Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.01.1948, Blaðsíða 5

Vesturland - 22.01.1948, Blaðsíða 5
VESTURLAND 5 0 Hefur skotið á þriðja hundrað hrefnur. Stutt samtal við Þorlák áJSaurum sjötugan. Ég liei'i aldrei i'hitt mig lengra á ævinni en milii Eyrar- reiðanlega bitur sannleikur. Það virðist hafa verið rikjandi hugsunarháttur á síðari tím- um, að ungir menn og konur hlytu að yfirgefa, sveit sina og átthaga, ef einhver dugur væri í þeim og vilji til þess að kom- ast áfram í lífinu. Því er nú komið sem komið er. En þessi liugsunarháttur verður að lireytast. Það getur ekki lengur gengið að unga fólkið flykkist allt burt úr sveitunum jafnskjótt og það hefir slitið barnsskónum. Okkur vantar unga. og djarf- huga menn og konur í sveitirn- ar, sem hafa óhilandi trú á landinu, og á því að íslenzk hændastétt og sveitamenning geti þrifist og eigi að þrífast í landinu. Alltof lengi hafa ís- lenzkar sveitir mátt sjá á el't- ir börnum sínum til kaupstað- anna, að því er virðist vegna þess að þau trúðu ekki á mátt hinnar íslenzku moldar. . Framfaratímabil landbún- aðarins er þegar hafið. Aldrei, þori ég að segja, hef- ir verið eins hjart fram undan í íslenzkum landhúnaði, með tilliti til aukinna þæginda og hverskonar framfara, og nú. Allstaðar hyllir undir fram- farirnar. Hversu mörgum sinn- um betur stöndum við ekki að vígi með dráttarvélina og öll þau tæki, sem lienni fylgja, en forfeður okkar með ristuspað- ann og rekuna, Landið er að miklu leyti ó- numið, og brýn þörf fyrir af- urðir þess. Þá væri íslenzkri sveitaæsku illa farið, ef lnin einmitt nú, þegar mesta fram- faratímabil, sem yfir íslenzkan landbúnað hefir komið, er að hefjast, legði niður vopnin. Undir því fengi liún ekki risið. Breytum kotunum í höfuðból. Djúpið okkar má ekki leggj- ast í eyði. Þar verður liver jörð að byggjast. Einnig þær, sem komnar eru í eyði. Gefum ekki of mikinn gaum að þeim röddum, sem telja skaðlaust að afskekktu „kotin“ fari í eyði. En vegna hvers er talað um kot? Ekki alltaf vegna þess að skilyrði séu þar ekki fyrir hendi, heldur vegna þess að þau hafa enn ekki verið nýtt. Flest „kotin“ okkar fela í sér möguleika stórbýlisins. Og vegna hvers eru jarðir af- skekktar? Vegna þess að okk- ur vantar vegi, síma o. s. frv. Allt þetta myndi smám sam- an koma, ef unga fólkið væri gætt eldmóði landnemans og settist að í sveitunum. Verk- efnin eru ótæmandi. Aukin tækni skapar aukin skilyrði. Islénzkur landhúnaður er að ýmsu leyti enn rekinn með gamaldags vinnuaðferðum. Við þurfum því að stefna að jiví með tilstyrk hinna nýju tækja, sem við erum nú að fá í hend- ur, að koma honunrí jiað horf, sem tímarnir krefjast og við getum við unað. Undirstaða landbúnaðarins er ræktunin. A margvislegan hátt er nú reynt að hvetja menn til mikilla átaka í þeim efnum. Er gleðilegt til þess að vita að mikill áhugi er nú vaknaður lijá hændum um að koma ræktunannálum sínum á traustan grundvöll, á sem allra skemmstum tíma. Þegar svo er komið að við hyggjum húskap okkar á rækt- un og fullkomnum og hagnýt- um viuuuaðferðum, |>á trúi ég ekki öðru en landbúnaðurinn eigi bjartri framtíð að fagna og muni framvegis skipa þann öndvegissess, sem hann hefir haft i íslenzku atvinnulífi frá upphafi. Hin aldagamla . islenzka sveitamenning má ekki liða undir lok. Hún á þvert á móti að el'last og endurnýjast í liin- um hressandi andhlæ frelsis og framfara, sem nú fer yfir land- ið. Með því móti verður hún þjóðinni það i framtíðinni, sem hún hefir verið henni um aldaraðir, og jafnframt traust- ur grundvöllur fj árhagslegs og menningarlegs sjáífstæðis þ j óðarinnar. Baldur Bjarnason, Vigur. dals og Saura. Var fluttur þriggja nátta gamall frá Eyr- ardal og hefi átt heima á Saur- um siðan. Þetta sagði Þorlákur Guð- mundsson, sem þann 7. desem- her s. 1. átti sjötugsafmæli, við mig, er við áttum stutt tal sam- an um daginn. Hann hefur í sjötíu ár húið á sama staðnum í Súðavíkurlireppi. Hann fædd- ist árið 1877 i Eyrardal en átti þar aðeins heima i þrjá sólar- hringa. Þá var hann íluttur í fóstur til önnnu sinnar, Mar- grétar Gísladóttur á Saurum. Þar ólst Þorlákur upp. Árið 1904 byggði hann þar hús og hjó þar með konu sinni, Marsibil Þorsteinsdóttur, sem ættuð var úr Borgarfirði. Áttu þau 4 hörn, Margréti, Karl, Kristján, sem öll cru nú húsett í Súðavík, og Guðmund, sem dó um tvítugt, einum degi síð- ar en Marsibil móðir hans. Hvenær byrjaðirðu á hrefnu- veiðunum? Það var árið 1914. Hefi stundað þær veiðar na>r óslitið síðan. Ég eignaðist vélhát árið 1907. Hvað hefirðu skotið margar lirefnur? Ég hefi ekki nákvæma tölu á þeim en þær eru sennilega eitthvað á þriðja hundrað. Þorlákur á Saurum eða hrefnu 'Láki, eins og hann stundum hefur verið kallaður er um ýmsa hluti sérstæður maður. Hann er vel greindur, liógvær og yfirlætislaus, sann- gjarn og góðviljaður. Hagur er hann vel og skytta afburða góð. Hefur hann auk hrefnuveið- anna stundað refaveiðar og legið úti á þeim veiðum og orðið vel til fangs. Þorlákur er veiðimaður af lífi og sál. Hann er einn þeirra manna, sem öllum þeim, er kynnast honum vel, þykir vænt um. Hann hefur ekki flutt sig mik- ið til um ævina en þó hefur hann alltaf verið á ferðinni. Hrefnuveiðarnar, sjósókn til fiskveiða, útilegur fyrir refum á vetrum og grenjavinnsla á vorin, hafa verið erilsamt starf. En þrátt fyrir langan vinnudag og ástvinamissi á Þorlákur samt töluvert eftir af hinni hóglátu kýmni sinni. Ég óska þessum aldraða vini mínum alls góðs á Iiinum efri árum hans. Undir jiá ósk munu áreiðan- lega margir taka. S. Bj. r Rétta orðið $ til að fá bezta viðbitið á borðið er að biðja ávalt um S T J ö R NUSMJÖRLlKI. Sólar- og stjörnu-merkin. eru trygging fyrir gæðum. Stúlkur óskast til fiskflökunar í vetur. Hraðfrystistööin Vestmannaeyjum Simi 103 ÞAKKARÁVARP. Þökkum vinsamlega öllum þeim, sem sgndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar Halldórs Halldórssonar, Bæjum. Guð blessi gkkur öll. Þorbjörg Brgnjólfsdóttir og börn. _____________________—______________________________________I Tilkynning Viðskiptanefndin hefur ákveðið hámarksverð í fiskfarsi kr. 5,25 hvert kíló. Reykjavík, 7. janúar 1948. Verðlag’sstjórinn. smásölu á

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.