Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 1997, Side 12

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 1997, Side 12
mér í framan. En ég læt mig hafa það því það er svo gott að láta þvo sér eftir erfiðan vinnudag þegar maður er bara sjö ára og prinsípin ekki orðin eins mörg og síðar. Þetta er kannski dagurinn þegar Tobbi Gunnars datt úr vegasaltinu og fékk stærðargat á hausinn. Hann stein- rotaðist og eldrautt blóðið litaði snjóhvítt hárið og allir voru sem lam- aðir. Ég held að Helga Ólafs hafi hlaupið eftir löggubílnum! En Tobbi kom aftur daginn eftir með sárabindi um hausinn og var hetja dagsins. Kannski er þetta dagurinn sem þeir Steini og Rabbi Heiðu uppá- stóðu að ég hefði stolið græna fólksbílnum þeirra og rændu honum af mér þar sem ég var að að þvo hann með munnvatnsbleyttu puntstrái. Það kom síðar í ljós að þeir áttu nákvæmlega samskonar bíl og Kristján eldri bróðir þeirra skilaði honum og baðst afsökunar. En það var reyndar ekki fyrr en ég hafði slegist allhraustlega við bræðurna. Rútan Barnagarðsrútan er svo sérkapítuli út af fyrir sig. Oft var sólin búin að skína á hana í tvo tíma þegar keyrt var af stað og loftið í bílnum sjóð- heitt, rykugt og mollulegt. Það var Iagt upp frá torginu og stoppað sem fyrr segir skammt frá Suðurgötu 26 og síðan á Hafnarhæðinni, að mig minnir. Þetta var ævinfyralegt ferða- lag sem manni fannst taka heila eilífð og hefur stundum gert það! Oftar en ekki kom það fyrir að rútan bilaði á leiðinni og þá var græni löggubíllinn notaður til að keyra strolluna heim. Það var nú ævinfyri út af fyrir sig, þó svo að oft væru litlir strokumenn ekki í rónni fyrr en þeim hafði verið hleypt út úr grænu Maríu! Farið heim A heimleiðinni með rútunni syngjum við sönginn sem kynslóðirnar frá 1938 hafa allar sungið: Nú erum við á leiðinni heim vollí vollí vollí vei í voða stórum rútubíl hœ hœ hœ en mamma stendur á torginu vollí vollí vollí vei og tekurþar á móti okkur hœ hœ hœ. Hins vegar tók ég alltaf sérstaklega heils hugar undir þennan söng: Ekki á morgunn heldur hinn þá hœttir Barnagarðurinn! Gunnar Trausti Ungir fótboltamenn F.v. Matti Kristjáns (skipstjóra), Artii Jörgensett, Maggi Viðars, Rabbi í Leynittgi, Gunnar Trausti, Palli Kristjáns (skipstjóra), Jón Finnur og Soffía systir hans (bórn Jóhannesar löggu) og Siggi Ása. Tveir afþessum mönnutn eru látnir, þeir Maggi Viðars og Palli Kristjáns. 12

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.