Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 1997, Blaðsíða 3

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 1997, Blaðsíða 3
S aumaklúbburinn SIGLÓ ’45 Saumaklúbburinn var stofnaður fyrir liðlega 30 árum. Hann er á 3ja vikna fresti og er hver klúbbur eins og besta fermingarveisla. Mikið er hlegið og talað í kross. Hlé er gert á prjóna- og saumaskap á sumrin og er gjarnan „slúttað“ að vori í sumarbústað — ýmist hjá Guðnýju og Jónba eða Ollu og Jónasi. Er þá farið í góða gönguferð, gjarnan grillað og mikið sungið og dansað, enda hópurinn fjörugur. Síðastliðið haust fór klúbburinn til Barcelona og var það sérlega vel heppnuð ferð. Saumaklúbbssystur eru þrettán talsins og eru þær þessar: Anna Laufey (Þórhalls í Versló) Bylgja Möller (Bassa Möller) Agústa Lúthers (Gústa og Halli) Guðný Jónasar (rakara) Kristín Eggerts (Theódórs) Guðrún Inga Andersen Sólveig Helga Jónasar (Asgeirs í Hlíð) Guðmunda Arnórs (Sigurðssonar) Hulda Kristins (í bíó) Kristrún Gunnlaugs (Kittý) Unnur Sigtryggs (og Dúu) Ólöf Steingríms (Steina í Hlíð) Birgitta Guðlaugs (Gitta Lauja Gosa) ... og svo nýleg mynd ÁRGANGUR ’53 ATHUGll) VV:' ' ' Við ætlum að hittast í messu hjá sr. Ragnari Fjalari í Hallgrímskirkju sunnudaginn 11. maí nk. Við eigum 30 ára fermingarafmæli um þessar mundir og vorum síðasti árgangurinn sem sr. Ragnar Fjalar fermdi á Siglufirði. Forsvarsmenn árg. ‘53 3

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.