Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - sept 1997, Qupperneq 6
Örnefnaskrá í fjallahring Sigluíjaróar
- eftir Gunnlaug
Sigurðsson fyrrverandi
bæjarfulltrúa á Siglufirði
Siglufjörður er vestastur af
þremur fjörðum er skerast
inn í landið milli Eyjafjarðar
og Skagafjarðar. Lengd hans mun
vera um 8-9 km.
Nyrst að vestan við fjarðar-
mynnið er fjall sem Strákar nefnist
(fræðimenn sumir kalla fjallið
Stróka) og er 675 m hátt og eru
að norð-austan snarbrattir blá-
grýtisklettar, frá toppi að sjó nið-
ur. Suðaustan í toppi fjallsins er
allstór skál grasigróin, sem nefnist
Ófæraskál.
Sunnan við skál þessa eru all-
stór klettastykki er nefnast Ófæra-
stykki. Niður undan því miðju er
Miðstrandagil. Sunnan við Stykki
þessi er önnur grösug skál er nefn-
ist Selskál. Niður úr henni gengur
Selgil til sjávar. Sunnan við það
niður undir sjó eru gamlar seltóft-
ir frá Hvanneyri. Suður og upp úr
Selskál er Hvanneyrarhyrna. Suð-
austanvert í Hvanneyrarhyrnu er
alldjúpt skarð er nefnist Gróu-
skarð, en hnjúkurinn austan við
skarðið Gróuskarðshnjúkur. Þá
tekur við allstór dalur er nefnist
Hvanneyrardalur, nú oftast kall-
aður Hvanneyrarskál eða Skál.
Voru þar allmiklar slægjur frá
Hvanneyri til forna.
Norður úr dal
þessum, vestan
til í Hvanneyr-
arhyrnu og
vestan
Stráka-
hyrnu, er
oft gengið
til Engi-
dals, og
er það
kallað
„að fara
Gjár“.
Nokkrar
lækjarupp-
sprettur eru
í dalnum er
mynda
Hvanneyrará.
Dalsbrúnin nefn-
ist Hvanneyrar-
brún. Sunnan við dal-
inn er Hafnarhyrna, all-
mikið fjall, og suðvestan í
fjallatoppnum, neðan við
eggina, eru dældir er nefnast Fífla-
dalir. Niður undan þeim nyrsta
eru klettasnasir sem heita Gimbra-
klettar. Ur syðsta Gimbrakletti er
talið að verið hafi áður fyrr landa-
merkjalína milli Hvanneyrar og
Hafnar og þá beint til sjávar. Hefur
þá suðurhluti Siglufjarðareyrar ver-
ið í Hafnarlandi. Nú er merkja-
línan úr klettinum í Búðar-
hólanef, eða bakkaendann
sunnan við Suðurgötu
10 og þaðan í stefnu
á Skútuvarir.
Sunnan
Gimbrakletta
er Háiseti og
Breiðimelur.
Þá taka við
tvö djúp
gil, er
ganga frá
fjallsbrún
að fjalls-
rótum.
Nefnast
þau
Strengsgil,
en hrygg-
urinn milli
þeirra
Strengur.
Vestan við fjall-
seggina eru Leir-
dalirnir. Sunnan við
Streng er Blýkerling-
armelur, en sunnan hans
er klettaskál er nefnist Jör-
undarskál eða Nautaskál. f fjall-
segginni upp úr skálinni er lítið vik
er nefnist Steindyr. Er þar miðaft-
ansmerki frá Höfn. Þarna vestan
við fjallseggina eru Lambadalir.
Neðan við Jörundarskál eru Nauta-
Myndin sýnir
Hringsjá á Alfhóli
skálahólar, þar er nú skíðastökk-
pallur, nefndur Stóri-boli. Nefnist
allt þetta einu nafni Hafnarfjall.
Sunnan við Hafnarfjall er Dala-
leiðin, sem liggur upp Skjöld, en
Skjöldur er milli tveggja djúpra
gilja. Lækirnir úr giljunum renna
saman við Skjöld og nefnast
Snóksá en hún er landamerki milli
Hafnar og Skarðsdals. Ofan við
Skjöld eru Skjaldarbringur. Liggur
vegurinn eftir þeim til Úlfsdala.
Rétt við veginn, skammt frá
Dalaskarði, er Styrbjörnsdys.
Gamlar sagnir telja Styrbjörn þann
er dysin er kennd við hafa verið frá
Dölum. Hafi hann hnuplað byrði
sinni af matvælum úr útihúsi
Hafnarbónda. Veitti bóndi honum
eftirför og drap hann og urðaði þar
sem nú er dysin.
Næst sunnan við Dalaleiðina er
fjallið Snókur, allmikill klettóttur
tindur, og getur oft verið illur yfir-
ferðar að framan, en sléttur ofan,
og er þaðan fagurt útsýni. Framan í
Snók, á milli klettabeltanna, eru
götuslóðar. Nefnist sá neðsti Ausu-
gata. Liggur hún yfir bolla í fjall-
inu, er Ausa nefnist. Næst er Hvít-
bergsskeiðin og liggur yfir Hvít-
bergsgil, neðan undir Hvítbergi,
sem er klettur við enda gilsins. Op
er að sjá í klettinn og verpa þar
hrafnar ár hvert. Efst er Breiðaskeið
en vestar og ofar er allhátt fjall er
nefnist Efrafjall. Er það fjallhryggur
norðan af Illveðurshnjúk. Nær
hann norður undir Dalaskarð.
6
7