Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - sep. 1997, Síða 9
er Fagrakinn. Norðan við hana er
Hinrikshnjúkur. Inn á bak við
hann gengur Kálfsdalur suðaustur
í fjallgarðinn, úr honum eru hest-
færar götur í Nesdal. I Kálfsdal er
Kálfsdalsvatn. Norðvestan í Hin-
rikshnjúk er Kálfseggin vestan
Kálfsdals, en austan hans fjallsegg-
in norður að Núpaskálum sem eru
um miðja fjallseggina, norður á
Núpinn.
Niður undan Kálfsdal eru
Kambalágar og nyrst í þeim heitir
Kúalaut. Neðan við Kambalágar er
Selvíkin. Þar á dálitlum höfða
niðri við sjóinn er Selvíkurvitinn,
innsiglingarviti. Á bakkanum
skammt frá vitanum eru seltóftir
frá Staðarhóli. Þar norður af eru
Nesskriður og nálægt þeim miðj-
um heitir Helluhryggur, eru þar
landamerki milli Staðarhóls og
Sigluness.
Nokkru norðar er Vindbelgur,
lítill vogur inn með Klettsnefi, og
þar norðar er Geitanes.
Upp af Geitanesi, norðarlega á
Núpnum, er dálítil hæð er nefnist
Dagmálshyrna. Nesnúpur er 581
m á hæð.
Jörðin Siglunes hefur oft verið
setin af mörgum ábúendum í senn
og nú fyrir skömmu var reist ný-
býli á Reyðará. Löngu áður hafði
þar verið búið.
Við Siglunestá eru grynningar
og steinótt, suðvestur af tánni eru
smáklettar við fjöruna er kallast
Slysfarir. Fram af Tánni er Hellu-
steinn og Hellan, grynningar
norðvestur af tánni. Svarthöfða-
steinn er norðvestur af Nestá.
Austur með landinu eru þessi ör-
nefni: Norðari-Krókur, þá Dýavík-
ur, þá Fúluvík, þá Reyðarárland
austur að Héðinsfjarðar-Hesti, en
svo heitir nyrsta fjallið vestan Héð-
insfjarðar.
Áþessari mynd má sjá hluta af fjallahring SiglujjarÖar
9