Vesturland

Volume

Vesturland - 24.12.1959, Page 8

Vesturland - 24.12.1959, Page 8
8 VESTURtjAND Guðjón Kristinsson, skólastjóri: Horft nm öxl um og í Skálholti, hinum fomu biskupssetrum. Fyrsti skólamaður á Islandi var ísleifur Gissurarson biskup. í klaustrum þróaðist blómleg menn- ing, því að ábótarnir héldu venju- lega skóla við klaustur sín og höfðu sér við hlið margt lærðra manna. Enda þótt hér væri í raun og veru um æðri skóla að ræða, bárust menningaráhrif frá þeim drjúgum út meðal almennings í landinu. um vesaldómi. Fortölur hans hafa án efa verið erfiðar, en að lokum fékk hann því þó áorkað, að Lud- vig Harboe, kastalaprestur í Kaup- mannahöfn síðar Sjálandsbiskup var sendur til íslands. — Skyldi hann rannsaka ástandið þar. — Harboe er einhver bezta sending sem komið hefir frá Dönum. Hann og Jón Þorkelsson ferðuðust hér um landið á árunum 1741—1745. Gaf Harboe út fjölda tilskipana um skóla- og kirkjuhald, og var Nokkur atriði um frœðslu- og skólamál á íslandi frá fyrstu tímum og fram á miðja nítjándu öld. Nú er svo í þjóðfélagi okkar, að öllum börnum og unglingum er gert kleift að læra. Skólaskyldan er frá 7—15 ára aldurs víðast hvar, og á hverju ári er miklum hluta þjóðarteknanna varið til þess að veita æskulýðnum fræðslu. Á þessari skólaöld er hollt að horfa til baka — til fortíðarinnar og líta yfir farinn veg í þessum efnum. Þá var öldin önnur. Ungir menn brutust áfram til mennta og færri fengu að læra en vildu. Hugleið- ingar um fortíðina gætu orðið til þess, að ýmsir unglingar gerðu sér frekar ljóst hvað þjóðfélagið læt- ur þeim nú í té, að þeir sæju hverjar skyldur hvíla á þeim og kunni að meta og sýna í verki hvers af þeim er vænst. — Alþýðu- fræðsla á íslandi nú er með því bezta sem þekkist í heiminum. Þar með er þó ekki sagt, að menntun í víðtækri merkingu sé yfirleitt betri en hún var, jafnvel á mestu hörmungatímum hinnar íslenzku þjóðar. — íslendingar hafa ávallt verið fróðleiksfúsir, og menntaþrá þjóðarinnar hefir án efa fleygt henni yfir miklar hörm- ungar liðinna alda. Skólahald og menntun til siðaskiptanna. í stuttri grein verður að sjálf- sögðu eigi gerð fulkomin grein fyrir þróun fræðslu hér á landi á mörgum öldum, og verður aðeins stiklað á því stærsta. — Hefi ég haft til hliðsjónar ýmis heimildar- rit, en mest Sögu alþýðufræðsl- unnar á íslandi" eftir Gunnar M. Magnúss, rithöfund. Með Kristni má segja, að nýtt menningartímabil hefjist hér á landi. Þá fer tilveruréttur barna að byggjast á meiru en geðþótta for- eldranna. Hugmyndin um rétt hvers bams til uppfræðslu byrj- ar að skjóta rótum, þó í smáu sé. Að vísu voru hér, fram eftir öllum öldum engir skólar, nema æðri skólar. Fyrst í Skálholti, Odda, Haukadal og á Hólum og í klaustrunum. Síðar aðeins á Hól- Samkomur voru oft haldnar á menntasetrum, kom þangað fjöldi fólks, bæði ungt og aldið, sér til fróðleiks og skemmtunar. Þama var söngur, kvæðaflutningur og sögusagnir og fólk bar þetta svo með sér út um byggðir landsins. Þjóðveldistímabilið er eitthvert glæsilegasta tímabil í sögu ís- lenzku þjóðarinnar. Telja má full- víst, að alþýðumenntun hafi þá verið meiri hér en víða í nágranna- löndunum t. d. Norðurlöndum, Englandi og Þýzkalandi o. fl. stöð- um. En með 12. og 13. öldinni syrtir að. Þá er öld geigvænlegra flokka- drátta og innanlandsóeirða, Sturlungaöldin. Á þessari blóðugu öld glata Islendingar dýrmætasta fjársjóði sínum — frelsinu. — Fer ekki hjá því, að allt mennta- og menningarlíf í landinu hefir orðið fyrir miklu áfalli við slíkt, er fram liðu stundir. Skólamir féllu niður og voru ekki starfræktir um langa hríð. Spor í framfaraátt. Segja má að skólalíf hafi gengið ærið skrykkjótt allt til siðaskipt- anna, og fór oft eftir innræti bisk- upanna og áhuga þeirra á menn- ingarmálum. Og ekki er hægt að segja útlendu biskupunum það til hróss, að þeir hafi haft örvandi áhrif á menntalíf þjóðarinnar — þvert á móti. Með siðaskiptunum rofaði aftur til um stund. en brátt sótti í sama horfið. Síðari hluti 17. aldar var mesti hörmungartími fyrir lands- menn. Allt skólahald var þá í rúst- um. En eftir það fóru ýmsar vakn- ingaröldur að bæra á sér. Sá mað- ur, er mest og bezt gagn vann þessum málum á fyrri hluta 18. aldar, var Jón Þorkelsson, skóla- meistari í Skálholti. Er hann hafði verið skólameistari í 9 ár gat hann eigi lengur unað við hið óþolandi ástand. Árið 1736 sigldi hann á konungsfund. Hann lýsti fyrir konungi hve báglega horfði um Is- lands hag, ef fólkið væri látið grotna niður í fáfræði og andleg- nú um sinn hert á öllum kröfum um lærdóm og aga. En skólahald allt var mjög erfitt af mörgum orsökum. — Þjóðin var almennt svo niðurbæld af allskonar óáran og andlegri kúgun, einokun, hjá- trú og fátækt, að hún hafði lítinn áhuga á, að bæta menntunará- standið. Einnig var erfitt upp- dráttar í þessum málum sökum ósamkomulags milli stjórnarinnar og embættismanna. Harðæri og hörmimgar. Skólarnir áttu við mikla örðug- leika að etja, bæði fjárhagslega og á fleiri sviðum og þegar ný óáran lagðist yfir landið á seinni hluta 18. aldar í mynd fjárpesta, jarð- skjálfta og móðuharðindanna, versnaði ástandið enn til muna. Þar við bættist svo, að skólahúsin í Skálholti féllu í jarðskjálftunum. Biskupar vildu losna við skólana, og loks var ákveðið að flytja Skál- holtsskóla til Reykjavíkur, eftir að hætt hafði verið við að flytja alla ísl. þjóðina suður á Jótlands- heiðar, eins og til tals hafði kom- ið. 1 Reykjavík var byggt skóla- hús og þar hófst kennsla árið 1787. — Þessi skóli, Hólavallaskóli, starfaði svo í framhaldi af Skál- holtsskóla, en báðir hinir fornu skólar voru sameinaðir í þessari stofnun árið 1801. Skólinn komst í hina mestu niðurlægingu. Aðbún- aður allur var eindæma slæmur og árið 1804 var svo komið, að hætta varð skólahaldi. Og nú var skóla- laust á Islandi, nema hvað einn barnaskóli starfaði með 12 börn- um á Hausastöðum í Garðahreppi. Árið 1805 var svo Bessastaða- skóli stofnaður. Við þann skóla voru góðir starfsmenn, t. d. Hall- grímur Scheving og Sveinbjörn Egilsson. Um Bessastaðaskóla seg- ir dr. Páll E. Ólason m. a.: „Má það kalla sannmælt, að sá skóli hefir verið hin ágætasta lærdóms- stofnun sem Island hefir nokkru sinni átt.“ Eftir 40 ára starfsemi var skólinn fluttur til Reykjavík- ur. Haustið 1846 hóf svo latínu- skólinn í Reykjavík starf sitt. — Þetta er í stuttu máli hið helzta um skólahald æðri skóla fram á miðja 19. öld. — Margs og margra hefir ekki verið minnst sem skyldi. Margir voru þeir á fyrri öldum, sem voru brennandi af áhuga á þessum málum, og unnu mikið starf, þótt erfiður væri róðurinn og árangur minni en þeim hefði þótt æskilegt. Þessir menn voru helztir: Biskuparnir Gissur Ein- arsson, Guðbrandur Þorláksson, Jón Vídalín, Brynjólfur Sveinsson og Jón Árnason og Skúli Magnús- son, landfógeti. Marga fleiri mætti að sjálfsögðu nefna, en læt ég hér staðar numið. Barnafræðsla. Hér að framan hefir verið rætt um æðri skóla og æðri menntun einkum, sem, eins og drepið var á höfðu sín áhrif hjá alþýðu manna, og þau ekki alllítil. — En hvað er þá að segja um skipulega barnafræðslu fram á 19. öld, eða tilraunir í þá átt. Vitneskja manna um þau efni er mjög í molum. Skal hér nú getið hins helzta og verður það í hálfgerðu annála- formi. Árið 1277. Fyrirskipað skv. kirkjulögum, að hvert barn 7 ára og eldri læri trúarjátninguna, Fað- ir vor og bænina Ave María. Þessi ákvæði munu ekki hafa verið virt nema fyrst í stað. 1542. Fyrirskipun um að stofna barnaskóla í þrem klaustrum í um- dæmi Skálholtsbiskups. Fram- kvæmdir engar. 1575. Tilskipun um að djáknar skyldu kenna börnum fræðin á sunnudögum. Framkvæmdir litlar. 1635. Tilskipun um húsvitjanir. 1647. Viðreisnartillögur Gísla Magnússonar, sýslumanns á Hlíð- arenda (Vísa-Gísla), m. a. um skólastofnun á Þingvöllum. Úr framkvæmdum varð ekkert. 1655. Eitt elzta stafrófskver á Islandi kemur út. Hét það „Eitt lited stafrofskver fyrer Börn og Ungmenne“. Má af nafninu ráða, að alldönskuskotin hefir íslenzkan verið um þetta leyti. 1730. Frú Sigríður Jónsdóttir, ekkja Jóns biskups Vídalíns, gef- ur jörðina Hrafnstóftir til skóla- halds fyrir ungmenni. — Um svip- að leyti gefur Þorvarður prestur Auðunarson jörðina Kambshól í Svínadal í sama tilgangi. 1745. Fyrsti barnaskóli á Islandi stofnaður í Vestmannaeyjum. Af þeim skóla fara ekki langar sög- ur. Hann mun hafa verið endur- bættur 1750, en nokkrum árum seinna er hann kominn í kaldakol. 1759. Jón Þorkelsson'gefur eig- ur sínar til fátækra barna í Kjal- arnesþingi (Thorkilliisjóður). 1790. Konungsbréf um lestur bama og fræðslu þeirra. En

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.