Vesturland

Árgangur

Vesturland - 25.04.1963, Blaðsíða 4

Vesturland - 25.04.1963, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND | Ritstjórí og ábyrgðarmaður: ( j Guðfinnur Magnússon. \ | Afgreiðsla og auglýsingar: Jens Kristmannsson, í í Uppsölum, Hafnarstræti 12. Heimasími 327. s Baráttan er hatin ALÞINGISKOSNINGARNAIÍ liufa nú verið ákveðnar 9. júní í sumar. Kosningabaráttan er að hefjast um land allt. Sjálf- stæðismenn hafa ákveðið framboðslista sína í ölluni kjördæmum. Þeir ganga bjartsgnir til kosninga á grundvelli hinnar þjóðhollu og víðsgnu stefnu sinnar. Viðreisnarstjárnin hefur unnið mikið og merkilegl starf í þágu alþjóðar. IIún hefur ekki aðeins afstgrt því hruni, srm gfir vofði þegar hún tók við eftir upp- gjöf vinstri stjórnarinnar, heldur lagt grundvöll að meiri velmegun og framförum í þjóðfélaginu en nokkru sinni fgrr. Vígstaða Sjálfstæðisflokksins við þessar kosningar er þess vegna góð. ★ ★ ★ FRAMBOÐSLISTI sjálfstæðismanna í Vestfjarðakjör- dæmi er skipaður þrekmiklum og dugandi mönnum, sem allir Vestfirðingar þekkja. Þeir hafa allir tekið ríkan þátt í baráttunni fgrir hagsmunamálum Vest- fjarða á undanf örnum árum. Vestfirðingar vita að þeir hafa glöggan skilning á þörfum þeirra og bgggðarlaga þeirra. Þess vegna mun fólkið á Veslf jörðum fglkja sér um Sjálfstæðisflokkinn og vinna ötullega að sigri fram- boðslista hans. Tve.ir af rldri þingmönnum Sjálfstæðisflpkksins héi' vestrg eru nú ekki í (ramboði. Vesbfirzkir sjálfstæðis- nienti, þakka þeim Gísla Jónssgni og Kjartani J. Jóhannssgni af Iieilum hug starf þeirra og baráttu á liðnum tíma og óska þeim blessunar og farsældar i [rumtíðinni. ★ ★ * VESTFIRÐINGAR hafa á undanförnum árum sgnt Sjáljstæðisflokknum mikið traust. 1 sumarkosningun- um 1959 kusu þeir fjóra sjálfstæðismenn á þing af fimm þingmönnum Veslfjarða. öll kjördæmin hév vestra nema Strandasgsla kusu þá sjálfstæðisþingmenn. Þetla var vissulega mikill sigur, ekki sízl þegar þess er gætl að á kjörtímabilinu 1937—19i2 var enginn sjálf- stæðismaður á þingi f grir Vestfirði. Þegar hlutfállskosning var upp tekin gátu sjálfstæðis- menn ekki gert sér von urn að fá nema 3 þingmenn kosna hér á Vestf jörðum. Munaði aðeins 29 atkvæðum að þrír sjálfslæðismenn næðu kosningu haustið 1959. I þeim kosningum, sem nú eru framundan, miðar barátta sjálfstæðismanna á Vestfjörðum að því að fá þrjá þingmenn kosna. A því eru einnig miklir mögu- leikar, ekki síður en liaustið 1959. Þess vegna ber til þess brgna nauðsgn að allir sjálfstæðismenn leggisl á eitl um að herða baráttuna fgrir sigri framboðslista þeirra. ANDSTÆÐINGAR okkar sjálfstæðismanna liafa und- anfarið liaft uppi stöðugar illspár um óeiningu og ágreining innan raða okkar. Þessar illspár hafa fgrst og fremst bgggst á óskhgggju andstæðinganna. Það er einlæg ósk þeirra og þrá að innbgrðisdeilur veiki Sjálf- stæðisflokkinn, og glæði þar með þeirra eigin sigur- möguleika. En andstæðingarnir munu ekki sjá illspár sínar ræt- ast nú frekar en endranær. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkasta aflið í vestfirzkum stjórnmálum. Kjósendur hans og forgstumenn eru þroskað og dugandi fólk, sem berst fgrir góðum málstað af drengskap og heilindum. Þess vegna taka allir vestfirzkir sjálfstæðismenn nú höndum saman í einhugu baráttu fgrir sjálfstæðis- stefnunni, fgrir liinum mörgu aðkallandi hagsmuna- málum Vestfirðinga og fgrir lieilbrigðu og farsælu stjórnarfari í landinu. / þessum kosningum er mikið í húfi. Verðbólgu- og upplausnarstefna vinstri stjórnarinnar má ekki móta stjórnarfar okkar og efnahagstíf næsta kjörtímabil. Viðreisnin, efnahagslegt jafnvægi, aukning framleiðsl- unnar og vaxandi framfarir og umbætur í sveit og við sjó verða að halda áfrum. * ★ ★ VESTFIRÐINGAR, Fylkið vkkur um framboðslista sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum, tryggið ykkur forystu ungra og dugandi manna í baráttu ykkar fyrir hagsmunamálum byggðarlaga ykkar og heilbrigðu stjórnarfari á íslandi. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Iðgjaldahækkun Vegna hækkunar á daggjöldum til sjúkrahúsa o. fl., hækka mánaðariðgjöld til samlagsins í 60 krónur, frá 1. apríl 1963. SJÚKKASAMLAG ISAFJARÐAR. Bitreiðaeigendui á Vestfjörðom alhugið Hef fengið tæki til álímingiar bremsuborða. Fyrirliggjandi bremsuborðar á allar tegundir fólks- og jeppabifreiða, og minni vörubíla. ODDUR PÉTURSSON Seljalandsvegi 38 - ísafirði. Margrét lljarnailóltir Fædd 8. ágúst 1915 Dáin 3. marz 1963 Kveðjuorð. Margrét Bjarnadóttir ÞAÐ kom mér ekki á óvart, þegar landssíminn hringdi í mig sunnudagsmorguninn 3. marz, og mér var tilkynnt, iað Margrét Bjarnadóttir væri dá- in. Þó var eins og eitthvað brysti innra með mér, að svona skyldi vera komið, að ein mín bezta vinkona væri horfin okkur fyrir fullt og allt. Magga, eins og ég kallaði hana alltaf, var góðum gáf- um gædd og alveg óvenjulega heilsteypt og góð. Ég mun seint gleyma öllum þeim ánægjustundum, sem við áttum saman, og hve gam- an og gott var að koma á heimili þeirra hjóna, Guð- mundar Bárðarsonar og Möggu. Þær stundir verða okkur hjónum ávallt minnis- stæðar, og við þökkum þér hjartanlega fyrir allt og allt, Magga mín. Ég veit, að sárust er sorg- in hjá eiginmanni þínum og börnum að missa elskulega eiginkonu og móður, sem var svo mikið fyrir þau öll. Það skarð, sem þarna hefur verið höggvið, verður þeim seint bætt, en minningin um ást- ríka eiginkonu og móður verð- ur alltaf björt og lýsir fram á veginn. Ég bið þér guðsblessunar í þínum nýju heimkynnum, elsku Magga mín. En líknin ein er þaS í þraul ef þung oss reynast spor og kölcl og hrjóstrug klakabraul þrí kemur aftur vor. ★ ★ ★ Prentstofan ISRÚN hf. Þín vinkona Guðbjörg Guðjónsdóttir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.