Vesturland

Årgang

Vesturland - 07.05.1966, Side 8

Vesturland - 07.05.1966, Side 8
TJIM® «sens) aTeszrFwzxnn ssmFssœwsMmrm Qóður afli íestfjar ðabáta i apríl Yfirlit Fiskiféiags ísfands Fréllir ór verstöðvunnm Gæftir voru góðar í apríl- mánuði og yfirleitt ágætur afli, en nokkuð misjafn, sér- staklega hjá netabátum, sem stunduðu nú eingöngu veiðar á Breiðafirði. Stóð fiskurinn mjög glöggt og misstu margir af veiði af þeim sökum. Línu bátamir við Djúp sóttu sinn afla aðallega á norður-svæðið, út af Skálavíkinni, Barðanum og Kópnum, en vestan-bátar- nir réru einnig suður á Látra röst. Afli línubátanna var nær eingöngu steinbítur. f apríl bárust á land í fjórðungnum 9.567 lestir, en á sama tíma í fyrra bárust á land 12.028 lestir. Þrátt fyrir góð aflabrögð, er aflinn nú minni í öllum verstöðvunum nema tveim, enda var upp- gripaafli allan apríl-mánuð í fyma, bæði á línu og í net. Heildaraflinn frá áramótum er nú orðinn 28.865 lestir, en var á sama tíma í fyrra 30. 395 lestir. Aflahæsta báturinn í fjórðungnum var Þrymur frá Patreksfirði með 487,9 lestir, en í fyrra var Dofri frá Patreksfirði aflahæstur með 504,2 lestir. Af línubátunum var Sif frá Súgandafirði afla- hæst með 211,6 lestir. Mestan afla frá áramótum hefir Fram nes frá Þingeyri 1.112 lestir, en í fyrra var Helga Guð- mundsdóttir frá Patreksfirði aflahæst með 1.427 lestir á sama tíma. Sif er aftur á móti aflahæst af línubátunum með 664 lestir. Meðalafli 10 aflahæstu bátanna er nú nokkru lægri en í fyrra eða 946 lestir, en var þá 1030 lestir. Nokkrir netabátar drógu upp net sín um mánaðamót- in, og verður nú farið að út- búa þá til síldveiða. Færa- fiskur var ekkert farinn að gefa sig til. Eru því aðeins fáir bátar byrjaðir handfæra- veiðar ennþá. Hins vegar eru nokkrir bátar byrjaðir hrogn- kelsaveiðar og hafa fengið sæmilegan afla. Aflinn í einstökum verstöðv- um: PATREKSF J ÖRÐUR: Þrymur ........ 487,9 1 14 r Jón Þórðarson 303,1 - 16 - Dofri......... 255,7 - 14 - Helga Guðmunds- dóttir ..... 215,3 - 11 - Sæborg........ 149,3 - 15 - Sæborg n .... 74,5 - 15 - Svanur ........ 64,8 - 12 - T ALKNAF JÖRÐUR: Sæúlfur ...... 291,6 - 12 - Sæfari ........ 185,5 - 12 - BILDUDALUR: Andri ........ 240,1 - 8 - Pétur Thorsteins- son ......... 209,4 - 11 - Þórður Ólafsson 1................69,2 - 9 - ÞINGEYRI: Framnes 477,1 - 13 - Þorgrímur .... 238,8 - 9 - Fjölnir/Ásgeir Torfason .... 179,2 - 10 - FLATEYRI: Hilmir II 1 193,9 - 17 - Hinrik Guðmunds- son 157,6 - 11 - Bragi 1 107,9 - 14 - Þorsteinn 1. .... , 89,3 - 13 - SUÐUREYRI: Ólafur Friðberts- son 265,6 - 11 - Friðbert Guðmunds- son 223,3 - 10 - Sif 1 211,6 - 18 - Stefnir 1 137,4 - 16 - Páll Jónsson 1. 133,2 - 17 - Barði 1 127,0 - 16 - BOLUN GARVIK: Guðmundur Péturs .... 422,9 - 12 - Hugrún ....... 302,2 - 11 Einar Hálfdáns 273,4 - 11 - Bergrún 130,8 - 10 - Heiðrún II 1. .. 106,0 - 17 - Heiðrún 1 80,9 - 13 - Húni 1 53,6 - 13 - Guðrún 21,8 - 6 - HNÍFSDALUR: Guðrún Guðleifsdóttir 345,8 - 13 - Mímir 240,7 - 10 - Páll Pálsson .. 121,5 - 9 - Pólstjarnan 1. .. 107,8 - 14 - ÍSAFJÖRÐUR: Guðbjartur Kristján .... 344,6 - 11 - Guðbjörg 265,9 - 12 - Guðrún Jónsdóttir .. 256,3 - 12 - Straumnes .... 219,4 - 11 - Guðný 1 170,5 - 18 - Hrönn 1 158,1 - 19 - Dan 143,9 - 10 - Gunnhildur 1. .. 134,5 - 15 - Víkingur II 1. . . 116,4 - 19 - Gylfi 22,0 - 5 - SUÐAVIK: Svanur 178,0 - 10 - Freyja 1 . 93 - 19 - Trausti 1 87,4 - 18 - HÖLMAVIK: Eingöngu stundaðar rækju og hrognkelsaveiðar. DRANGSNES: Eingöngu stundaðar rækju og hrognkelsaveiðar. FLATEYRI: Netabátarnir eru nú um það bil að hætta. Hinrik Guð- mundsson, sem legið hefur vegna bilunar undanfarna daga, fór út í fyrrakvöld. Línu bátarnir eru enn á veiðum, en afli hefur verið misjafn. Ililm ir II liefur fengið góðan afla að undanförnu, 9—14 lestir í róðri, en slæmar gæftir hafa liamlað veiðum hjá minni bát- unum. RAP SUÐUREYRI: Hér eru netabátarnir að hætta, en línubátarnir halda áfram veiðum út vertíðina. Ólafur Friðbertsson dró upp netin í gær, og Friðbert Guð- mundsson dregur upp I dag. Hann kom með 10 lestir í fyrrakvöld. Afli hans á ver- tiðinni er orðinn um 950 lest- ir. Dágóður afli er enn hjá línu bátunum, frá 7—10 lestir í róðri, en nokkuð misjafn. Veiðist mestmegnis steinbítur. Sif er komin með um 700 lestir á línuna. Hér hefur verið margt að- komufólk í vetur, 40—50 manns á bátunum og í frysti húsunum, og er það fólk nú að tínast í burtu. Mikil at- vinna hefur verið liér í vetur og afkoma fólks ágæt. Ver- tíðin hefur verið ágæt og afli sérstaklega góður og staðið jafnt. Gyllir hefur verið á grá- sleppu að undanfö.rnu og aflað ágætlega. Eru fleiri að búa sig á þær veiðar. Nokkur ó- vissa ríkir um verð á grásleppu hrognum. Er talið að fram- boð verði miklu meira en í fyrra og búizt við að einhver verðlækkun geti orðið af þeim sökum. Vegurinn hér um fjörðinn er sæmilega fær, en þó er enn mikill klaki í jörðu. Kalt er í veðri og næturfrost hafa verið að undanförnu og ekkert þiðnar til fjalla. P JÞ ÞINGEYRI: Netabátarnir eru nú að draga upp, enda afli orðinn tregur. Framnes mun vera aflahæsti báturinn á Vest- fjörðum með um 1130 lestir. Hefur Framnes fiskað mjög vel að undanförnu, fengið um 360 lestir á rúmlega tveim ur vikum. Skipstjóri er Krist- mundur Finnbogason. Færa- bátar eru að byrja, en afli liefur verið frekar tregur. Vegurinn kringum fjörðinn er sæmilega jeppafær, en miklar skemmdir urðu á veg- inum í skriðuföllunum sl. haust Verður mikið verk að lagfæra veginn. Mikill snjór er hér til f jalla og mikill snjór að sjá á Rafns eyrarheiði. Jó PATREKSFJÖRÐUR: Flestir bátarnir eru nú hætt ir á netum og fara að búa sig til síldveiða. Helga Guð- mundsdóttir liætti 3. maí og er komin til fsafjarðar til við gerða og hreinsunar og mun fara á síld um eða uppúr miðjuin þessum mánuði ef eitthvað fer að Iifna yfir síld- inni. Jón Þórðarson er með bilaða vél og þarf að fara til viðgerðar. Annars er búizt við að bátarnir haldi áfram til vertíðarloka. Nokkrir eru byrjaðir á hand færum á trillunum og hafa fengið sæmilega góðan afla. JA BILDUD ALUR: Báðir netabátarnir, Pétur Thorsteinssonog Andri, drógu Framhald á 2. síðu. Aflahæstu bátarnir frá áramótum til 30. apríl: 1. Framnes, Þingeyri ..................... 1112,0 1 42 r 2. Helga Guðmundsdóttir, Patreksfirði .. 1069,7 - 49 - 3. Jón Þórðarson, Patreksfirði ........... 1042,6 - 68 - 4. Guðbjartur Kristján, Isafirði ......... 1006,7 - 55 - 5. Sæúlfur, Tálknafirði ................... 940,3 - 43 - 6. Ólafur Friðbertsson, Suðureyri.......... 938,3 - 40 - 7. Dofri, Patreksfirði .................... 890,9 - 65 - 8. Guðmundur Péturs, Bolungavík ........... 860,3 - 27 - 9. Einar Hálfdáns, Bolungavík ............. 822,1 - 61 - 10. Hugrún, Bolungavík ..................... 779,2 - 37 - Aflahæstu bátarnir, sem eingöngu hafa stundað línuveiðar: 1. Sif, Suðureyri........................... 664,0 1 62 r 2. Hilmir II, Fiateyri .................... 550,4 - 57 - 3. Gunnhildur, Isafirði ................... 522,8 - 58 - 4. Hrönn, ísafirði ........................ 515,0 - 64 - 5. Guðný, Isafirði ........................ 502,7 - 62 - Aflinn í einstökum verstöðvum í apríl: (1965 í sviga) Patreksfjörður ...................... 1.551 1 (1.865 1) Tálknafjörður ......................... 477 - ( 787 -) Bíldudalur ............................ 519 - ( 561 -) Þingeyri .............................. 889 - ( 913 -) Flateyri .............................. 549 - ( 903 -) Suðureyri ........................... 1.179 - (1.140 -) Bolungavík .......................... 1.397 - (1.646 -) Hnífsdalur ............................ 816 - ( 981 -) ísafjörður .......................... 1.832 - (2.890 -) Súðavík ............................... 358 - ( 342 -) 9.567 1 (12.028 1) Jtanúar/marz 19.298 - (18.367 -) 28.865 - (30.395 -)

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.