Vesturland - 24.12.1959, Qupperneq 9
VESTURLAND
9
skömmu áður en það varð, kom
fram einkennileg tillaga frá Bjarna
rektor Jónssyni í Skálholti, um að
leggja niður íslenzka tungu. Setti
hann fram till. sína árið 1771, og
má fullvíst telja að sú till. hafi ýtt
undir ýmsa góða menn að spyrna
nú við fótum og hefja íslenzkuna
til vegs og virðingar á ný.
1791. Stofnaður Hausastaðaskóli
(heimavistarskóli fyrir 10—12
börn) kosatður af Thorkelliisjóði.
1798. „Balle“ lærdómskver fyrir-
skipað, samkv. Konungsbréfi, sem
hin einasta bók til barnauppfræð-
ingar á íslandi.
1812. Leggst Hausastaðaskóli
niður. Barnaskólalaust er þá í
landinu.
1830. Einkaskóli stofnaður í
Reykjavík með styrk úr Thorkellii-
sjóði.
1830. Rasmus Chr. Rask sendir
til íslands stafrófskver, er nefnist
Lestrarkver lianda heldri manna
börnum.
1847. Bænaskrá til Alþingis um
bamaskóla í Reykjavík.
1852. Barnaskóli í Stokkseyrar-
hreppi hefur starf sitt og hefir
starfað nær óslitið síðan.
1853. Lagt fram á Alþingi
frumv. til tilskipunar um stofnun
barnaskóla í Reykjavík.
1853. Stafrófskver handa minni
manna börnum kemur út.
1870. Barnaskóli tekur til starfa
á Akureyri.
1874. Stofnaður barnaskóli á
ísafirði.
Lengra held ég svo ekki í þess-
ari upptalningu.
Lestrar- og skriftarkunnátta
almennings.
Þá langar mig til að greina
nokkuð frá því á hvern veg almenn
menntun hefir verið á ýmsum öld-
um, einkum lestrai’- og skriftar-
kunnátta.
Um kunnáttu fólks t. d. á 14.,
15. og 16. öld er erfitt að fá fulla
vitneskju. En þó má telja nokk-
urnveginn víst, að fjöldi alþýðu-
fólks hafi þá verið læs og allmarg-
ir skrifandi. Margskonar handrit
og afskriftir sagna og kveðskapar
dreifðust þá um allt land. Og áð-
ur en nokkur bók var prentuð hér
á landi, lærðu menn að lesa á
handritin. Má þá gera ráð fyrir,
að margir hafi jafnhliða farið að
draga til stafs.
Dr. Páll E. Ólason hefir bent á
atriði, sem nokkuð má af ráða
hvernig skriftarkunnátta manna
hefir verið á 17. öld. Það eru und-
irskriftir bænda í hinum svonefndu
köllunarbréfum, sem voru gefin út
til handa presti þeim, er bændur
vildu hafa. „Slík köllunarbréf hafa
varðveitzt nokkuð“, segir Páll,
„t. d. bréf frá sóknarmönnum í
Miklaholtssókn, en þar mun mennt-
un almennings aldrei hafa verið
meiri en í meðallagi, — en undir-
rituð nöfn 11 manna, öll eigin-
hendi, ekkert handsalað.
í Skorrastaðasókn í Norðfirði er
ástandið verra. Þar eru af 22 nöfn-
um aðeins 5 rituð eigin hendi, en
17 handsöluð. 1 þessu sambandi má
einnig nefna hyllingarskjölin frá
1649, er þar í sumur hreppum
greinilega gersópað öllum bændum
til undirskrifta og eru nálega allir
skrifandi. Þessi örfáu dæmi, sem
hér eru tilfærð éftir dr. Páli draga
fram þá staðreynd, að í sveitum
landsins hefir skrift verið meira
eða minna um hönd höfð. — Ég
hefi aðeins nefnt 2 dæmi en dæm-
in er dr. Páll tilnefnir, eru hvaðan-
æva af landinu. — Það, að bændur
gátu skrifað nöfn sin nokkum
veginn lýtalaust, sannar að vísu
ekki mikið um skriftarkunnáttu al-
mennt, ef ekki mætti jafnhliða
benda á fjölda handrita, sem án
efa hafa verið rituð af alþýðu-
mönnum. Til eru frásagnir er-
lendra höfunda, sem styðja þá
skoðun, að margir íslenzkir al-
þýðumenn hafi verið læsir og
skrifandi á miðöldum. Absalon
nokkur Beyer, prestur og rithöf-
undur í Björgvin, sem hafði náin
kynni af íslendingum, segir í rit-
gerð um Island m. a. þetta:
„í þessu land (þ. e. íslandi) er
hraust þjóð, mennileg og frjáls-
mannleg, vel fallin til að læra alls-
kyns listir. Með þessari þjóð er það
almenn venja, að börnum sé kennt
að lesa og skrifa, bæði konum og
körlum, og ungum sveinum er
haldið að því að læra lögbók lands-
ins utanbókar, halda þeir báðum
höndum á baki sér og greina lög-
bókina alla eftir bálkum, þá eftir
kapítulum og inna síðan hvern
kapítula eftir greinum." Rit það,
sem þetta er tekið úr, er samið á
árunum 1567—-1570.
Er kemur fram á 18. öld virðist
lestrar- og skriftarkunnáttu held-
ur hafa hrakað. Hið helzta sem
stuðst verður við í því efni eru
skýrslur Harboes eftir að hann
hafði kynnt sér ástandið í þessum
málum í 4 ár. - Skulu hér tilfærð
ýmis atriði, er sýna ástandið í
ýmsum sóknum. Á Tjörn á Vatns-
nesi voru 19 börn, aðeins 8 læs.
Þess er ennfremur getið, að prest-
urinn þar sé því nær bókarlaus,
átti ekki Biblíuna. — 1 Glæsibæ og
Lögmannshlíð 32 börn, tæpur
helmingur læs, stúlkumar einkum
fákunnandi. Þingmúli í Múlasýslu:
100 sálir í söfnuðinum, þar af 70
ólæsir. — Þar stendur ennfremur
þetta: Presturinn hafði vanrækt
söfnuðinn, aðeins hirt um að
prédika. Dvergasteinn: 128 sálir,
85 ólæsir, 43 læsir. Presturinn
gamall maður, kvartar yfir fáfræði
og veraldarhyggju, en óskar þess
þó eins að fá tekjur sínar auknar.
Holt undir Eyjafjöllum: 347 sálir,
270 ólæsir, 77 læsir. Presturinn
hefir ekkert um söfnuðinn að
segja, hefir vanrækt störf sín og
er óheppilegur þjónn kirkjunnar.
Gaulverjabær og Stokkseyri: Fjöl-
mennasti söfnuður á íslandi: 970
manns, þar af 721 ólæsir, 249 læs-
ir.
Þessi dæmi eru tekin af verri
endanum, og mætti tína mörg fleiri
af svipuðu tagi.
Auk þess, sem þetta er skýrsla
um almenna kunnáttu í lestri, fá-
um við vitneskju um annað atriði,
sem sé það, að öll alþýðufræðsla
hefir verið eða átt að vera í hönd-
um prestanna. Prestar hafa víða
fengið mjög harða dóma í skýrsl-
um Harboes. Þess er getið, að þeir
hafi verið fáfróðir, snauðir af bók-
um (sumir áttu ekki einu sinni
Biblíuna), hirðulitlir og ólærðir.
Um marga er þess getið, að þeir
hafi ekki þekkt söfnuði sína, en
talið að ástandið væri viðunandi.
Þótt það hafi verið afleitt, að þeir
hafi verið montnir vindbelgir og
fimbulfambarar eða sofandalegir
og flutt algerlega óskiljanlegar
ræður. Enn er þess getið um mjög
marga, að þeir hafi verið siðspillt-
ir og drykkfelldir.
Nú skulu nefnd nokkur dæmi í
viðbót bæði af betra og verra tag-
inu. — í Möðruvallasókn í Eyja-
firði um 50 börn, flest læs. — I
Húsafellssókn í Borgarfirði 50
læsir, 25 ólæsir. — 1 Hítardals-
prestakkalli var rúmur helming-
ur fullorðinna læs, og árið 1797
voru þar aðeins 3 ólæsir. Vest var
ástandið í Hvammssókn í Norður-
árdal, þar voru 65 læsir, en 242
ólæsir, og á Borg á Mýrum 140
læsir en 300 ólæsir. — 1 Stranda-
sýslu virðist ástandið hafa verið
allgott. Sérstaklega í Staðarpresta-
kalli. Þar voru nær allir læsir.
BókaJkostur á lieiinilum.
Þá skal minnst á aðra rannsókn,
er Hallgrímur Hallgrímsson, fyrv.
bókavörður gerði, en hún er um
bókaeign íslendinga fyrir og um
aldamótin 1800. — Eftir heimild-
um húsvitjana og skiptibóka rann-
sakaði hann alla bókaeign rúmlega
1000 heimila. Bregður það ágætu
ljósi yfir þennan tíma.
Á einum 7 heimilum, af þessum
1000 er þess getið, að engin bók sé
til á bænum, enda voru húsbænd-
ur ólæsir. Vídalinspostilla var til
á yfir 900 heimilum og Passíu-
sálmarnir nærri á hverju heimili
og víða 2 eða 3 eintök. Aðrar bæk-
ur 18. aldar í almenningseign voru
helzt þessar: Grallarinn, Biblían
og Nýjatestamentið, Sjöorðabók
Vídalíns og föstuprédikanir, Hall-
grímskver, Sálmabókin og Fræðin.
Af dæmum hér að framan um
lestrarkunnáttu og bóka kost, má
sjá, að ekki hefir lestrarkunnátt-
an verið beisin, né um auðugan
garð að gresja í bókmenntunum.
En er við öðru að búast. Langvinn
ánauð og áþján leiguliða undir
Guðjón Kristinsson
höfðingja, innlenda sem útlenda,
drap dug úr fólkinu. Það átti
einskis úrkost um menntun og
frelsi eða fjárráð.
Sveitirnar kringum Bessastaði
lágu í margar aldir undir þungum
hnefa höfuðsmannsins og litlu
betra var innlent höfðingja vald
víða um land. Engin furða er því,
þó öreigarnir á þessum stöðum
hafi verið lengi að rétta úr kútn-
um og má heita merkilegt, að eigi
skyldi hafa tekizt að drepa niður
alla fróðleiksfýsn almennings.
Ný öld.
En það lifir lengi í gömlum
glæðum og nú reis ný öld, eftir að
myrkur og vonleysi hafði grúfað
yfir landi og þjóð. — 19. öldin
hófst.
Það var öld frelsis og vona. Þá
eignaðist þjóðin dugandi menn,
framsýna og framsækna. Fyrstur
kom Magnús Stephensen, sem með
ótrúlegum dugnaði vann að útgáfu
fræðslurita fyrir almenning, þrátt
fyrir skilningsleysi margra. — I
sömu andrá má nefna skáldið
Bjarna Thorarensen, sem orti
þjóðsöng 19. aldarinnar, „Eld-
gamla ísafold". Hann varð her-
göngulag í baráttunni fyrir frelsi
og betri kjörum.
Þá komu kvæðin „ísland, far-
sælda frón,“ „Ó, fögur er vor
fósturjörð" auk fjölda annarra
ljóða ,sem öll þjóðin nam og söng
af lífi og sál. Með því söng hún
í sig aukinn kjark. — Og með
vaxandi kjarki hófst sókn á sviði
mennta- og fræðslumála þjóðar-
innar. — Þeim fjölgaði stöðugt
sem lærðu að lesa, enda þótt
skriftin yrði út undan fyrst í stað.
Fróðleiksþorsti almennings var
mikill og þær fáu bækur sem út
komu voru lesnar upp til agna.
Þegar Bókmenntafélagið var
stofnað 1816 fékk það strax um
400 félaga og er Norræna fomrita-
félagið hóf göngu sína 1825 og
ákvað að gefa út fomsögurnar,
gerðust 1000 íslendingar áskrif-
endur að sögunum.
Er Ný félagsrit komu út fyrst
fengu þau strax um 550 kaupend-
ur. — Þetta sýnir að bókaútgáfu