Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Sep 1997, Page 4

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Sep 1997, Page 4
Ólöf Kristjánsdóttir, veislustjóri Síldarcevintýrisins 1997 skrifar: Síldarævintýriö á Siglufirði 1997 Um verslunar- mannahelgina var í sjöunda sinn haldið síldarævintýri á Siglufirði. Að þessu sinni voru það Ferðamálasam- tök Siglufjarðar ásamt síldarsaltendum sem sáu um framkvæmdina og buðu til fjörlegrar hátíðar í anda gömlu góðu síldarár- anna. Undirbúningstími var stuttur en við þekkjum það Siglfirðingar hvernig á að láta hendur standa fram úr ermum. Þegar Jóna Hilmars hringdi í mig og bað mig að skrifa smágrein í Siglfirðingablaðið og segja frá því hvernig Síldarævintýrið hefði gengið í ár, var svarið hjá mér stutt. Ævintýrið gekk vel og nokkuð ljóst að æv- intýrin gerast enn. Veð- urguðirnir hefðu mátt vera okkur hliðhollari, við vor- um með sannkallað „sýnis- horna“-veður þessa helgi og lognið okkar hér heima var ekki til staðar. Við byrjuðum ævintýrið með sannkallaðri menn- ingarveislu. Siglfirðingur- inn Ríkey Ingimundar- dóttir heimsótti okkur með mjög vandaða og fjöl- breytta myndlistarsýningu. Við opnunina sungu systkinin Margrét Dóra Arnadóttir og Björn H. Guðmundsson (börn Jós- efínu og Dóra á Hóli). Vil ég nota þetta tækifæri og þakka þeim systkinum fyr- ir sönginn sem var frábær. Síðan var byrjað að hita upp fyrir hinar fjölmörgu dansæfingar helgarinnar og eins gott að vera vel skóaður fýrir allt þetta hopp og húllumhæ. Varð- eldur var tendraður á föstudagskvöld á Dagslóð, þar voru sungnir síld- arslagarar og slegið upp bryggjuballi. Þar komu líka siglfirskar konur og dönsuðu línudans við mikinn fögnuð viðstaddra sem síðan dönsuðu síldar- valda, línudans og fleiri dansa við undirleik Harm- onikusveitar Siglufjarðar. Á laugardeginum var boð- ið upp á sannkallaða tón- listarveislu. Þar söng Kvennakórinn okkar und- ir styrkri stjórn Elíasar Þorvaldssonar og komu þær öllum viðstöddum í sólskinsskap. Við fengum í heimsókn félaga úr Leikfé- lagi Ólafs^arðar sem því miður urðu frá að hverfa vegna rigningar en þá stigu á stokk Vorboðar, blandaður kór eldri borg- ara. Þau slógu svo sannar- 4

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.