Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1956, Blaðsíða 3

Vesturland - 24.12.1956, Blaðsíða 3
Séra Þorbergur Kristjánsson: Qólaltujleiðinj Jes. 9.6. Innan skamms verður jólagleðin hringd inn enn á ný — hátíðablær breiðist yfir bæ og byggð, og vér fögnuni og þökk- um þann atburð, sem orðinn er. Það er margt, er veldur vin- sældum jólanna, en ugglaust kemur það þó ekki sízt þar til greina, — þetta að þau eru hátið heimilanna öllum öðrum stórhátíðum fremur. Páskarnir skírskota til trúarinnar, — bjóða oss að taka þátt í sigurhrósinu, — sigurgleðinni, — birta oss endurlausn Krists algjöra og endanlega. Hvítasunnan eflir síðan von vora og vissu uin það, að vér sjálf megum öðlast hlutdeild í sigri páskanna. Vér höldum þá hátíðlegt afmæli kristinnar kirkju, þessa inikla samfélags, er sýnt hefur oss Krist og vill sameina oss uin hann. Vér minnumst þess þá, er Drottinn gaf kirkju sinni dýrar gjafir andans, er henni skyldu fylgja upp frá því, og vér eigum því einnig aðgang að. En jólin skírskota öllu öðru fremur til elskunnar, — til kærleikans. I‘au minna oss á upphafið, sem var þetta, að Guð elskaði oss og sendi því son sinn í heiminn oss til frelsunar. — Já, þau rifja upp fyrir oss fyrsta þáttinn í hinni undur- samlegu sögu endurlausnarinnar. Og þessi upphafsþáttur, — atburðirnir, er jólafrásögurnar greina frá, hefir í eitt skipti fyrir öll helgað heimilið, — amstur þess og ánægju, áhyggjur móðurinnar og elsku, ómálga barnið og umhverfi þess allt, — því að „barn er oss fætt“. Þ'annig hljóðar jólaboðskapurinn. Og hann orkar ekki á okkur, þessi boðskapur, sem einstak- linga ákveðinnar þjóðar, og ekki aðeins sem greinar á hinum mikla meiði kirkjunnar, — nei, hann orkar ekki hvað sízt á oss sem fjölskyldumeðlimi einfaldlega. Þessi boðskapur vekur oss ekki aðeins sigurgleði eða vonríka eftirvæntingu. Hann kveikir einnig með oss fögnuð og þökk íyrir það, að vér eigum ákveðið heimili með öllum þess helgu tengslum, og það undursamlega er, að þetta á alveg eins við um einstæð- inginn, já jafnvel þar, sem aðeins einn maður er á heimilinu, því að hann veit og finnur, að einnig honum er það fætt, barnið, er jólaboðskapurinn fjallar um. Um jólin er því yfir- leitt æði tóinlegt á vinnustöðunuin, — bátarnir bundnir við I^ryggju og búðir lokaðar. Allir, sem geta því við komið, orna sér við arin lieimilisins, og beint og óbeint varpar birtan frá jólaboðskapnum sérstökum blæ yfir hvert heimili að kalla, — styrkir og treystir fjölskyldutengslin, sem eru í senn aflgjafi °g yljandi skjól einstaklingsins og traustustu máttarstoðir ■ kristins menningarþjóðfélags. Birtan frá jólaboðskapnum brýzt gegn um svörtustu skugga, því að Guð er sjálfur gestur vor og breiðir blessun sína yfir fjölskylduhringinn, er hans eigin sonur eitt sinn gekk inn í og helgaði þannig í eitt skipti fyrir öll. Megi návist hans nú móta heimili yðar allra og veita yður í sannleika GLEÐILEG JÓL.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.