Vesturland - 24.12.1959, Síða 13
VESTURLAND
13
Vil
bðkuni
og
brðsum
Mér datt í hug að gaman væri
að kíkja 'inn í húsmæðraskólann
og sjá hinar verðandi húsmæður
að starfi. Ég brá mér því út í
skóla og knúði dyra. Ein náms-
meyjanna kom til dyra og gerði
ég boð fyrir skólastjórann, Þor-
björgu Bjarnadóttur. Hún bauð
mér strax inn og leiddi mig í eld-
húsið. Þar var hópur ungmeyja
önnum kafnar við vinnuna. Ég
veitti því fljótt athygli að þær
voru að skera eitthvað út og
innti ég Þorbjörgu þá eftir því
hvað stúlkurnar væru að skera út.
Hún kvað þær vera að skera út
laufabrauð og kom ég þá auga á
stóran hrauk af laufabrauði hjá
stúlkunum. Ég tók Þorbjörgu tali.
Þið haldið ennþá þeim þjóðlega
sið að búa til laufabrauð?
Já, við tökum alltaf einn dag
fyrir jólin í laufabrauðsbakstur-
inn. Það er að vísu ekki vestfirzk-
ur siður að borða laufabrauð, en
norðanlands þykja það engin jól
ef ekki er bakaður heill stafli af
laufabrauði. Það er gaman fyrir
Vestfirðinga og Sunnlendinga að
kynnast þessum norðlenzka sið.
Og svo gefum við þeim aftur vest-
firzka skötustöppu á Þorláksmessu
og reynum að kynna þeim aðra
vestfirzka hætti í matargerð.
Verða margar stúlkur hérna í
skólanum um jólin?
Nei, ekki að þessu sinni. Þær
fara allar heim til sín og við lok-
um skólanum um hátíðarnar.
Komast þær virkilega allar heim
til sín?
Flest allar. Nokkrar þeirra fara
til kunningja sinna hér í nágrenn-
inu. Annars er það nú sjaldgæft að
við getum lokað skólanum um há-
tíðarnar. Það fer eftir því hvaðan
nemendurnir eru því að auðvitað
er þeim velkomið að vera í skól-
anum svo að þær þurfi ekki að
leggja í ferðakostnað til að kom-
ast heim til sín um jólin.
Er þá nokkur jólaundirbúningur
hjá ykkur?
Já, mikil ósköp. Það er alveg
eins og á stóru heimili. Áður en
stúlkumar fara höldum við svo-
kölluð litlu-jól.
Hvernig fara þau fram?
Það er nokkurskonar eftirlíking
af hinum raunvemlegu jólum. Við
bökum og brösum, búum til sæl-
gæti og laufabrauð, sjóðum hangi-
kjöt og setjumst síðan að krásun-
um.
Taka aðeins námsmeyjarnar og
kennarar þátt í þessum litlu-jólum
ykkar?
Nei, skólanefndinni er alltaf
boðið og svo líka stundakennur-
um.
Er þá ekki eitthvað gert til að
skemmta gestunum?
Jú, námsmeyjar æfa söng og
smá leikþátt, sem oft er þá efni
úr skólalífinu. Einn stór þáttur í
undirbúningi litlu-jólanna er út-
gáfa Jólablaðsins. Það kemur nú
út í sjötta sinn.
Hvernig er útgáfunni hagað? Er
það prentað eða fjölritað?
Nei, við höfum nú ekki gert
það, því venjulega kemur efnið á
síðustu stundu. Það er fært inn í
bók, sem skólinn á. Einhver nem-
andinn, sem góður er að teikna
gerir forsíðuna og skólaskáldin
leggja til efnið undir leiðsögu
kennara.
Eru þær margar hagyrðingar?
Nei, þær eru það nú ekki, en þó
skjóta oft upp kollinum sæmilegir
stílistar og jafnvel hagyrðingar.
Hvernig er félagslífi í skólanum
háttað? HaldiÖ þið ekki einhverjar
skemmtanir?
Við höfum kvöldvöku vikulega.
Aðra vikuna sjá námsmeyjar um
skemmtiefni en hina kennarar. Svo
höldum við okkar árshátíð, sem
almennt gengur undir nafninu
Grísagildi, frá gamalli tíð. Þá fá
námsmeyjar að bjóða herrum.
Hvernig verja þær frístundum
sínum?
Frístundirnar eru nú ekki mjög
margar á virkum dögum. Klukku-
tíma útivistarleyfi, sem þær eiga
að nota til útivistar. Svo eru helg-
arnar, en þá fá þær frí frá há-
degi á laugardag og fram á sunnu-
dagskvöld. Þær, sem eru áhuga-
samar í handavinnunni nota frí-
tímann til að sauma og vefa og
svo auðvitað líka til að lyfta sér
eitthvað upp á skemmtunum í
bænum. Ballleyfi hafa þær einu
sinni í mánuði. Tími til lestrar fyr-
ir utan námsbækurnar er lítill, en
ef þær hafa löngun til að lesa góð-
Ég v.ar á gangi í Hafnarstræti
þegar ég sá hvar Daníel Sigmunds-
son hvarf inn í smíðastofu sína í
húsi Jóns heitins Ólafs. Ég
smeygði mér inn á eftir honum til
að vita hvort hann gæti ekki lagt
okkur eitthvað til í jólablað Vest-
urlands.
Heyrðu Daníel, segðu mér eitt-
hvað skemmtilegt úr félagslífinu
hér í bænum á þínum ungdómsár-
um.
Ég minnist fyrst áranna, sem
ég starfaði í skátafélaginu Ein-
herjar með Gunnari Andrew og fé-
lögum mínum, sem þá voru í fé-
laginu.
Á þessum árum réðumst við í að
innrétta annan endann í Dagheim-
ilinu, sem bærinn eignaðist síðan.
Þangað fluttum við úr kjallar-
anum hjá Bárði Tómassyni í Tún-
götunni, en það herbergi sem við
höfðum þar kölluðum við Grenið.
Það nafn var svo á þeim vistar-
verum skátanna, þangað til þeir
eignuðust Skátaheimilið.
Innréttingarnar á Dagheimilinu
önnuðumst við alveg sjálfir. Man
ég þar sérstaklega eftir þeim Sigga
Baldvins, Erling Hestnes, Halla Ó1
og Halla Magg, Gísla og Magga
Kristjáns og svo auðvitað Gunn-
ari Andrew, sem alltaf var höf-
uðið.
ar bækur, þá er svolítið bókasafn
í skólanum, sem þær hafa aðgang
að. Og svo auðvitað dagblöðin.
Ég þakka Þorbjörgu fyrir sam-
talið og veittan beina. Þegar ég
kem út fyrir dyr skólans eru dá-
lítill hópur yngissveina á gangi
fyrir framan skólann í von um að
ungu stúlkurnar líti þá hýru auga.
★
Hvernig var starfinu svo háttað
hjá ykkur skátunum?
Fyrst og fremst var starfað í
flokkum, síðan voru útilegur,
ferðalög og skíðin á veturna.
Árið 1937 fórum við á fyrsta
landsmót skíðamanna, sem haldið
var í Hveradölum, svo að þetta
varð því fyrsta sveitin, sem fór
héðan á skíðalandsmót.
Um áramótin fórum við að æfa
undir þetta mót. Þá var farið af
stað klukkan sjö á morgnana, en
þegar líða fór að mótinu fórum við
af stað klukkan sex og urðum við
að fá frí úr vinnunni í einn tíma
og byrjuðum að vinna klukkan níu.
Þá vorum við búnir að hlaupa allt
framundir Valhöll eða fram á
Sandfell. Hverja æfingu enduðum
við með baði áður en við fórum til
vinnu. Þessum æfingum héldum
við áfram fram að mótinu, sem
var haldið um miðjan marz.
Þeir, sem fóru á þetta mót voru
Tryggvi Þorsteins, Halli Magg,
Maggi Kristjáns, Guðmundur Hall-
grímsson, Sigurður Jónsson (Þór-
ólfssonar) og Daníel, og svo bætt-
ist Bolli Gunnarsson í hópinn í
Reykjavík.
Síðustu dagana fyrir mótið
bjuggum við í Skíðaskálanum í
Hveradölum og vorum þar við æf-
ingar.
Þetta var dýr ferð á þessum
„Þar hamast Árni, Geiri, Danni“