Vesturland

Volume

Vesturland - 24.12.1959, Page 10

Vesturland - 24.12.1959, Page 10
10 VESTURLAND Friðrik Sigurbjörnason, Bolungavík: „Lángt fyrlr handan hafið salta gráa“ Bolungavík er framtíðarstaður. Yzt við Isafjarðardjúp, sunnan- vert, skerst hún inn víkin, sem er okkur svo kær, sem þar eigum heima. Bolungavík er nafn hennar, og við skulum ekki deila um það á þessum vettvangi, hvort skrifa á það Bolungarvík eða sleppa r-inu. Sumir segja, að þar sé elzta ver- stöð landsins, og fáar verstöðvar á landinu hafa reynzt jafnbetri yfir svo langan tíma, þótt sjómenn Bolungavíkur hafi mátt stríða við meira hafnleysi en ílestir aðrir sjómenn landsins, bæði fyrr og síðar. Bolungavík er ennþá kauptún, en íbúum hennar fer ört fjölgandi, byggingarnar rísa upp, hver af annarri, stórframkvæmdum hefur verið komið á fót, orkan er nægi- leg til iðnaðar og heimila, og þeg- ar sá tími kemur, að örugg höfn verður byggð í Bolungavik, mun þess ekki langt að bíða, að þang- að flykkist fólk, þá verði þar jafn- vel enn meiri atvinna en nú er og betri, því að fengsæl fiskimið eru þar nær en víða annarsstaðar á landinu. Bæði atvinnan og blómlegt menningarlíf, ásamt mikilli nátt- úrufegurð sameinast um að laða fólk að staðnum. Um allt þetta hefur verið marg- rætt og ritað, og hef ég því hugsað mér að hasla mér völl á sviði, sem ég hygg að fáir hafi áður reynt við, að reka að nokkru samband Bolungavíkur við skáldskap kunn- asta rithöfundar þjóðarinnar, Hall- dórs Kiljan Laxness. Það er ekki sagt því ágæta skáldi til hnjóðs á neinn hátt, að nokkrar af sögupersónum hans er auðvelt að þekkja héðan úr byggð- arlaginu. Auðvitað er ekkert hægt að full- yrða um efnivið skálda, þegar þeir skapa sögupersónur sínar, en hinu iiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiii var mjög vel tekið og þjóðin vildi bæta upp þekkingarskort margra alda. Hér skal nú staðar numið. Saga fræðslu- og menntamála frá því á síðari hluta 19. aldar og fram á okkar daga er sérstakur kafli. Eftir miðja 19. öld f jölgar skólum, barna-, unglinga-, kvenna-, bænda- og sjómannaskólar rísa upp. Und- irbúningur er hafinn að því að koma fræðslu almennings í fast form. Sú þróun er of yfirgripsmik- il til þess að henni verði gerð skil í þessari stuttu grein. verður ekki á móti mælt, að oft má kenna svipmót með þeim og íólki, sem raunverulega hefur lif- að í landinu. Kunnasta sögupersóna Kiljans er ef til vill Ólafur Kárason Ljós- víkingur, og þegar sögur KUjans um hann komu út, þótutst mörg þorp á landinu, jafnvel heilar sveitir, geta eignað sér Ljósvík- inginn í einu eða öðru tiUiti. Skáldið á Þröm. Það er þó ekki fyrr en bókin „Skáldið á Þröm“ kemur fyrir al- menningssjónir, að ekki varð um villzt, hvert KUjan sótti sinn Ljós- víking. Og það er ekki hægt annað að segja, að í meðferð Kiljans, hefur skáldið á Þröm öölast þá heims- frægð, sem því hlotnaðist aldrei í lifanda lífi. Magnús Hjaltason, en svo nefnd- ist Ljósvíkingurinn í kirkjubókun- um, var kennari hér í Skálavík ytri um árabil, og enn þann dag í dag er til fólk hér í Bolungavík, sem man eftir Magnúsi og þekkir sögu hans alla mæta vel. Þeir, sem voru honum samtíma í Skálavík vilja samt ekki skrifa undir allar lýsingar hans á með- ferðinni á honum ,enda varla von. Hann þótti um margt „guðs vol- aður vesalingur", sem varla var viðbjargandi. Og hér í sveit rataði hann 1 stærstu ógæfu lífs síns, sem kom honum að lokum í tugthús ,og hér eru enn við lýði mörg hús, sem hann dvaldist í, m. a. húsið, sem hann varð að híma utan fyrir frostkalt kvöld, og bíða eftir sýslu- manni, sem þá var sagt, að hafi setið að sumbli með kaupmanni á staðnum. Kennari í Bolungavík. Hér eru líka til skólabækumar undirskrifaðar af kennaranum Magnúsi Hjaltasyni, og það segir líka sína sögu, að eftir ógæfuvet- ur hans í Skálavík, neituðu flest- ir Skálvíkingar að senda börn sín til prófs um vorið, og sézt það glöggt á prófbókunum. Hér í Bolungavík eru enn á lífi öldruð hjón, sem skutu skjólshúsi yfir Magnús, unnustu hans og ung- an son, þegar Magnús átti í stærstu raunum sínum, þótt Bol- víkingar vilji hins vegar ekki fall- ast á þá mörgu úthýsingarstaði, sem Magnús getur um, og kemur að því síðar. Sagan af þessu er harla lær- dómsrik, og því tek ég hana upp í þessa grein úr dagbókum hans. „Ekki var gott að fá gistingu á Mölunum (í Bolungavík). Var okkur úthýst á átján stöðum, vor- um við að hrökklast með barnið frá húsi til húss fram á nótt, þang- að til við um síðir gátum fengið að vera hjá bláfátækum hjónum, Hjálmari Þorsteinssyni og Guð- björgu Sigurðardóttur." Og daginn eftir stendur þetta: „Ofsastormur á norðan. Svöng um kyrrt í Bol- ungavík. Fannst mér nú guðs hönd nokkuð stutt.“ Gestrisni Bolvíkinga. Því birti ég þessa sögu, að um margt er í henni missagt um gest- risni Bolvíkinga. Það gæti virzt ókunnugum lesanda, að heiðurs- hjónin Hjálmar og Guðbjörg hafi bjargað sóma íbúanna þá. — En húsakynni Bolvíkinga munu vafa- laust ekki hafa verið nein stór- hýsi á þeim tíma, enda þekki ég aðrar sögur héðan, sem sanna mér, að hægt var að finna að mörgu frekar hjá Bolvíkingum, heldur en skorti á gestrisni, og illa þekki ég þá afkomendur íbúanna, sem þá lifðu, ef þeir úthýstu vesalings ör- eiga og ógæfumanni í norðan- stormi og hríð ,eða létu hann svangan vera heilan dag, enda hefur jafnan nægur matur verið allskyns til í Bolungavík, bæði fyrr og síðar. Vel má vera, að beiskja Magnús- ar út í lífið allt hafi valdið skrif- um hans í dagbækurnar um fólk- ið í Bolungavík. Hitt er svo annað mál, þótt ekki komi það beint þessu máli við, ef einhvemtíma yrði skráð saga nið- ursetninga og hreppsómaga á Is- landi, einkanlega fyrrum, yrði það Ijót saga og fáum til sóma. Heyrt hef ég, að niðursetning- ur hafi gert þessar vísur, a. m. k. fyrir 1850 í Kelduhverfi: „Þegar ég geng út og inn og ekkert hef að gera. Hugsa ég um hringinn minn, hvar hann muni vera. Ef hann finna ekki má, upp þá rennur vorið. Huldufólkið hefur þá, hann í kletta borið.“ Isak, gamall maður ættaður úr Kelduhverfi, sagði Steini Emils- syni þessar vísur, sem sannarlega eru þannig lagaðar, að þær vekja menn til umhugsunar um þann at- burð, sem að baki þeirra liggur. En Halldór Kiljan kann þá miklu list að milda dóm sögunnar og sjá atburði hennar með augum snillingsins, og í Ljósvíkingnum er ekki svona sterkt að orði kveð- ið, þótt enginn vafi leiki á, að Kiljan hafi þekkt dagbókarskrif Magnúsar mætavel. Dagleið á fjöllum. 1 bók Kiljans „Dagleið á fjöll- um, kemur fyrir önnur persóna úr Bolungavík, en það er heimspek- ingurinn á Meiri-Bakka í Skálavík, Páll heitinn Jósúason, en skáldið heimsótti hann ásamt Vilmundi landlækni á ferðalagi þeirra fé- laga yfir fjöllin þau sjö. Sú frá- sögn hefur yfir sér geðþekkan blæ. Þar er útvegsbóndi, sem kann vel með höfðingjum að vera og hefur sérkennilegar skoðanir á lífinu og tilverunni, en saga Kiljans nær þó ekki til hinnar „hinnstu heim- speki“ Páls, þegar hann hvarf að heiman og sást ekki síðan, en sá atburður gerðist fyrir örfáum ár- um. Enn þann dag í dag eru lifandi börn Páls, bæði hér í Bolungavík og annarstaðar, og stúlkan, sem reiddi þá félaga yfir Skálavíkur- heiði til Bolungavíkur, lifir enn, og sumir þykjast kenna þar ein- Bolungavík

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.