Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.12.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 30.12.1933, Blaðsíða 2
186 VESTURLAND Bæjarstjórnarkosningarnar Flokkarnir hafa nú lagt fram lista sína til bæjarstjórnarkosning- anna f janúar n. k. og eru þeir þannig skipaðir: A-listi (Sjálfstæðisflokkurinn). Jón S. Edwald, ræðismaður. Jóh. J. Éyfirðingur, kaupmaður. Finnbjörn Finnbjörnsson, málari. Gísli Júliusson, skipstióri. Sigurjón Jónsson, útbússtjóri. Elías P. Kærnesied, skósmiður. Björgvin Bjarnason, verksm.eig. Stefán Bjarnason, skipstjóri. Kristján Tryggvason, klæðskeri. Ásberg Kristjánsson, skipstjóri. Kjartan Ólafsson, verzlunarmaður. Ólafur Þorbergsson, vélstjóri. Hjaiti Jörundsson, skósmíðanemi. Páll Jónsson, verzlunarmaður. Harald Aspelund, kaupmaður. Bjarni Sigurðsson, skrifstofum. Ólafur Guðjónsson, útgerðarm. Elías J. Pálsson, kaupmaður. B-listi (Kommúnistafl.) Eggert Þorbjarnarson, verkam. Haildór Ólafsson, verkamaður. Eyjólfur R. Árnason, verkam. Ragnar G. Guðjónsson, verkam. Karitas Skarphéðinsdóttir, húsfrú. Karlinna Jðhannesdóttir, húsfrú. Sigurður Hannesson, bílstjóri. Ingimundur Steinsson, verkam. C-listi (Alþýðuflokkurinn). Finnur Jónsson, forstjóri. Guðm. G. Hagalfn, rithöfundur. Hannibal Valdemarsson, skrifst.m. Jón Sigmundsson, trésmiður. Eirikur Einarsson, hafnarvörður. Grimur Kristgeirsson, rakari. Guðm. G. Kiistjánsson, bæjarv.stj. Eirlkur Finr.bogason, vélsmiður. Unnur Guðmundsdóttir, húsfrú. Páll Kristjánsson, trésmiður. Haraldur Guðmundsson, skipstjóri. Halldór Ólafsson, múrari. Sigurður Guðmundsson, bakari. Jón Jónsson, frá Þingeyri, verkam. Ingimundur Guðmundsson, vélsm. Helgi Halldórsson, múrari, Pálmi Kristjánsson, dyrav. \ Þórleifur Bjarnason, kennari. Með tilliti til þess ástarids, Sem nú rfkir og rfki hefir að uridan- förnu um stjórn bæjarmálefnanha hjá krötúnum ættu állir bæjarbú- ar að sameinast um A-listann. Kjósendur geta og mega ekki fara eftir öðru um afstöðu sína við kosningarnar, en þeirra stað- reynda sem fyrir liggja. Þó krat- arnir lofi nú öliu fögru á nýjan leik og segist alt viija gera sem þeir hafa áður lofað og látið ógert, mega kjósendur vera vissir um að slíkt eru ekki nema almennar veiðibrellur þeirra fyrir kosning- arnar. í framkvæmdinni verður það naumast ekkert annað en ný loforð og ný svik. Hinir fráförnu bæjarfulltrúar A-listans viidu ekki gefa kost á sér til endurkosningar, nema J. S. Edwald, sem lét tilleiðast fyrir þrábeiðni margra fiokksmanna sinna. Skutull i gær lætur líta svo út, sem hinum gömlu fulltrúum hafi verið sparkað sökum þess, að þeir hafi verið of sanngjarnir og gæflyndir. Út af því er rétt að taka skýrt fram, að það var ein- göngu neitun þeirra sjálfra um að verða aftur í kjöri, sem réði því, að þeir voru ekki á listanum aftur. Steigurlæti og gort Skutuls i sambandi við C-listann er næsta broslegt. Hann segir m. a. svo: „Flokkurinn er albúinn til fastra átaka til þess að verjast vand- kvæðum þeim af völdum krepp- unnar, sem alþýða manna og ísa- fjarðarbær ekki hefir farið var- hluta af, fremur en önnur. sveit- arfélög, svo og til að hrinda i framkváemd þegar og geta leyfir þeim tveim stórmálum, sem mest eru aðkallandi, bátahöfninni og rafveitumáiinu." Kratabroddarnir eru nú búnir að vera 12 ár við völdhéríbæn- um. Þegar þeir tóku fyrst við átti strax að framkvæma rafveit- una, sem áður hafði verið undir- búin, en á þessum 12 árum hefir ekkert verið gert og útkoman væri en 0, þar sem stórum fjár- hæðum hefir verið eytt í ýmis- konar brask í ttíáli þessu. Verður vikið nánar að því síðar. Hinum ósönnu hnjóðsyrðum Finns forstjóra I garð J. S. Ed- walds, Elíasar J. Pálssonar og Sigurjóns Jónssonar munu þeir svara sjálfir, eftir því sem þeir telja þau svaraverð, svo Finnur mun ekki ofsæll af. Kemur þar enn ljóst fram hin venjulega bardagaaðferð Finns, að ræða ekki málefnin, en senda í þess stað persónulegar hnútur og hnjótsyrði, sem kítla lægstu hvatir manna. Svp er það bátahöfnin. Ætli ekki væri jéttara fyrir Finn að skygn- ast fyrst um í efnahagsreikningi Satnvinnufélagsins og bæjarsjóðs ísafjafðar áður en hann talar mikið um framkvæmd bátahafnar. Þar getur hann eflaust séð í spegli ýmiskonar ráðvendni sjálf síns og flokksbræðra sinna. Sem örlítinn vott ábyrgðartilfinningar, sem VI. mun hafa vakið, ber að skoða þann fyrirvara Finns um framkvæmdirnar „þegar og geta lepfir". Það er óbein játning þess ástands, sem þeir hafa skapað, og undir þann fyrirvara má skjóta öllum loforðunum, því hvenær verður hér nokkur geta, ef kratarnir halda áfram völdun- um í bænum. „Vesturland** vill ekki trúa því að óreyndu, að kjósendur láti blekkjast af fagurgala og flíru- látum Finns og hans nóta. Allir- bæjarbúar hafa fengið að kenna á afleiðingum ráðsmennsku þeirra undanfarið. Verkafólk á atvinnu- leysinu, sem krötunum var skyldn- ast að bæta úr, samkv. gefnum loforðum og höfðu öll ráðin til. Sjómennirnír á öllu sleifarlaginu um þeirra mál og aðrir bæjarbúar með margvíslegur afleiðingum ráðsmennskunnar, skattkúgun o.fl. Föstu tökin á umbótum, sem kratarnir lofa nú fyrir kosning- arnar verða sömu vetlingatökin og verið hafa á allri stjórn bæjar- málanna hjá þeim undanfarið. Sama eyðslan og sóunin og sama úrræðaleysið, þegar úr einhverju þarf að bæta. Stjórn þeirra kratanna virðist hafa eina fasta stefnu eða „föst tök“ eða stryk, ef Finnur vill held- ur orða það svo: Það er beint norður og niður.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.