Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 1997, Blaðsíða 15

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 1997, Blaðsíða 15
Verbur ekkert Síldar- ævintýri á Sigló? Hér á eftir fer grein sem birtist í Hellunni, blaði Siglfírðinga, í apríl sl. Greinin er birt með góðfuslegu leyfi Brynju Svavarsdóttur. Eins ogfi'œgt er orðið befnr „ Síldarœvintýrið á Sigló “ verið haldið undanfarin sex ár um verslunarmannahelgina. Bœjaryfirvöld hafa séð um hátíðina fram aðþessu en nú bregður svo við að áfárhags- átetlun bæjarins er ekki gert ráðfyrir kostnaði vegna þessa. Hellan hajði samband við bœjarstjóra, Björn Valdimarsson, og spurði hvort ekkert œvintýri yrði í ár. Björn sagði að bæjaryfirvöld hefðu tekið þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að leggja áherslu á ferðamál og hefðu miklir fjármunir farið í það. Síldarævintýrið hefði komið bænum á kortið og væri það vel. Margir væru hins vegar þeirrar skoðunar að tímabært væri að gera hlé nú. Nú yrði að fara að beina kröftunum annað og væru skólamál- in þar efst á baugi, bæði húsnæðis- málin og innra starf skólans. Þótt bærinn leggi ekki peninga í Síldarævintýrið er enn verið að vinna í ferðamálum t.d. með sam- vinnu við Skagfirðinga um sam- eiginlega markaðssetningu á söfnum og söguslóðum. Einnig leggur bær- inn fjármuni í Síldarminjasafnið og áfram verða síldarsaltanir þar. Að- spurður sagði Björn að ekki hefði komið til tals að bæjaryfirvöld hefðu frumkvæðið að því að bjóða fram- kvæmdina út. „ Við munum hér eftir sem hingað til styðja frumkvceði í ferðamálum hjá bæjarbúum sjálfum, “ sagði Bjöm að lokum. Hellan hafði samband við for- mann Ferðamálasamtaka Siglufjarð- ar, Hafþór Rósmundsson, til að fá fréttir um hvort Ferðamálasamtökin hefðu eitthvað fjallað um þessi mál. Hafþór upplýsti að enn hefði ekki verið haldinn aðalfundur í félaginu þar sem reikningar lægju ekki fýrir en það yrði alveg á næstunni og þá yrðu þessi mál örugglega rædd ásamt spurningunni um framtíð samtakanna, þar sem tilgangur hags- munaaðilanna sem stofnuðu félagið á sl. ári hefði þá verið að ráða starfs- mann til að sjá um þá ferðamenn sem til staðarins koma. Það er greinilegt á þeim upplýs- ingum sem koma fram hér að fram- an að bæjaryfirvöld telja að þau séu búin að gera sitt og sé áhugi fýrir hendi á framhaldi Síldarævintýrisins þá verði aðrir að sjá um það. Hvað segja hagsmunaaðilarnir? Hellan leitaði álits nokkurra hags- munaaðila sem voru sammála um að miklu máli skipti fýrir Siglufjörð að hér yrði haldið Síldarævintýri og fannst fleirum en einum að þar sem bæjaryfirvöld hefðu átt frumkvæðið í upphafi væri það e.t.v. þeirra að varpa boltanum til einhvers annars. Valbjörn í Bíó sagði að sig væri farið að lengja eftir fundi hjá Ferðamála- samtökunum sem þyrftu að ræða þessi mál. Næst var farið út á götu og nokkr- ir bæjarbúar spurðir álits. Flestir vildu halda ævintýrinu áfram, en nokkuð margir töldu að kostnaður bæjarins væri of mikill. Sumir sögðust verða þeirri stund fegnastir ef þeir fengju svefnfrið um næstu verslunarmannahelgi. Og nú er bara að sjá hvort einhver eða einhverjir eru tilbúnir að taka við þar sem bærinn hættir eða hvort að- dáendur Síldarævintýrisins verða að sitja heima um næstu verslunar- mannahelgi eða finna sér aðra hátíð til að fara á. 15

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.