var fyrir okkur að fara inn á Keti- lás. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þessi einangr- un þjappaði fólkinu auðvitað saman, allir urðu að vera saman og fólki leið vel saman.“ „Ég segi að þess vegna sé ekki síður þörf fyrir Siglfirð- ingafélagið núna. Siglfirðingar komn- ir út um allt land og það er óvíða þar sem ég kem við á mínum ferðum sem ég ekki hitti Siglfirðinga. Þeir eru þá mjög gjarnan hátt settir á viðkomandi stöðum. Sigl- firðingum virðist hafa gengið ágætlega að koma sér áfram og eru úti um allar trissur. Það er kannski bara gott eitt um það að segja, svona úrvals blóð má alveg dreifast.“ Heiðar er mikil félagsmála- sprauta. Hann tekurþátt í eins miklu félagsstarfi og honum gefit kostur á og byrjaði á því ungur. Hann var frammámaður í félagslífi grunnskólans á Siglu- firði og hafði gaman af. Nú er hann forseti Dansráðs Islands og honum þykir það líka gaman. Að sjálfiögðu fékk Siglfirðinga- félagið að njóta góðs afþessum félagsmálahœfileikum Heiðars en 10

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.