Vesturland


Vesturland - 31.10.1960, Blaðsíða 8

Vesturland - 31.10.1960, Blaðsíða 8
Ur bæ og byggð. Hjúskapur. Sóknarpresturinn á Isafirði hef- ur gefið saman í hjónaband; Jónínu Jakobsdóttur og Garðar Guðmundsson, Isafirði. Helgu Stigsdóttur, ísafirði og Ragúel Hagalínsson, Sætúni, Grunnavík. Þorgerði Hermannsdóttur, Hnífsdal, og Gunnar Valdemars- son, Heydal, Mjóafirði. Andlát. Kjartan Jakobsson frá Reykjar- firði í Grunnavíkurhreppi andað- ist að Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði hinn 16. sept .s.l. Hann var kvæntur Flóru Ebenezersdótt- ur. Gertrud Hasler, Mánagötu 1, andaðist hinn 10. þ. m. Hún var fædd 24. des. 1893 í Berlín í Þýzkalandi. Gertrud giftist árið 1921 Hans Hasler, bakarameistara, Hingað fluttu þau hjónin árið 1928. Frú Gertrud Hasler var hin mesta myndar og dugnaðarkona. Þau hjónin eignuðust tvö börn, sem bæði eru búsett hér á ísafirði. Auk þess ólu þau upp eina fósturdótt- ur. Sölvi Þorbergsson frá Miðvík í Aðalvík .andaðist í Keflavík hinn 11. sept. s.l. Hann var fæddur í Miðvík. Fluttist hann fyrir nokkr- um árum til Hnífsdals og bjó þar um skeið, en þaðan fluttist hann til Keflavíkur. Hann var kvæntur Sigurlínu Guðmundsdóttur og lif- ir hún mann sinn. Guðmundur Jónsson, fyrrv. póstur, andaðist að Elliheimilinu 8. þ. m. Hann var fæddur í Múla- hreppi í Barðastrandarsýslu 4. ágúst 1872. Bréfaskipti. Tvær ungar sænskar stúlkur langar til að eiga bréfaskipti við íslenzka pilta á aldrinum 18—20 ára. Báðar stunda stúlkurnar nám við Vimmerby Folkhögskola. Ut- anáskrift: Britt Marie Johansson og Kerstin Karlsson, Vimmerby Folkhögskola, Vimmerby, Sverige. Smokkfiski. 1 haust hefur verið ágæt smokk- veiði í Isafjarðardjúpi. Hafa bátar héðan úr Djúpi og frá verstöðvun- um í kring aflað ágætlega. Enn- fremur hafa bátar úr verstöðvun- um við Faxaflóa einnig sótt þess- lar veiðar hingað og aflað vel. Hæstu hásetahlutir munu nú skipta tugum þúsunda króna. Smokkurinn hefur veiðst inn um allt ísafjarðardjúp. Allt inn á botn Isafjarðar, inn fyrir Gjörfidal. Veiðunum er nú lokið. XXXVH. árgangur. ísaf jörður, 31. október 1960. 10.—11. tölublað. Zyitt al k Oeiiu tacji Hversvegna verða bæjarfulltrúar krata, framsóknar og kommúnista svona kindarlegir, þegar talað er um að girða bæjarlandið?------Krútsjov sýndi all undarlega siði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna m. a. með því að fara úr skónum og berja þeim í borðið.------Hvernig ætli Halldór frá Gjögri tæki sig út ef hann reyndi að apa þess- ar kúnstir eftir herra sínum á fundum bæjarstjórnar? ------Svífur að haustið. ------ Utvegsbankinn hefur ekki ennþá hafið byggingu á bankastjóraíbúðarhúsi sínu við Engjaveg. ------ Vélstjórafélagið kaus Kristinn D. Guð- mundsson, skrifstofustj. bæjarins, fulltrúa á þing A.S.Í. — Pétur Sigurðsson var ekki kjörgengur af því að hann hafði vélstjóraréttindi á vélar yfir 500 hestöfl.------Sam- kvæmt þessu er samlögð hestaflaorka skrifstofuvéla bæj- arskrifstofanna innan við 500 hestöfl.------Var samið um það í málefnasamningi krata, framsóknar og kommúnista að bókasafnið skyldi vera afgreiðslustaður málgagns kommúnista? ------ Smokkveiði hefur aidrei verið meiri en á þessu hausti.------Bátarnir búast til veiða með línu en erfiðlega gengur að fá mannskap.------Kommúnistar og fylgilýður þeirra, Framsóknarmenn, hrópa mikið um atvinnuleysi. ------ I fjárlagaumræðunum setti Eysteinn nýtt með í þeirri uppáhaldsíþrótt sinni að fara í gegnum sjálfan sig.------Fyrra metið átti hann sjálfur.------Hún lagast lítið umgengnin á sorphaugunum á Torfnesi. Guðbjorg Jónsdóttir Nokkur minningarorð. Guðbjörg Jónsdóttir lézt að Sjúkrahúsi Isafjarðar 19. sept- ember s.l. og var jarðsett frá ísa- fjarðarkirkju 29. sama mánaðar. Hún var tæpra 96 ára að aldri er hún lézt og hygg ég að hún hafi verið elzta kowan í þessum bæ. Guðbjörg var fædd 23. desem- ber 1864 í Innri-Hjarðardal í Ön- undarfirði og voru foreldrar henn- ar Guðrún Jónsdóttir og Jón Þórð- arson, en hann lézt er Guðbjörg var á öðru aldursári. Hún ólst upp með móður sinni og dvöldu þær lengi á Ingjaldssandi. Hingað til ísafjarðar kemur Guðbjörg fyrst 1886 og hér í Skutulsfirði átti hún heima síðan eða í 64 ár. Guðbjörg giftist 14. maí 1893 Jóni Bjarnasyni smið, en hann lézt fyrir sex árum. Þeim hjónum varð átta dætra auðið og eru þær: Margrét, ekkja Guðmundar Þorláks Guðmunds- sonar skipstjóra í Reykjiavík, María, kona Baldvins Þórðarsonar fyrrver. bæjargjaldkera hér, Sig- ríður, ógift, búsett í Reykjavík, Guðrún, gift Gísla Þorsteinssyni á Flateyri, Ólöf, gift Charles Bjarnasyni vegaeftirlitsmanni hér, Guðbjörg, gift Þorvaldi Guðjóns- syni í Keflavík, Herdís, gift Bjarna Sigurðssyni póstfulltrúa í Reykj- avík og Petrína, gift Sigurði E. Steindórssyni forstjóra í Reykja- vík. Guðbjörg Jónsdóttir var mikil dugnaðar- og mannkostakona. Hún stjórnaði í áratugi stóru og miklu heimili þar sem gestkvæmt var löngum. Allir, sem þekktu hana, virtu hana fyrir dugnað hennar, fórnfýsi og hlýhug. Líf hennar var ekki fléttað blómum og lífsþægindum frekar en þess fólks, sem þá var að alast upp. En hún var samt gæfukona. Hún átti margar dætur, sem reyndust henni vel Hún dvaldi um hríð hjá Mariu dóttur sinni og manni henn- ar og mörg síðustu árin hjá Ólöfu og manni hennar og naut hjá þeim öllum góðrar umhyggju. Nú er hún horfin héðan þessi góða og gamla kona eftir langt og mikið lífsstarf, en minning hennar mun lifa í hjörtum þeirra allra, er hana þekktu. Blessuð sé minning Guðbjargar Jónsdóttur. M. Bj. Sigurveig Jónsdóttir sextug Sigurveig Jónsdóttir Hlíðarvegi 17 hér í bæ átti sextugsafmæli 23. þ.m. Sigurveig er fædd á Hléskógum í Höfðahverfi í Eyjafjarðarsýslu og voru foreldrar hennar Helga Kristjánsdóttir og Jón Þórarins- son. Hún flutti á barnsaldri með for- eldrum sínum að Hvammi í Dýra- firði og ólst þar upp. Hún giftist Sigurði Pálssyni frá Vatnsfirði 23. maí 1926 og eiga þau hjón fjögur börn: Pál oddvita í Keldudal í Rípurhreppi í Skaga- firði, Sigríði, Helgu og Elínborgu allar búsettar hér í bæ, en eina dóttur á Sigurður frá fyrra hjóna- bandi, Arndísi, sem búsett er nú á Patreksfirði, og gekk Sigurveig henni í móður stað. Þau hjónin bjuggu góðu búi á Nauteyri iallt til vorsins 1953, en þá fluttu þau hingað til Isaf jarðar, þar sem heimili þeirra hefur síðan verið. Sigurveig er greind og dugleg kona, sem nýtur trausts og virð- ingar hvar sem hún er og hjá öll- um sem hana þekkja. Allt frá fyrstu kynnum mínum af henni, manni hennar og börnum hefur hún og þau öll fallið mér sérlega vel í geð og með okkur hefur staðið sterk og órjúfanleg vinátta, sem ég vona að megi allt- af lifa. Á sextugsafmæli hennar sendi ég og fjölskylda mín henni okkar hjiartanlegustu hamingjuóskir og við þökkum henni góð kynni og trausta vináttu, tryggð og hlýhug. M. Bj. Aðalfnndur Aðalfundur Sjálfsbjargar var n haldinn fimmtudaginn 27. október s.l. í herbergi félagsins í kjallara íþróttahússins. Trausti Sigurlaugsson, formað- ur félagsins flutti skýrslu stjórn- arinnar. Starf félagsins var með ágætum á árinu. Haldnir voru nokkrir fé- lags- og skemtmifundir og auk þess hafði félagið tvo bazara á ár- inu til fjáröflunar. Auk þess stóð félagið fyrir föndurvinnu vikulega. A árinu setti félagið upp vinnu- stofu. Þar vinna nú nokkrir félags- manna. 1 núverandi stjórn voru kosin: Ingibjörg Magnúsdóttir, formaður, Trausti Sigurlaugsson, varafor- miaður, Baldvin Þórðarson, Pálína Snorradóttir, Jóna P. Sigurðar- dóttir. Varastjórn: Guðmundur H. Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson og Bjarni Guð- mundsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.