Vesturland

Árgangur

Vesturland - 25.04.1963, Blaðsíða 5

Vesturland - 25.04.1963, Blaðsíða 5
VESTURLAND 5 Grunnavík i. Fyrrum var Guðslán í Grunnavík, gamli Jónmundur bjó á Stað, byggðin af viti og vilja rík, vinir og frændur gengu í Iilað. Séra Jónmundur sat á Stað sinnandi Guðs og manna þörf, mikill á velli og meira en það, minnugur vel um dagleg störf. Grædd voru tún og gert að búð, gott var til fanga hraustum lýð, lifað var undir lágri súð, líka stunduð hin nýja tíð. II. Mjög er nú skipt um kosti og kjör, kaldur gustur um naustin fer, nýlega sigldu sautján úr vör, siðan býr enginn maður hér. Enginn klerkur við kalli leit, köllun sína og hróður fann við að stunda hér bæn og beit, börnin að signa og gróandann. Utan við götur gulls og auðs gerðist hér hlutur nýr og smár þeirra sem áttu að afla brauðs, útnesja-setan lítt til fjár. Skipulags-mála- mundu ei par -mennirnir eftir Grunnavík nema skattana og skyldurnar; skelfing er þjóðin orðin rík. Aflögð er [)essi bænda-byggð, búskapur allur féll í tröð, strikað er yfir trú og tryggð, torfuna, garða og bæjarhlöð. Annars staðar við auðugri kjör eiga börnin að festa rót, gleyma feðranna velli og vör, varast við þúfu að steyta fót. III. Skipulag mála og jafnvægi í búskap og byggð er blessun og gróði sem þingmenn veita uin landið, þjóðinni allri er menningar-tilvera trjrggð töluvert önnur en brísið og votabandið. Við úrneðin stóru gleymist mörg Grunnavík og gerist fátítt að þangað sé hugsað og litið, athöfn fólksins og aðstaða gerist slík að engan varðar nú lengur um fámennisstritið. Nú gerast menn breiðir og strika út ætt sína og arf og afneita minning um þungan róður og byrði, gleyma þeim öllum, sem áttu sitt líf og staf um útnes og víkur norður við Jökulfirði. Nú hugsar enginn um feðranna för né stríð, og fótspor mæðra um túnið, hlaðið og bæinn, hvernig, var barizt við brhn og norðanhríð, og brosað, er voiáð fór sunnan, og lengja tólc daginn. IV. Um hallarstræti reikar roskinn maður, það reynir á að lúta borgarsiðum, norðan við Gjöll er Grunnavík og Staður og glaða-sólskin yfir Kvíarmiðum. bað tjáir ekki að tala neitt um það', tilveran neitar stundum öllum griðum. Byggðina þraut að eiga hann Jónmund að. — Ósköp er fátt af mönnum — stóruni í sniðum - Ósló, 19. nóvember 1962 Árni G. Eylands. IJj» bæ og byflfld Fermmfl í Isaíjarðar- Andlát. Margrét Jónsdóttir Auðuns, ekkja Jóns Auðuns Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns á ísafirði, andaöist í Reykjavík 12. marz s.l. nær 91 árs að aldri. Margrét heitin var fædd að Gerðhomrum í Dýrafirði 27. april 1872, dóttir séna Jóns Jónssonar og Sigríðar Snorra- dóttur, konu hans. Margrét heitin fiutti til Reykjavíkur árið 1947 ásamt manni sínum, en hann andað- ist árið 1953. Eftir lát Jóns heitins hefur Margrét lengst af búið hjá Auði dóttur sinni. Elísabet Guðmuudsdóttir frá Æðey, andaðist að heimili sínu, Barónsstíg 61, Reykja- vík 66 þ.m. Elísabet var dóttir hjónanna Guðmundar Rósinkarssonar bónda í Æðey og Guðrúnar Jónsdóttur frá Arnardal. Elísabet heitin var gift Jónasi Jónssyni frá Svansvík og fluttist með honum til Reykjavíkur, en þar andaðist hann árið 1939. Þau hjónin Jónas og Elísa- bet eignuðust ekki böm, en ólu upp tvær fósturdætur, Olgu Valdimarsdóttur, konu Jens Hólmgeirssonar, fyrrver. bæjarstjóra á Isafirði, og Guð- rúnu Lárusdóttur, systurdótt- ur Elísabetar, sem gift er Helga Þórarinssyni frá Látr- um, en þau búa nú í Æðey. uldal 9. júlí 1910, sonur Gunn- þórunnar Kristjánsd. Kröjer og Jóns Jónssonar, bónda og fyrrverandi alþingismanns. Jón heitinn vann lengi hjá Kaupfélagi Isfirðinga og var um skeið aðaibókari þess, eða þar til hann veiktist. Eftirlifandi kona hans er Rannveig Hermannsdóttir og eignuðust þau hjónin 4 dætur. Aslaug Jóhaunsdóttir, Jóhanns Þorsteinssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur andaðist í Reykjavík 4. apríl s.l. Áslaug heitin var lengi bú- sett hér á ísafirði, en flutti til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Gísli Þorbergsson Hlíðar- vegi 8, ísafirði, andaðist hinn 29. marz s.l. Hann var fæddur 16. ágúst árið 1870 í Skaga- firði og var því á 93. ári er hann lézt. Ilann var einn elzti borgari ísafjaröar. Ingibjartur Inghmmdarson, Fjarðarsti’æti 9, andaðist að Fjórðungssjúkrahúsinu á ísa- firði hinn 12. apríl s.l. Ingibjartur vai’ fæddur 18. júní 1880. TIL SÖLU er 25 ha. Universalvél í trillubát. Vélin er í góðu lagi. Hagstætt verð. Upplýsingar hjá Haraldi Jónssyni, Flateyri UIKJU 28. apríl 1963 kl. 2 e.h. Anna Guðmundsdóttir Asdís Sigríður Hei’mannsd. Ásta Jónína Gunnlaugsdóttir Elísabet Hrafixhildur Einarsd. Guðmxmda Ólöf Jónasdóttir Guðrún Helga Jónsdóttir Guðrún Helga Pálsdóttir Helga Þórunn Bjamadóttir Hermaxmía Kristín Halldórsd. Ingigerður Anna Guðmundsd. Jónína Elísa Guðmundsdóttir Ólína Lovísa Lúðvíksdóttir Sigi’íður Ragnarsdóttir Sigrún Viggósdóttir Sólveig Stefanía Kiistinsd. Steinuim Grímsdóttir Þorbjörg Svanbergsdóttir Árni Sigti’yggsson Baldur Jóhann Jóelsson Bragi Már Baldursson Guðbjartur Ásgeirsson Guðmundur Sig. Guðmundsson Guðm. Hrafnsson Hagalín Guðm. Elías Kjartansson Gunnar Reynir Bæringsson Harald Baarregaard Magnús Jóhaxmesson Samúel Jón Samúelsson Svanberg Kristinn Jakobsson Sveinn Guðmundsson Þorgeir Jón Pétursson Öm Bárður Jónsson Aflafréttir fnamhald af 8. síöu. Hávai’ður 140,9 18 Stefnir 139,8 23 Kvöldúlfur 17,0 7 Axel JÞorbjörnsson, verzl- unarmaður, andaðist í Reykja- vík 8. apríl s.l. Hann var fædd- ur 15. apríl 1910. Axel heitinn var búsettur hér á ísafirði um nokkurra ára skeið og rak þá verzlun- ina Björninn, en fluttist síðan aftur til Reykjiavíkur. Hann starfaði siðast í Heildverzlun Ásbjarnai’ ólafssonar. Svava Jóhannesdóttir, and- aðist á Akureyri 28. marz s.l. Hún var fædd á ísafirði 30. júlí árið 1887, dóttir hjónanna Jóhannesar Guðmundssonar, verzlunarmanns og Sigríðar Bjarnadóttur. Svava vann lengi við verzl- unarstörf hér á ísafirði hjá Edinborgarverzlun eða þar til Soffía systir hennar setti á stofn eigin verzlun á Isafirði, Soffiubúð, en þá vann hún hjá systur sinni. Þær systurnar, Soffía og Svava fluttu búferlum til Ak- ureyrar árið 1946. Jón Jónsson frá Hvanná andaðist á borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík 26. marz s.l. Hann var fæddur að Hvanná í Jök- TIL SÖLU. íbúð mín í Sundstræti 29, neðri hæð í vesturenda, er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Tilboðum sé skilað til mín fyr- ir 1. maí n.k. Bjarni Guðnumdsson, Sundstræti 29 - ísafirði. TRILLUBATUR. 2,7 að stærð með 8-12 ha. SN-vél. — Upplýsingar gefur Páll Haimesson, Bíldudal. Aöalfnndur Sjálfstæðiskvenfélagið „Þuríð- ur sundafyllir,” í Bolungarvík hélt aðalfund sinn sunndaginn 17. marz s.l. Frú Halldóra Helgadóttir, formaður félagsins, skýrði frá ársstarfinu, og hefur það verið með ágætum, eins og undan- farin ár. Þar sem frú Halldóra er á förum úr Bolungarvík gaf hún ekki kost á sér aftur við stjórnarkjör. I stjórn voru kosnar: Fríða Pétursdóttir formaður, María Haraldsdóttir, ritari og Sigrún Bolungarvík. Einar Hálfdáns (net) 306,6 24 Þorlákur 217,1 23 Heiðrún 169,3 20 Hugrún 151,5 21 Hnífsdalur. Mímir (lína og net) 222,2 13 Rán (lína og net) 169,1 22 Páll Pálsson 163,9 23 Einar 114,1 18 Isaíjörður. Guðbjörg (lína - net) 255,7 16 Guðbjartur Kristján 203,5 23 Hrönn 189,0 24 Ásúlfur 158,8 23 Guðný 156,7 20 Víkingur II. 152,9 23 Guðrún Jónsdóttir 145,4 19 Gunnvör 136,4 22 Straumnes 136,1 21 Gunnhildur 129,6 21 Borgþór 68,0 15 Öm 65,1 16 Gylfi 30,7 7 Súðavík. Trausti 147,1 24 Svanur 144,9 21 Óli 28,8 12 Bjarnadóttir, gjaldkeri. í vara- stjórn: Guðmunda Pálsdóttir og Margrét Guðfinnsdóttir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.