Vesturland - 24.12.1956, Blaðsíða 5
VESTURLAND
5
y
CA lýsincjk lljá \jðui í jóðu iatji ?
heppinn að eiga erindi í fyrrasum-
ar. Konan mín var með mér og
kom okkur saman um að taka bíl-
inn með og aka suður til Genf.
Vegirnir eru breiðir og góðir og
malbikaðir, einnig uppi í fjöllun-
um, en þar eru þeir sumstaðar
sprengdir inn í kietta og við sáum
þar aðvaranir „Varúð steinkast“.
Ekki var þó að sjá grjótkast á veg-
inum. Þama var sumstaðar mjög
fallegt. Sérstaklega þótti okkur
fallegt meðfram Genfarvatninu,
en vegurinn liggur suður vestur-
bakka vatnsins. Þar voru viða
ljómandi fallegir veitingastaðir
með útsýni út á vatnið. Við fórum
inn á einn slíkan stað til að fá
okkur mat. Við næsta borð sat
ensk hefðarkona með tveim ung-
um stúlkum, talaði frönsku við
þjónana og pantaði alveg ákveðin,
en þegar hún fékk sinn skammt,
hafði eitthvað skolast, annaðhvort
hjá henni eða þjóninum. Stúlkurn-
ar veltust um af hlátri en þjónin-
um stökk ekki bros frekar en vera
bar, sagði bara: „Þér báðuð um
þetta, frú mín“. Ungu stúlkunum
og okkur gekk hinsvegar ágætlega
og fengum bezta mat. Héldum við
síðan áfram veginn til Genfar.
Þegar við fórum að nálgast borg-
ina, námum við staðar og ég tók
upp nafnspjald hótelsins, þar sem
búið var að panta herbergi fyrir
okkur. Þá Víkur sér að bílnum
maður, ávarpar okkur á ensku og
spyr hvort okkur vanti eitthvað.
Ég spurði hvort hann gæti sagt
okkur hvaða leið við ættum að
halda á þennan stað í bænum.
Hann sagði að það væri hinumegin
við ána og lýsti þeirri leið sem
bezt væri að fara. Ókum við síðan
áfram gegn um miðborgina og í
áttina til þess hverfis borgarinnar,
sem hótelið var í, og fundum það
eftir nokkra leit. Hótelið var þá
svo yfirfullt að eigandinn varð að
koma okkur fyrir fyrstu tvo dag-
ana í einkaíbúð kunningja síns,
sem var í sumarfríi uppi í fjöll-
unum.
Þama var mjög fallegt við vatn-
ið og á skógi vöxnum hæðunum
*upp frá því. Við vatnið voru sund-
staðir og skemmtisiglingar bæði á
'segl- og vélbátum á vatninu. Þar
sáum við fólk æfa sig á skíðum
Opnið augun og lítið á, hvemig
ljósum í íbúð yðar er fyrir komið.
— Þér getið ekki ímyndað yður,
hve mikla birtu yður vantar.
—o—
Hér um bil ári eftir að Rogers-
fjölskyldan fluttist búferlum, rak
hvert óhappið annað á heimili
þeirra. Súsanna, litla dóttirin
þeirra hjóna, valt niður kjallara-
stigann og handleggsbrotnaði. Frú
á vatninu, brunandi á eftir vél-
toátum. Það er sagður ekki mjög
’mikill vandi en við höfðum þó
gaman af að sjá að sumum reynd-
ist það fullerfitt. Veðráttan var
ákjósanleg, hiti og sólskin á dag-
inn, en svalara á nóttunni.
Meðal þess sem við sáum þarna
var höll Þjóðabandalagsins, sem
stendur utantil við borgina, en þar
var þá einmitt ráðstefna á vegum
sameinuðu þjóðanna um friðsam-
lega notkun kjarnorku og einnig
hin mikla sýning, sem var í sam-
toandi við ráðstefnuna, í mikilli
sýningarhöll inni í borginni.
Ég hafði því miður ekki tíma
til að vera lengi á sýningunni en
skoðaði aðallega líkan af geisla-
lækningartæki, þar sem geisla-
magnað efni er látið svífa kring
um sjúklinginn svo sem mest
'geislaverkan verði á sjálft mein-
ið án þess að brenna húð sjúkl-
ingsins. Auðvitað sáum við þarna
líka úranium málmgrýti ýmis kon-
ar og allskyns mælitæki, sem voru
svo nákvæm að þau gáfu merki ef
úr með sjálflýsandi stöfum nálg-
aðist tækið. Þarna var líka alls-
konar töfrasmíði, sjálfvirkar vélar
O. s. frv., sem of langt yrði að
telja.
Dagarnir liðu þarna fyrr en
varði og þegar erindi mínu var
lokið flýttum við okkur í burtu til
að eyða þeim dögum sem við átt-
um eftir, þangað til skipið, sem
við ætluðum með færi heim, ein-
'hversstaðar þar sem ódýrara væri
en í Sviss.
Kjartan J. Jóhannsson.
Rogers var að hella heitu soði af
kartöflum í „vaskinn" og brenndi
sig svo mikið á hendinni, að hún
varð að fara í sjúkrahús og láta
gera þar að brunasárum sínum.
Jón litli kom einn daginn heim
úr skólanum með mjög laklegar
einkunnir, og fylgdi þeim sú
áminning, að hann þyrfti að end-
urtaka námið. Móðir hans varð
steinhissa. Drengurinn hafði alltaf
fram að þessu verið ágætur nem-
andi.
Herra Rogers skildi ekkert í því,
að allt þetta skyldi dynja yfir
svona hvað af öðru. Og nú tók
hann sjálfur að þjást af slæmum
höfuðverk. Að lokum datt honum
í hug, að höfuðveikin stafaði frá
augunum, og einn dag skrapp
hann inn til augnlæknis. „Ég er
hræddur um, að ég þurfi að fá
sterkari gleraugu," sagði hann.
Doktor Morris rannsakaði augu
hans nákvæmlega og kvað síðan
upp þann úrskurð, að það væri
ekert að athuga, hvorki við augu
hans né gleraugu.
„En, læknir, hvernig stendur þá
á því, að ég þreytist svo mjög í
augunum?"
„Sjáum til. Þér lesið mikið.
Augu allra þreytast, ef þau eru
ofreynd,“ sagði dr. Morris. „Þér
munuð þurfa betra ljós,“ bætti
hann við, ,,en gleraugu yðar eru
ágæt, og augu yðar eru alveg heil-
brigð.“
Rogers sagði, að verið gæti, að
ljósið væri helzt til dauft. En þeg-
ar hann átti að lýsa því nánar,
varð frásögn hans óljós.
„Þér gerðuð yður það ómak, að
láta skoða augu yðar,“ sagði dr.
Morris. „Hvers vegna ekki að gera
yður það ómak að skoða ljósaút-
búnaðinn?"
Þetta ráð virtist skynsamlegt, og
Rogers lét sér það að kenningu
verða.
Hann útvegaði sér bækur úr
bókasafninu og viðaði að sér bækl-
ingum um fyrirkomulag ljósa.
Hann undraðist margt það, sem
þarna kom upp úr kafinu.
Han lærði, að allríflegur hluti af
orku líkamans fer til sjónarinnar.
Ef lesið er stöðugt í 8 klukku-
stundir, fer til þess orka, sem
nægja mundi til að ganga 33 míl-
ur!!
Þegar ljósið er dauft, vinna aug-
un meira erfiði. Nú fór Rogers að
gruna, að óhöppin á heimilinu
kynnu að stafa af slæmri lýsingu.
Það var örðugt að trúa þessu.
Han var heldur ekki viss, en ekki
var hann óhræddur um, að ljósa-
kerfinu í íbúð hans væri eitthvað
átoóta vant.
Hann komst að þeirri niður-
stöðu, að gera mætti umbætur á
lýsingunni með mjög litlum kostn-
aði. Sumar lagfæringarnar kost-
uðu ekkert nema dálitla vinnu.
Hann uppgötvaði, að vandinn við
alla húsalýsingu er fólginn í þess-
ari höfuðreglu:
Sjáðu fyrir nægilegu ljósmagni,
sem dreifist þaimig, að hvergi
verði ofbirta né dimmir skuggar.
Nægilegt Ijós var það, sem
Rogers vantaði. Enginn þarf að
óttast, að birtan verði um of, því
að engar ljósaperur né ljósahylki
gefa of mikið ljós. Mannsaugað
þroskast úti, þar sem hádegissól-
in lýsir á við meira en 10.000 leik-
sviðsljós. Óvenjusterkur stofu-
lampi framleiðir hér um bil 50
kerta ljós.
„Á venjulegu heimili nú á dög-
um“, segir E. W. Commery,
„framleiða vinnuljós manna ekki
nema lítinn hluta þess birtumagns,
sem heilbrigð augu krefjast, ef
vinna skal eitthvað, sem ljósvant
er.“
Það, sem mönnum virðist vera
ofmikil birta, er ofmikill glampi
eða of skörp skil ljóss og skugga,
og þessi misskilningur leiðir til
margra galla á lýsingu húsa.
Húsbóndinn notar 30 vött við
verk, sem krefst 100 vatta, af
þeirri ástæðu, að stærri pera væri
„of björt“, en hún er ekki of björt
í raun og veru, heldur of lítið
hjúpuð eða klaufalega staðsett.
Augun stritast við að sjá, þegar
birtan er ekki nóg. Þau stritast
við að sigrast á glömpum og aftur-
kasti.
Ef maður lítur beint til sólarinn-
ar, þá er ljósmagnið óþolandi. Nak-
in ljósapera veldur augunum sömu
þrautum, aðeins í smærri stíl, og
sama gerir mynd hennar, sem end-
urkastast frá gljáandi fleti. Hér
kemur einföld tilraun: Haltu spegli
,ofan á tímaritinu, sem liggur á
hnjám þínum. Ef þú sérð spegil-
mynd ljósaperunnar, verður annað
hvort þú eða lampinn að færast úr
stað.
Þriðja aðal orsök augnþreytu,
auk ófullnæjandi birtu, er of skörp
skil ljóss og skugga.
Ef þú ert að sauma eða lesa á
björtum bletti í herbergi, en annars
staðar er dimmt, dregst ljósop
augnanna saman í birtunni, en
þenst út, þegar horft er í myrkrið.
Jafnvel þótt þú reynir að halda
þig fast við bjarta blettinn, og
ekki skeyta um dimmuna í kring,
þá getur þú það ekki. Augun eru
stöðugt að breyta sér, ýmist eftir
birtunni eða skugganum, það
þreytir þau mjög.
Ráðið við þessu er að jafna birt-
una í herberginu með meira ljósi
og hentugra.
Framhald á bls. 17