Vesturland

Årgang

Vesturland - 07.05.1966, Side 4

Vesturland - 07.05.1966, Side 4
4 S3itGFsa-,£f»smxm tjtgefandi: Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi. Blðaðútgáfunefnd: Finnur Th. Jónsson formaður, Ósk ólafsdóttir, Jakob Þorvaldsson, Jónas Ólafsson, Ólafur Guðbjartsson. Bitstjóri: Högni Torfason. Bitstjórn og afgreiðsla: Uppsölum, sími 232. Prentstofan ísrún hf., lsafirði. flvirk bæjarstjórn Vinstriblöðin hér á ísafirði karpa nú í sífellu um það, hver beri „ábyrgð“ á því, að núverandi bæjarstjóri gegndi embætti út kjörtímabilið, í stað þess að Framsóknarmenn tilnefndu mann í staðinn á miðju kjörtímabilinu. Sverja allir af sér þá ábyrgð. Má af skrifum þessum ráða, að vinstriflokkamir telja það allir ámælisvert, að ekki skuli hafa verið söðlað um og vill nú enginn þá Bilju kveðið hafa, að láta bæjarstjórann gegna embætti út kjörtímabilið. Þetta er óskemmtilegt karp og verður að segja eins og er, að það er þessum flokkum sízt til sóma, að ófrægja aldinn heiðursmann á þennan hátt. „fsfirðingur“ er að gera því skóna, að Sjálfstæðismenn „níði“ bæjarstjórann. Bitstjóri þess blaðs, vonarpeningurinn í þriðja sæti á Framsóknarlistanum, er víst einn um slíka firru. En hann er samsekur bæjarfulltrúunum, sem ritstýra hinum vistriblöðunum, um það, að hefja deilur um bæjar- stjóraembættið og hvernig það var skipað síðari hluta kjör- tímabilsins, og þar með að ófrægja núverandi bæjarstjóra. Hitt er svo alvarlegt mál, að vinstriflokkarnir viðurkenna að hafa gert með sér leynisamning um samstarfið í bæjar- stjórn, og fara á þann hátt á bak við kjósendur sína og bæjar- búa almennt. Þá kröfu verður að gera til ábyrgra stjórnmála- flokka, að þeir komi hreint til dyranna og geri umbjóðendum sínum fyllstu grein fyrir því, á hvaða grundvelli þeir ætla að starfa að málefnum bæjarbúa, en forðast allt leynimakk. 1 samræmi við þetta leynimakk og pukur gerðu vinstriflokk- arnir bæjarstjórnina óvirka þegar í upphafi samvinnu sinnar fyrir átta árum. Þá var fjölgað í bæjarráði úr 3 í 5 og þar með var ísaf jörður orðinn eini kaupstaður landsins, þar sem meiri- hluti bæjarstjórnar átti sæti í bæjarráði. Var þetta gert til þess að fulltrúi kommúnista fengi sæti í bæjarráði, og hefur vafalaust verið eitt atriði í leynisamningnum. Niðurstaðan af þessu háttalagi er sú, að meirihluti bæjar- ráðs hefur getað ráðið til lykta öllum helztu málefnum bæjar- ins, en sjálf bæjarstjórnin hefur verið gjörsamlega hundsuð og aðeins kvödd saman til málamynda til þess að samþykkja formlega það, sem þegar er búið að afráða á bæjarráðsfundum. Vert er að vekja athygli á því, að almenningur hefur ekki aðgang að fundum bæjarráðs, og þar sem vitað er, að bæjar- stjórnin sjálf fær hvorki að gera eitt né annað í bæjarmálun- um, er áhugi almennings fyrir fundum hennar enginn. Með þessu móti getur hin fámenna klíka vinstriflokkanna, sem myndar meirihluta bæjarráðs, afgreitt sérhvert mál án þess að almenningi gefist nokkur kostur á að fylgjast með gangi mála. Þar með hefur meirihlutinn losnað við það aðhald, sem fylgir frjálsum umræðum á opinberum bæjarstjómarfundum, og þarf ekki að sæta gagnrýni fyrir málflutning sinn eða málatilbúnað. I raun réttri hefur stjóm bæjarmálanna þannig komizt í hendur þriggja manna, eins úr hverjum vinstriflokkanna, en 9 manna bæjarstjórn verið gerð óvirk og áhrifalaus. Veitnm þeim hvíld Framhald af 1. síðu broddar Hræðslubandalagsins hefðu gjarnan viljað áfram- haldandi næði til að vera — stórir karlar í litlum bæ -— en að sæta því hlutskipti að — verða litlir karlar í stórum bæ—. Þegar afsaka þarf aðgerða- leysi bæjarstjórnarmeirihlut- ans og litlar framkvæmdir, er því gjarnan borið við, að stilla verði útsvarsbyrðum á bæjarbúa í hóf. Vissulega er það virðingarverð viðleitni. En óafsakanlegt er það áhuga og skeytingarleysi sem for- usta bæjarins hefur gert sig seka í, að reyna eigi til hins ýtrasta, að efla atvinnurek- stur í bænum og fjölbreytni hans, m.a. til þess að skapa bæjarsjóði fleiri og traustari tekjustofna, en nauðþurftar- tekjur launþeganna í bænum geta orðið. En eins og áður hefur verið sagt, hefur ómakið verið tekið af Hræðslubandalaginu, — at- vinnumálakosningaloforð fram sóknar er of seint á ferðinni. Þeir menn sem engin hástefnd kosningaloforð hafa gefið, hófust handia um eflingu at- vinnulífsins í bænum og fyrir forustu Sjálfstæðismanna eru nú þegar starfandi fleiri iðn- fyrirtæki í bænum, sem fært hafa bæjarsjóði drjúgar tekjur og stóraukið atvinnu- öryggi bæjarbúa. Fleiri fyrir- tæki hafa verið undirbúin, sem hafa munu mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið, ef í þau verður ráðist. Þá gefast þeim mönnum sem gefa kosningalof orðin ómæld tækifæri til að sýna vilja sinn í verki til efnda á loforðum sínum nú. Úr hópi Sjálfstæðismanna eru einnig þeir menn sem unn ið hafa að því á undanfömum árum, að færa til bæjarins miðstöð inn- og útflutnings- verzlunarinnar fyrir Vestfirði. Hér er um mikilsvert hags- munamál ísafjarðar að ræða og einn sá vettvangur, sem loforð og orðin ein leiða til lítils, en örugg forusta gerir gæfumuninn. Forustulið Hræðslubandalags ins hefur undanfarin 12 ár, skort það sem mikilsverðast er þeim, sem ætla að láta eitt hvað gott af sér leiða og vinna að málefnum sem tii almenningsheilla horfa. — En það var trúin á, að jafnvel Isafjörður, sem minnk aði undir þeirra stjóm — en þó mest í þeirra eigin augum — ætti bjartari tíma fram- undan. En nú hafa þessir menn vaknað af værum svefni • • • volæðisins, og gera til þess tilraun að þykjast bæði vilja og geta það sem aðrir hafa þegar sýnt að er mögulegt. Uppgjöt' Hræðslubandalagsins Táknræn staðreynd um upp gjöf og volæði bæjarstjórnar- meirihlutans — hræðslu Hræðslubandalagsins- er ný- afstaðin afgreiðsla þessarar forustusveitar á f járhagsáætl- un bæjarins fyrir yfirstand- andi ár. Eftir að hinir „ábyrgu“ for- ingjar Hræðslubandalagsins, allir með tölu, höfðu í ræðum sínum lýst því yfir með drama tískum áherzlum og afdráttar lausum rökum, að gjaldaliðir fjárhiagsáætlunarinnar væru of lágt áætlaðir og gætu ekki staðizt, stóðu þeir rökvísu for ingjar saman um að sam- þykkja blekkinguna. Þeim var vorkunn ■— kosn- ingar voru á næsta leyti— og mikilvægust var á metaskál- unum, sú sannfæring þessara manna, að það yrði annarra hlutskipti að sjá um fram- kvæmd fjárhagsáætlunarinnar — Trúna á að kjósendur veittu þeim umboð til áfram- haldandi forustu um málefni bæjarins, höfðu þeir misst— þeir þóttust því í rauninni vera að afgreiða fjárhagsá- ætlun sem aðrir kæmu til með að þurfa að framkvæma. Um þetta sáLarástand Hræðslubandalagsins við af- greiðslu fjárhagsáætlunar- innar vitna Framsóknarmenn í skrifum sínum í síðustu blöðum ísfirðings. Um Alþýðuflokkinn segja þeir 23. apríl s.l. „Um Alþýðu flokkinn skal ekki fjölyrt í þessari grein. Eins og allir vita hefur fylgi lians farið minnkandi í bænum og allt bendir til þess að sú eðlilega þróun verði ekki stöðvuð". Um Alþýðubandalagið höfðu þeir eftirfarandi að segja I sama blaði „Um Alþýðubanda lagið skal það aðeins sagt, að þessu sinni, að það hefur engan möguleika til að fá mann kosinn í í bæjarstjórn- ina og eru því öll atkvæði, sem það kann að fá á glæ kastað“. — Þetta er dómur hinna ábyrgu leiðtoga í Framsóknar flokknum um samábyrgðar- menn sína í bæjarstjórninni-. Við skulum trúa þeim og taka dóm þeirra hátíðlega, en óumflýjanlega hlýtur hlut- skipti þeirra að verða hið sama og samstarfsmanna, því að undan samábyrgðinni á stjórn bæjarins undanfarin 12 ár komast þeir ekki. Táknrænt dæmi, og þess vert að hafa það í huga, varðandi vinnubrögðin í bæjarstjórn ísafjarðar, er samþykkt bæjarstjórnar- innar á tillögu Sjálfstæðis- manna frá 23. marz s.l., sem þeir reyndar hafa flutt áður, eða fyrir hálfu öðru ári síðan, um undirbúning og skipulagningu á verk- legum framkvæmdum bæjarins. — Þá reynast ráð Sjálfstæðismanna heilla drýgst fyrir bæjarbúa, þegar volæði og aðgerðar- leysi meirihlutans hefur kostað bæjarsjóð stórfé og ómetnar tafir. En tillögur um leiðirnar sem Sjálfstæð ismenn hafa bent á til hag- sýni og heilla liafa helzt þurft að tefjast svo, að meirihlutinn gæti flutt þær sem sín mál síðar. Hún er hvíldarinnar þurf- andi, forusta Hræðslubanda lagsins. Það verður gæfa bæjarins okkar að veita þeim hvíldina 22. maí n.k. en fela forustuna þeim, sem hafa trúna á framtíð bæjarins, Sjálfstæðismönn- um, sem hafa hafizt handa og þegar fært bænum og íbúum hans mikilsverðar framfarir — þrátt fyrir skilningsleysi og dáðleysi Hræðslubandalagsins. Ingvar S. Ingvarsson. Atvinnurekendur á Isafirði og nágrenni Til álita kemur, að vanur verzlunarmaður úr Beykja- vík flytjist til ísafjarðar og taki að sér bókhaldsvinnu, ef nægur áhugi er fyrir hendi. Skilyrði er þó, að gott húsnæði fyrir stóra fjölskyldu sé fyrir hendi. Lysthafendur sendi fyrirspurnir sínar merktar „TBÚNAÐAEMAL“ í P. O. Box 38, Kópavogi og mun þá verða haft samband við þá. ()

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.