Vesturland

Årgang

Vesturland - 24.12.1959, Side 6

Vesturland - 24.12.1959, Side 6
6 VESTURLAND Gísli Kristjánsson, sundhallarforstjóri: Skyggnst við áramót inn liggur nú fyrir ofan mig ör- skammt frá landi. Og þá, án minnsta tilefnis, verð- ur bresturinn mikli og himininn klofnar yfir höfði mér. Girnið slitnar. Laxinn liggur kyrr í eina sekúndu eins og til að átta sig á hinum breyttu viðhorfum, svo buslar hann af stað. Án umhugs- unar flýg ég á hann, kasta mér yfir hann og hyggst ná á honum kverkataki. Nú hófst einvígi, sem ég mun aldrei gleyma. En því lauk á þann veg, að báðir héldu lífi, annar synti út í ána, hinn skreið í land. Þar mætti ég bílstjóra með ífæruna. -— Gerðu svo vel, hér er ífæran, segir hann auðmjúkur. — Já, þakka þér fyrir, það var þér líkt, bölvaður amlóðinn og ég búinn að missa stærsta lax, sem gengið hefir í þessa á, 30 pund að minnsta kosti. — 30 pund, segir bílstjóri var- færnislega. — Hvernig veiztu það ? — Hvernig veit ég það, ég veit bara, að hann var að minnsta kosti 30 pund. Það er enginn kom- inn til með að segja, að hann hafi ekki verið 35 pund, að minnsta kosti. — Jæja, segir bílstjóri. Svo verður hann allt í einu fyndinn og segir: — Ertu viss um að hafa misst hann. Hefurðu gáð í stígvél- in? — Éttu skít. Hann var 35 pund. En mér þætti gaman að sjá ykk- ur halda svona stórum laxi eins lengi og ég gerði, þrátt fyrir þau stórkostlegu óhöpp, sem ég varð fyrir. Ég fer úr stígvélunum og hvolfi úr þeim vatninu. Hinir tveir fé- lagarnir hafa vaðið yfir ána og eru komnir til okkar. Annar þeirra segir strax: — Þú tókst of fast á honum. — Tók ég of fast á honum? Svo, einmitt það. Heyrðist mér ekki rétt, að þú kallaðir yfir til mín áðan, að reisa stöngina? Heitir það á þínu máli að slaka? Ég frá- bið mig svona tali. Ég tók mátu- lega fast á honum. Hann var 35 pund. Um þetta og atvikin öll er rif- izt þar til hinir sofna um kvöldið, og byrjað strax um morguninn, þegar þeir vakna. Við dvöldumst þarna við ána í þrjá daga og veiddum sæmilega. Síðasta daginn veiddi bílstjóri 17 punda lax í fljótinu mikla niðri á eyrunum. 1 kjaftviki hans stóð stór fluga af gerðinni Blue Charm. Við henni hefir enginn gengizt enn í dag. í útvarpinu er nokkrar sekundu eftirvæntingarfull þögn, og svo slær klukkan tólf málmþrungin högg. Skipin þeyta flautur sínar og flugeldar svífa til lofts. Við sperrum hurðir og glugga upp á gátt til að sjá og heyra betur það sem fram fer. Þetta eru áhrifarík augnablik. Síðan lyftum við hátið- lega glösum vorum, ef við þá höf- um nokkur, og óskum hver öðrum sérstaklega góðs og gleðilegs árs, með þökk fyrir það liðna. Gleðilegt nýtt ár! Hvað felst svo í því? Friður og öryggi í heiminum náttúrlega. Og þeir sem eru sjúkir og eiga við mikla örðugleika að stríða, megi vænta þess að byrðin verði þeim léttari hið komandi ár en í fyrra. En við hinir sem heilbrigðir er- um, hvað höfum við í huga er við óskum hver öðrum, og ekki sízt sjálfum okkur, gleðilegs nýárs? Það getur nú verið margt, en trú- legt er þó að allmargir falli í þá freistni að óska sér einfaldlega meiri jarðneskra gæða, betri efna- hags. Að á næsta fjárhagsári verði lítið eitt meira eftir í launapyngj- unni þegar skattar og útsvör, mat- arreikningar, húsaleiga, ljós og hiti og önnur fastagjöld eru greidd. Ýmsir trúa auk þess á ein- hvern hvalreka í happdrættinu: bíl, hús eða hálfa milljón í pening- um og verður þar ætíð einhverj- um að ósk sinni og trú. Þeir sem grúska mikið í getraunum eru stundum happasælir, og þeir vona auðvitað þegar klukkan slær 12, að hið nýja ár megi færa þeim ekki minna en 12 rétta. Svo háar vonir gera sér þó ekki allir. Nokkr- ir eru mjög skynsamlegir í óskum sínum, og hafa kannske reiknað dæmið út, og vita þá alveg hvað þeir meina þegar þeir óska sjálf- um sér: „Gott og farsælt ár“ ná- kvæmlega 3% betri afkomu á næsta ári. Almennar ósbir. Ósk um frið á fiskimiðum er auðvitað almenn og sjálfsögð með- al íslendinga. Áhugi ungra hjóna, og raunar þeirra gömlu líka, er ætíð fyrir þægilegum íbúðum með sem ný- tízkulegustu húsgögnum. Nú á dögum geta menn sem bezt fyllt stofur sinar með fögrum húsmun- um, fyrir lítinn pening við mót- töku. Það gera hinir hagkvæmu verzlunarhættir. En eins og að lík- um lætur, dregur þó síðar að skuldaskilum. Þá þykir varla tiltökumál leng- ur þó menn geri sér von um að eignast bíl (ekki skrjóð) áður en langt um líður. Að eiga ekki bíl þykir núorðið hið mesta sleifarlag og afturhald. Enda í sumum lönd- um, gjamma hundar að gangandi fólki, þó þeir hinsvegar steinþegi ef skrautlegur Kádiljaki rennur í hlað. Þeim íslendingum fer líka ört fjölgandi sem eignast þetta Gísli Kristjánsson gljáfægða, næstum þrjú hundruð prósent skattlagða heimilistæki. Engir láta sér bregða þó stjórn- málaforingjarnir segi þjóðina baða sig í lúxuslífi og eyða meiru en hún aflar. En ekki er einhlít óskin um að eignast bílinn. Þar af leiðir auð- vitað krafa um betri vegi, helzt alveg holulausa vegi, til þess að þægindin að ferðast í hinu dýr- keypta farartæki geti talist við- unandi. Burtséð frá þeim sem staulast fótgangandi og möglunar- laust þerra af sér sletturnar. Tunglskotið. Hvað skyldi svo verða talið minnisverðast í heiminum á því herrans ári sem leið? Ætli það verði ekki, þegar þetta er ritað, í fremstu röð talið tunglskot Bússa, og tunglið hvað líka eiga að verða ferðamannaland. Persónulega munum við þó varla trúa á skemmtiferðir þangað eða búsetu, fyrst um sinn, eftir ljós- myndum þaðan að dæma. Spurs- mál er líka hvort venjuleg árslaun mundu duga fyrir fargjaldinu, því á bílnum sínum komast menn lík- lega ekki í bráð. En jafnvel þþ auð- velt væri að komast þangað upp, og tunglið væri efnislega eins og sumir héldi í gamla daga: einn gljúpur „góðostur", mundi það varla heldur vera mjög byggilegt, þar sem fljótlega mundu skapast erfiðleikar í verzlunarskiptum við jörðina, a. m. k. á fríverzlunar- svæðinu. Davíð í Firenze. Tunglskotið var sem sagt, merk- isatburður. En oft hafa ýmsir at- burðir gerzt sem mikla athygli vöktu á sínum tíma. Og svo mað- ur haldi sér aftur við jörðina: Þannig var það einnig þegar hin mikla stytta var reist í Firenzt af Davíð um árið 1500. Vakti sá at- burður slíkt umtal að bæjarbúar byrjuðu svo að segja nýtt tímatal og miðuðu allt sem skeði við þann atburð, lengi vel. Var 1959 merkisár á Islandi? Það var a. m. k. árið sem ís- lenzkt landslið náði fyrst jafntefli við Dani í einum knattspyrnu- kappleik á þeirra heimavelli. Tíma- mörk í íþróttinni sögðu þeir Is- lendingar ,sem vit höfðu á. Það var sama árið sem Anastas Mikojan, næst æðsti foringi Rússa steig fyrst fæti á íslenzka grund og spjallaði við helztu framámenn þar. Ekki sízt, var það árið sem ís'- lenzk alþýða og íhald sór með sér fóstbræðralag. Og mun það merki- legast tíðinda. Hátíðarvíma og góðar hugleiðingar. Auðvitað ætti helzt hver og einn að byrja nýja árið með góð áform í huga, en það heyrir þó, strangt fram tekið, ekki undir sjálfan nýársfagnaðinn. Það gæti spillt sjálfri hátíðargleðinni. En ákvörðun um að reykja minna, drekka minna, borða hóflega og leggja eitthvað í sparisjóðsbók, er eitthvað af því sem mætti hug- leiða í hátíðarvímunni á sjálfan nýársmorgun. Já víst munu það einnig góðar meiningar er svífa fyrir hugar- sjónum margra á hinu þögla and- artaki, áður en klukkan slær 12 við áraskiptin. E. t. v. eru það hug- leiðingar um hvort unnt sé að ger- azt örlítið skárri maður ná næsta ári, ekki kannske jafngóður og lieilagur páfi eða nokkur dýrðling- ur ,heldur bara ofurlítið vinsam- legri og hjálpsamari. T. d. eins og 3% tillitssamari, en árið sem leið.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.