Vesturland

Årgang

Vesturland - 24.12.1959, Side 15

Vesturland - 24.12.1959, Side 15
VESTURLAND 15 Frá Hvallátrum á Breiðafirði í*essi mynd er frá Hvallátrum á Breiða- firði. I»ar er búið miklu myndarbúi. í Hvallátrum er útsýni gott um hinn svip- mikla og fagra Breiðafjörð. En þó fagurt sé í Breiðafjarðareyjum þá hafa margar þeirra farið í eyði á undanförnum árum. Samgöngu- leysið og erfiðleikar með alla aðdrætti eiga þar að sjálfsögðu höfuðsökina. Byggð er nú aðeins í Hvallátrum, Svefn- eyjum, Skáleyjum og Flatey, en þar hefur fólkinu fækkað á seinni árum. Annar bóndinn í Hvallátrum Aðalsteinn Að- alsteinsson er mjög hagur smiður og smíðar hann báta á vetrum og þykja þeir traustir og góðir. Smíðahús hans er húsið næst sjónum, sem þið sjáið á myndinni. Frá Æðey Æðey við lsaf jarðardjúp er einhver fegursti staður á Vestfjörðum. Hér er mynd frá höfn- inni í Æðey og byggingum á eynni. Æðey hefur í aldaraðir verið eitt af mestu höfuðbólum Vestfjarða og er víðfræg fyrir fegurð sína og einstaka gestrisni húsbænd- anna. I áratugi liafa þar ráðið ríkjum þrjú syst- kini, Ásgeir, Halldór og Sigríður, en þau tóku við búi af foreldrum sínum Guðmundi Rósin- karssyni og Guðrúnu Jónsdóttur frá Arnar- dal. Eftir að Guðmuiulur féll frá 1906, bjó Guðrún með börnum sínum í Æðey um langt árabil. i-íííS-Síj Fljótavík Myndin sem hér birtist er tekin af Straumnesfjalli. Undan Hvestunni sést í ósinn, sem rennur úr Fljótinu. Yzti liluti fjalls- ins norðan Fljótavíkur heitir Kögur, en undir honum er Prest- vík. 1 Fljóti voru þrír bæir: Atlastaðir, Tunga vestan óssins í hvarfi við Hvestuna, og Glúmsstaðir framan við Fljótið. Hér er nú allt í eyði. I sóknarlýsingu 1847 segir að í Fljótum muni vera jafnverra veðurlag, en annars staðar á Islandi, „á sumr- um tíðast óþerrar með þokufýlu og stórslögum af norðri.“ Mikil silungsveiði var í Fljótinu, sem stundum var nefnt Fljótavatn, Glúmsstaðavatn eða Atlastaðavatn, og er sú veiði nú eign Reykvíkinga, eða leigð þeim. Miklar starengjar eru meðfram Fljótinu. (Ljósm. Ól. Gunnarsson).

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.