Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 15.12.1933, Qupperneq 1

Vesturland - 15.12.1933, Qupperneq 1
VESTURLANI D X. árgangur. ísafjörður, 15. des. 1933. 43—44. tölublað. Línurnar skýrast, Framsóknarflokkurinn klofnar. Jón í Stóradal og Hannes reknir úr flokknum s. 1. laugardagskveld. Tryggvi Þórhallsson og Halldór Stefánsson segja sig úr flokknum á sunnudaginn. Fleiri úrsagnir sagðar væntanlegar. Von á nýrri flokksmyndun. Síðastl. laugardagskvöld, rétt fyrir þingslit, sem urðu eigi íyr en fyrri hluta nætur, hélt þingflokkur Framsóknar fund, til þess að ákveða hvaða hegningu þeir Jón Jónsson í Stóradal og Hannes Jónsson á Hvammstanga skyldu taka út fyrir þá þvermóðsku, er þeir höfðu sýnt á aukaþinginu gagnvart blíðlátum Alþýðuflokksins og Framsóknar til sameiginlegrar stjórnarmynd- unar, sem verða átti á þann hátt, eins og Héðinn Valdemarsson lýsti yfir i Alþýðublaðinu, að Framsókn tæki upp nýja stjórnarstefnu, sem Alþýðuflokkurinn gæti sætt sig við. Hafði hegning þeirra frænda, Jóns og Hannesar, oft verið rædd áður í flokknum og voru mjög skiftar skoðanir innan þingflokks- ins um það hver hún skyldi vera, því þeir höfðu I engu brotið í bág við samþyktar reglur þingflokksins. En þeir, sem ákafast létu í sam- búðina við „sósa“, máttu eigi heyra annað nefnt, en að Jón og Hannes yrðu reknir. Mátti og raun- ar alt af við slíku búast, því valda- sjúkir menn standast eigi annað reiðara, en að brugðið sé fæti fyrir valdaáform þeirra, hversu óhrein sem þau kunna að vera. Úrslitin á fundi þingflokksins urðu og þau, að samþykt var að reka Jón og Hannes úr þingflokkn- um með 6 atkv. gegn 9. 3 sátu hjá. Þar sem við atkv.gr. þessa kom eigi fram hreinn meirihluti var leitað á ný um afstöðu þeirra, sem hjá sátu, og skýrskotaði þá einn þeirra þremenninganna(Þorst. Briem ráðh. ?) til þess, að hann hefði i miðstjórn flokksins greitt atkv. með brottrekstri Jóns og Hannesar og var því talinn með meirihlutanum. Hinir, er hjá sátu, voru Jörundur og Bernharð. Móti brottrekstrinum greiddu atkvæði: Ásgeir, Bj. Ásg.s., Hall- dór Stefánss., Hannes, Jón í Stóra- dal og Tryggvi Þórhallsson. En með brottrekstrinum greiddu þessir atkvæði: Jónas, Bergur, Bj. Kristj.s., Einar, Eysteinn, Ingólfur, Ingvar, Páll Herm.s. og Þorleifur. Við brottreksturinn var þeim Hannesi og Jóni einkum gefið að sök, að þeir hefðu neitað að styðja stjórnarmyndun Sigurðar Kristins- sonar. En þeir hafa nú gefið út yfirlýsingu um afstöðu sína og segja að þetta sé rangt. Þeirhafi aldrei neitað að styðja væntanl. stiórnarmyndun Sigurðar, heldur hafi þeir neitað að ganga að skil- yrðum Alþýðuflokksins, eins og þau láu fyrir. Strax daginn eftir að þessi tfð- indi gerðust sögðu þeir Tryggvi Þórhallsson og Halldór Stefánsson sig úr Framsóknarflokknum. Eru miklar líkur sagðar til þess, að þar muni fleiri á eftir fara, þótt verða kunni á bið nokkur. Er nú unnið að nýrri flokks- myndun af hendi þeirra fráklofnu og búist við, að þeir myndi nýjan flokk, sem mun eiga að heita Bændaflokkur. í raun og veru eru þessir at- burðir ekki jafn mikil nýlunda og látið er. Að því hlaut að reka fyr eða síðar, að Framsókn klofnaði, því bersýnilegt var. að nokkur hluti tlokksins fylgdi svo trúlega stefnu sósíalista, að þar skildi lítið annað en nafnið. Má gera ráð fyrir, að sá hluti flokksins komist nú heim til hinna þráðu fððurhúsa. Er það og heillavænlegast áð linurnar skýrist sem bezt. Annars vegar séu borgaralegir flokkar, sem vinni að forsjálegri fjárstjórn og umbótum á borgaralegum grundvelli, en hins vegar öfga og eyðslu-flokkar, sem vilja bylta öllu og breyta i einu vetfangi og lofa gulli og grænum skógum, meðan þeir eru að fá alþýðu manna til þess að lyfta sér I valdastólinn. Þjóðin er búin að fá nokkra reynslu af starfi og stefnu flokk- anna og á 1 ljósi þeirrar reynslu að vera vorkunarlaust að velja á milli þeirra. Það verkefnið sem mest kallar að og óumflýjanlega verðurað fást bætur á, er hóflegri og skynsam- Iegri fjárstjórn og viðreisn atvinnu- | veganna, svo hægt sé að tryggja öllu vinnufæru fólki sæmilega at- vinnu og efla á þann hátt hagsæld þjóðarinnar. 1 augum allra alvar- lega hugsandi manna er þetta verkeíni svo mikilvægt, að þjóðar- heill krefst þess, að flokkaþrasið þoki til hliðar meðan úr þvi er leyst. Mjólkurbúsmál Önflrðinga. Eins og áður hefir verið skýrt frá I „VI.“ athugaði Jónas Kristj- ánsson mjólkurbústjóri á Akur- eyri skilyrðin fyrir væntanlegu mjólkurbúi Önfirðinga á Flateyri. Leizt Jónasi vænlega á málið og hvatti til framkvætnda. Er ráðgert að framkvæmdir hefjist með vor- inu. Er ætlunin, að byrja I frekar smáum stýl, en koma þó upp fullkominni mjólkurvinslustöð á Flateyri.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.