Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 1997, Blaðsíða 11

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 1997, Blaðsíða 11
Kerlingarnar hlupu fram og aftur í ringulreiðinni og alltaf var Helga með mig í fanginu. Hún hljóp síðan með mig sem leið lá út og niður á veg og þar upp í næsta bíl og þaðan heim til föður síns þar sem hún ruddist með mig í fanginu beint inn á stofuna og heimtaði að ég fengi forgang! Það eina sem ég hafði upp úr lát- unum var frí þennan hálfa dag og auðvitað lifði ég nokkra daga á því að vera strákurinn sem hafði fengi karrískálina á hausinn. Enn þann dag í dag fara ónot um mig þegar þjónar búa sig undir að rétta eitthvað matarkyns yfir axlir mér á veitingahúsum. Svo er ég ekki frá því að háralitur minn hafi farið að breytast upp frá þessu! Kjötbúðarbíllinn Það var mikið um dýrðir þegar Kjöt- búðarbíllinn svokallaði sást keyra upp að hliðinu. Þá hrópuðu litlu fangarnir húrra, húrra, húrra, það verður kjöt í dag! Strokumenn Einn daginn rétt fyrir matinn(!) er- um við Steinar Viktors og Einar Páls staðnir að stroki. Hjálparmaður okk- ar utandyra var Steini Kalla. Hann opnaði hliðið. Ég vona að það sé óhætt að upplýsa það nú. Við erum eltir uppi og gómaðir hjá húsi Hlöðves skólastjóra. Og erum lok- aðir inni. Við finnum að þetta er grafalvarlegt mál. Einar frændi byrjar að grenja. Og þvílík hljóð! Hann öskrar og orgar. Okkur Steinari líst ekki á blikuna. Enn hækka orgin. Við Steinar byrj- um líka. Og við grenjum þarna allir þrír í kór. Og þvílík öskur! Þetta var ekki bara grátur lítilla stráka sem eru lokaðir inni fjarri mæðrum sínum heldur fylgdu svo sannarlega líka með í kaupbæti öll vonbrigðin yfir brauðsúpu og fiski í karrísósu! Gæslukonur okkar sáu fljótt að sér og opnuðu fyrir okkur en þær höfðu ekki hugmynd um hverju þær höfðu komið af stað. (Þetta var fyrir daga breiða límbandsins frá Hafnarfirði!) Við bókstaflega neituðum að hætta að grenja. Þarna sátum við grát- bólgnir með hor í nös og öskruðum af lífi og sál. Þegar við vorum teknir fram grétum við enn og það var langt liðið á dag þegar við sátum með ekkasogum inni við púsl meðan hinir krakkarnir horfðu með öfund- araugum inn um gluggana á þessa þrjá strokumenn sem höfðu grenjað sig út úr prísundinni og uppskorið inniveru og púsl. Þvotturinn Að áliðnum degi, þegar síðsumar- sólin á Siglufirði er í þann mund að hverfa á bak við Illviðrishnjúkinn, þá standa þessi rúmlega eitt hundrað börn í þrefaldri röð sunnan við Leik- skálahúsið og bíða þess að láta strjúka framan úr sér með vatns- bleyttum bómullarhnoðra. Ég reyni alltaf að standa í röðinni sem hún Lauga Óskars þvær. Mér finnst hún svo falleg. En af því maður er svo lítill og vitlaus þá lendir maður kannski í vitlausri röð og á þá á hættu að sú sem lokaði mig inni þvoi Nú erum við á leiðinni heim vollí vollí vollí vei í voða stórum rútubíl hæ hæ hæ en mamma stendur á torginu vollí vollf vollí vei og tekur þar á móti okkur hæ hæ hæ 11

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.