Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 1997, Blaðsíða 10

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 1997, Blaðsíða 10
Gunnar Trausti Guðbjömsson skrifar: Leikskálasyrpa Eitt af því æði marga sem setti svip sinn á bæjarlífið á Siglufirði þegar ég var að alast þar upp voru Leikskálar eða Barnagarðurinn eins og hann var nefndur í daglegu tali. Kvenfélagið Von Það mun hafa verið um 1938 að Kvenfélagið Von tók á leigu tún við Steinaflatir og setti þar upp leiktæki og tjöld og rak þar dag- heimili. Vorið 1940 var svo hafin bygging Leik- skála og var húsið vígt 21. júlí það ár. Var síðan rekið þar dag- heimili á sumrin, frá seinni hluta júní til septemberbyrj unar. Ekki er neinum vafa undirorpið að silfur hafsins hefur átt sinn þátt í því að svo snemma var farið að huga að dagvist á Siglu- firði. Síldarsöltunin bókstaflega kallaði á það að einhver liti eftir ungdómnum meðan mæðurnar öfluðu fleiri og fleiri tunnumerkja í stígvélin svo að til væri salt í grautinn yfir snjó- þungan og tekjurýran veturinn. Barnagarðurinn Þegar árin færast yfir eins og galdur þá er margt að varast. Ég er búinn að segja svo margar sögur frá Sigló bernsku minnar að oft hef ég á til- finningunni að ég sé að verða tvísaga eða sé að lenda í því sama og mað- urinn sem var búinn að vera svo víða og svo lengi til sjós að þegar skips- félagarnir tóku saman veru hans á hinum ýmsu skipum flotans þá hefði hann átt að vera minnst 95 ára! Ég hef líklega verið á Leikskálum þegar ég var sex og sjö ára, eða á ár- unum 1959-60, þó að Dóra mín haldi því fram að ég hafi bara verið þar í tvo daga samtals vegna fordekr- unar! (Hún þurfti hins vegar að vera þriðja sumarið nauðug vegna þess að Hemmi bróðir vildi ekki vera nema Dóra systir væri þar líka og þetta verður seint fyrirgefið! Jaaá, Hemmi minn!) Ég man hins vegar ákaflega vel eftir deginum sem ég fékk að vera heima (það gæti ruglað Dóru!). Þar sem ég stend klukkan níu að morgni á pallinum við gamla húsið að Suðurgötu 26, pínulítið grátinn, sýg upp í nefið og borða gúrkupart sem hafði verið dýft í sykurkarið hennar ömmu. Ég ætla ekki að þræta fyrir að hafa fengið smáfrekjukast sem yfirbugaði þær mæðgur sem næst mér stóðu. Þarna stend ég semsé dá- lítið drýgindalegur í glampandi spónnýrri sólinni á pallinum með gúrkuna mína og horfi á Barna- garðsrútuna renna af stað á stoppi- stöð númer tvö frá torginu þar sem stóra brekkan mætir Suðurgötunni sunnan við hús Tomma og Bjarkar. Og svona til þess að sýna yfirburði mína þá veifa ég með gúrkunni til Gumma Ragnars, Steina Villa, Rabba og Steina Heiðu og allra hinna krakkanna. Svo hélt ég niður á Kea-plan að fylgjast með iðandi líf- inu og haus og slógi hend- ast í þróna, en það er önnur saga. Brauðsúpa og fleira gott Barnagarðsveran var langt frá því að vera mér sá dans á sósum sem hún virðist hafa verið öðrum. Efst í minningunni standa þau saman BRAUÐSÚPA OG FISKUR í KARRÍSÓSU! Þessa tvo rétti hef ég ekki getað sett inn fyrir minn munn síðan þá. Ég man hins vegar að gott var að sitja við hliðina á þeim tví- burunum Steina og Þorra Birgis þegar fiskur í karrí var á borðum því þeir tóku endalaust við af diskum okkar hinna! Einn daginn sem oftar er fiskur í karrísósu og Helga Ólafs læknis er að bera matinn á borðið. Þegar hún ætlar að láta karrísósuskálina á borðið vill ekki betur til en svo að hún missir skálina með sósunni yfir hausinn á mér. Ég orgaði upp meira af hræðslu en sársauka því að sósan var yfirleitt orðin köld þegar hún komst á borðið. En Helga trylltist. Hún reif mig upp og hljóp með mig fram á klósett og lét buna á mig ískalt vatn. Þá hækkaði ég hljóðin um allan helm- ing. Og nú varð allt snarvitlaust. 10

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.