Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 07.05.1966, Qupperneq 1

Vesturland - 07.05.1966, Qupperneq 1
Ingvar S. VEITIIN ÞEIM HVILD - Ingvarsson: ÞEII ERU HENNAI ÞUIFANDI Um 12 ára skeið hafa Fram- sóknarflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og síðan kommún- istar, í sauðargæru Alþýðu- bandalagsins, borið alla á- byrgð á stjóm bæjarmálefna ísafjarðarkaupstaðar. Sam- starf þessara flokka hefur grundvallazt á þeirri megin- stefnu, að lítilsvirða augljós- an vilja samborgara sinna, sem úi'slit bæjarstjórnarkosn- inga síðan 1954 og reyndar fyrr, hafa greinilega bent til. Það er aukinna áhrifa Sjálf- stæðismanna á stjórn bæjar- málanna. — 1 þeirri viðleitni Hræðslubandalagsins hefur þó viljinn gjarnan verið mætt- inum meiri —. 1 síðustu bæjarstjómar- kosningum var samruni og samábyrgð þessara liðsodda orðinn svo alger, að lagzt var í eina sæng. Flokksforingjar- nir tóku sér það vald, að hræra saman liðum sínum og buðu sig fram á einum lista, H-lista. Hræðslubandalagslistinn var örvæntingarfull tilraun óttasleginna leiðtoga til að svindla sér völdin, vald- anna vegna, enn um hríð. Isfirðingar hafa sýnt þessum mönnum miltið langlundargeð og ótrúlega þolinmæði, sem þeim hefur láðst að virða og meta að verðleikum. En nú er þrekið þrotið hjá leiðtogum vinstri flokk anna og Hræðslubandalagið hrunið, af óttanum einum. Er ekki komin sú stund að bæjarbúar, sem borið hafa byrðarnar og kenna afleið- inganna af getuleysi þessara leiðtoga undanfarinna tólf ára, öðlist nú fullan skilning á volæði forustunnar. 1 blöðum Hræðslubandalags manna ísfirðingi og Skutli hefur gefið að líta svipmyndir af heilindum samstarfsins. Grundvöllur þess var ekki stórhuga framkvæmda- og uppbyggingaáform, sem þessir leiðtogar vildu sameiniast um, til hagsbóta fyrir bæjarbúa og bæjarfélagið. — Efling at- vinnulífsins í bænum og bætt þjónusta við bæjarbúa. Að- staða til betra lífs og skilyrði til þó ekki væri nema aðeins eðlilegrar fólksfjölgunar í bæ- num. — Nei aldeilis ekki — Samstarfsgrundvöllur sner ist um skiptingu valds og vegtylla milli þessara ridd- ara meðalmennskunnar. Um það fyrst og frernst, að tryggja sér völdin, vald- anna vegna. Og hvar er svo Isafjörður á vegi staddur? Hvers vegna skyldi fólk óska eftir að set- jast að hér fremur en ein- hversstaðar annarsstaðar. Hvað hefur þessi forustusveit Hræðslubandalagsins afrekað, bæði til að tryggja staðfestu hinnar uppvaxandi æsku bæjarins á bernskuslóð- unum, tryggja bænum starfs- viljugt ungt fólk og einnig Ingvar S. Ingvarsson það, að gera öðrum, sem mál- ið er óskyldara, fýsilegt að setjast hér að. Við skulum beita ýtrustu sanngirni í lauslegri athugun á þessu undirstöðuhagsmuna- máli bæjarbúa allra. Stærsta vandamál hinnar ungu kynslóðar, sem er að leita sér staðfestu í lífinu og vill gera það á traustum og varanlegum grundvelli er ann- ars vegar húsnæðismál, — það að eiga kost á íbúðarhús- næði, sem samrýmist kröfum þeim sem nú eru gerðar til þess — og svo atvinnuöryggi. Hver hefur forusta Hræðslu bandalagsins verið í þessum hagsmunamálum, sem frekast snerta unga fólkið í bænum, fólkið sem bæjarfélagið hlýt- ur að leggja höfuðáherzlu á að búa viðunandi lífs- og starf sskilyrði ? Frá því að Sjálfstæðismenn voru í forustu um bæjarmál- efni árið 1951 hefur fyrir for- ustu meirihlutans ekkert raun hæft verið gert í skipulags- málum bæjarins. Látið hefur verið í fáum orðum sagt, við það sitja, að láta hverjum degi nægja sínar þjáningar. Á sama tíma og önnur bæjarfélög hafa lagt höfuð- áherzlu á skipulagsmál sín og byggðir hafa verið, nær frá grunni, vel skipulagðir bæir, hefur ráðleysi handa- hófskenndra bráðabirgðaá- kvarðana markað veginn sem Hræðslubandalagið hefur far- ið um í þessu máli. Eftir ítrekaðar tilllögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- manna, var loks á árinu 1964 farið í nokkurri al- vöru að huga að skipulags- málunum og eftir því sem nær dró kosningum jókst áhuginn hjá meirililutan- um, þannig að nú munu liggja fyrir tillögur að skipulagi fyrir bæinn. Frekar ræði ég þessi mál eigi að sinni, en þeim mun af öðrum verða gerð ýtarlegri skil áður en dómur kjósenda fellur 22. maí n.k. Langt er orðið síðan þau bæjarfélög sem höfðu fram- sýna dugmikla forustumenn, sáu fram á að mjög einhliða atvinnulíf, jafnvel þó það gæfi bæjarbúum góða tekju- möguleika, við eðlilegar að- stæður, væri orðið ófullnægj- andi til að keppa um vinnu- aflið, við þéttbýlið sunnan- lands, sem m. a. byði upp á fjölbreyttari og því traustari atvinnuskilyrði. Það gamla orðtak, að sjálfs sé höndin hollust, er enn í fullu gildi, og það hefði for- usta Hræðslubandalagsins mátt hafa ríkt í huga, er þeir hugðu að hinu einhæfa atvinnulífi, sem ísafjörður hefur til skamms tíma búið við. Stefnuyfirlýsing Framsókn- armanna í Isfirðingi 30. apríl s.l. er samin af mikilli ná- kvæmni og fáu einu, sem glatt gæti dapran stuðnings- mann, er þar gleymt. — Nú skal tekið til starfa, rumskað við eftir 12 ára hvíld. Þar getur að líta eftirfarandi fyrirheit. „ATVTNNUMÁL Stuðlað verði að því, eftir því sem frekast er unnt, að efla og auka atvinnurekstur í bænum. Unnið verði að fjöl- breytni atvinnuveganna, og er þá iðnaðurinn sérstaklega í huga hafður —“ Þeim er ekki alls varnað forystusveinum Hræðslubanda lagsins — Framsóknarmönn- unum —. Og víst má segja, að betra sé seint en aldrei —. En hverjar eru svo stað- reyndirnar um byggingu iðn- aðar í þessum bæ. Forusta Sjálfstæðismanna í atvinnumálum Fyrir forustu Sjálfstæðis- manna, hefur á síðustu árum verið hafizt handa um bygg- ingu iðnaðar í bænum. Sú upp bygging hefur þegar borið þann árangur, að fólksflóttinn úr bænum hefur stöðvazt. Til þessarar uppbyggingar iðnaðarins hafa bæjaryfirvöld in og forysta Hræðslubanda- lagsins ekkert lagt. Þann hátt hafa sum bæjar- félög haft á, til að stuðla að nýjum atvinnugreinum og auk inni fjölbreytni í atvinnulíf- inu, að veita nýjum fyrirtækj- um viss hlunnindi, á meðan þau væru að komast yfir byrj unarerfiðleika, sem ætíð blasa ómældir við nýjum atvinnu- greinum. Engin slík boð hefur núverandi meirihluti bæjar- stjórnar Isafjarðar boðið. Það orð hefur hins vegar legið á, að flestir staðir aðrir en Isafjörður væru fýsilegri til stofnunar nýrra fyrirtækja Hefur þar örugglega ekki verið átt við landskosti eða aðstöðu frá náttúnmnar hendi heldur áhuga og skilnings- leysi bæjaryfirvaldanna. Það skyldi þó ekki vera svo, að Framhald á 4. síðu. Kosningaskrifstofa Si álf stæðisf lokksins er í Sjálfstæðishúsinu annari hæð símar 537 og 596. Hún verður opin alla virka daga frá kl. 10 f.li. til 7 e.h. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi er á sama stað. Sími 232. Utankjörstaðarkosning er hafin. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins, sein dvelur utan bæjarins og verður ekki heima á kjördegi, er beðið að hafa samband við kosningaskrifstofu flokksins. Veitið skrifstofunni allar þær upplýsingar sem geta orðið til að auðvelda undirbúning kosninganna og til aðstoðar við stuðningsmenn flokksins.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.