Vesturland

Årgang

Vesturland - 07.05.1966, Side 3

Vesturland - 07.05.1966, Side 3
3 Högni Þóröarson: Slagorðagrýla ísfirðings er orðin gatslitin ísfirzbir kjósendur munu styðja framfarastefnu Sjálfstæðisflokbsins Ritstjóri ísfirðings hefur nú lagt hlutlausu gleraugun sín á hilluna, en í þeirra stað sett upp kosningagleraugu Fram- sóknar. Þetta liefur þau álirif á þennan dagfarsprúða mann, að hann sér atburðina í öðru ljósi en aðrir. 1 leiðara 7. tbl. Isfirðings tekur ritstjórinn til við að kyrja eftirlætissöng sinn um forustu Sjálfstæðisinanna í bæjarmál- um á áriinum 1946—’51. Niðuiiifsstefna kratanna I'egar Alþýðuflokkurinn missti meirililuta í bæjarstjórn ísaf jarðar árið 1946 eftir 24 ára stjórn á bæjarfélaginu, glöt- uðu þáverandi forustumenn flokksins um leið gersamlega valdi á pólitískum skapsmunum sinum. Allt var gert til þess að gera meirililutanum sem erfiðast fyrir og torvelda störf bæjar- stjórnarinnar. málefnum bæjarfélagsins, framtaksleysi, stöðnun og fálm á öllum sviðuin og fjárvana bæjarsjóður“. Ennfremur söngur- inn um ógreidda matarreikninga og drátt á greiðslu vinnu- launa. Stuðningur við útgerðina Þegar Sjálfstæðismenn tóku við forustu bæjarmála í árs- byrjun árið 1946 var erfitt atvinnuástand hér á lsafirði. Hér voru að vísu gerðir út allmargir myndarlegir vélbátar og báta flotinn var aukinn með kaupum á fimm svokölluðum Svíþjóðar bátum. Bæjarsjóður lagði fram 37.500 krónur til livers báts eða samtals 187.500 krónur. Ritstjóri ísfirðings getur svo liæglega umreiknað uppliæð þessa til verðgildis peninga í dag, um leið og liann getur þess Högni Þórðarson Bæjarfulltrúar kratanna lilupu af bæjarstjórnarfundum, klöguðu og kærðu til félagsmálaráðherra og skrifuðu níð- greinar í Skutul og Alþýðublaðið. Þeir settu sig á móti öllum framkvæmdum og framfara- inálum og reyndu að gera afgreiðslur mála í bæjarstjórninni tortryggilegar með sífelldu narti og nagi, og gættu þess vand- lega að vera helzt aldrei sammála meirihlutanum. Verkfræðingurinn kvaddi Hér starfaði ágætur danskur verkfræðingur, Chr. Högh- Nielsen, sem vann liér ágæt störf við undirbúning og stjórn verldegra framkvæmda, og kom liér á góðu lagi í skipulags- og lóðamálum. Islenzkir verkfræðingar og arkitektar liafa farið viðurkenningarorðum um störf þessa danska verkfræð- ings hér. Þessi ágæti maður taldi sig ekki hafa starfsfrið hér vegna narts og ósamlyndis og flutti liéðan. Hann er nú viðurkcniulur sem frábær verkfræðingur í Kaupinannahöfn. Á mála hjá krötum Almenningi varð Ijóst, að stefna Alþýðuflokksins i bæjar- málum á þessum árum var neikvæð og skaðaði bæinn, enda liefur gengi flokksins stöðugt lirakað hér síðan. Flestir þeirra, sem þátt tóku í brambolti Alþýðuflokksins í bæjarmálum, liafa viðurkennt síðar, að niðurrifsstefna þessi var röng og síður en svo til hagsbóta fyrir lsafjörð. Einn er sá, sem drakk svo í sig róginn um forustustörf Sjálfstæðismanna í bæjarmálum á árunum 1946—’51, að hann lieldur lionum stöðugt á lofti, en það er núverandi ritstjóri blaðsins lsfirðings. Til skýringar er rétt að geta þess, að á þessum árum var íramsóknarliðið liér á mála lijá krötum, eins og lítil deild úr afskekktri sveit í kaupfélagi. Ennfremur er það injög athyglisvert, að í vinnubrögðum Framsóknarmanna á Alþingi nú í stjórnarandstöðu, er fylgt nákvæmri uppskrift af niðurrifsstefnu kratanna hér á Isa- firði á umræddum árum undir forustu Hannibals: Að vera á móti öllum framfaramálum, torvelda afgreiðslu mála eftir fremsta mætti, og naga og narta í ræðu og riti. Slagorðagrýlan I liugskoti Isfirðingsritstjórans hljómar stöðugt þessi gat- slitna plata: „Þá var sannkallað hörmungarástand ríkjandi í hvað lagt hefur verið fram af núverandi bæjarstjórnarmeiri- hluta til aukningar vélbátaflotans á s.l. kjörtímabili. Vélbátaútgerðin átti við mikla rekstursörðugleika að stríða vegna aflabrests og þegar útgerðarfélögin á þessum árm treystu sér ekki til þess að gera út báta sína á vertíð, þá tók bæjarsjóður á sig að greiða mismun lilutar og kauptrygg- ingar sjómanna og tryggði með því útgerð bátaflotans. Svo miklir örðugleikar steðjuðu þá að vélbátaútgerðinni, að sjómenn fengu jafnvel ekki uppgerðan lilut sinn eftir sumar síldveiðar fyrr en komið var að næstu síldarvertíð. Finnst leseiulum þá trúlegt, að bæjarsjóður hafi verið látinn ganga fyrir með útsvarsgreiðslur ? Vinnulaunin Hafi orðið dráttur á greiðslum launa á þessum árum hjá bæjarsjóði, ætti ástandið að vera mun betra í dag. Innheimta bæjargjalda gekk vel á s.I. ári. Samkvæmt fjár- hagsáætlun ársins 1965 voru álögð útsvör, aðstöðugjöld, fast- eignaskattur, lóðarleigur og vatnsskattur samtals 14 millj. 582 þús. krónur. Á árinu innheimtust 15 millj. 417 þús. kr. eða 835 þús. kr. umfram áætlun. Þrátt fyrir svo góða innheimtu bæjargjalda á s.l. ári er greiðsla vinnulauna hjá bæjarsjóði ekki betri en svo, að for- stjóri sundhallarinnar finnur sig knúinn, til þess að skrifa neðanmáls í bréfi til bæjarráðs dags. 2. apríl 1966: „Ath. Starfsfólkið óskar þess vinsaml. að fá borguð út laun sín á einhverjum ákveðnum degi, snemma hvers mánaðar ef mögulegt er“. Lyf eða matarreikningar Ekkert er auðveldara en að draga út úr reikningum bæjar- félagsins ógreidda reikninga, svo sem ritstjórinn gerir með því að benda á síðgreidda matarreikninga Sjúkrahússins á valda- árum Sjálfstæðismanna. I reikningum ársins 1964, en það eru síðustu endurskoð- aðir reikningar bæjarins, sem birtir liafa verið, skuldar bæjar sjóður Kaupfélagi lsfirðinga 167 þús. krónur. Sjúkrahúsið skuldar þá lyfjaverzluninni í bænum 209 þús. krónur en í augum ritsjóra ísfirðings er það e.t.v. fínna að skulda lyfin fyrir sjúklingana á sjúkraliúsinu en matarreikninga. Við Sjálfstæðismenn liöfum ekki básúnað út um bæinn um einstakar lausaskuldir bæjarfélagsins, til þess eins að ófrægja núverandi meirihluta bæjarstjórnar, þó að hér sé drepið á sýnisliorn til glöggvunar fyrir ritstjóra Isfirðings. Framhald á 6. síðu . Firmakeppni Bridgeféiags ísafjarðar Nýlega er lokið firmakeppni Bridgefélags ísafjarðar. 23 fyrirtæki tóku þátt í keppn- inni, og urðu úrslit þessi. (Nafn spilamanns í sviga): 1. Eyrarver (Viggó Nord- quist) 267 stig, 2. Isafjarðar- apótek (Högni Torfason) 250 stig, 3. Kaupfélag ísfirðinga (Þórður Einarsson) 245 stig, 4. Niðursuðuv. Ole N. Olsen (Hinrik Guðmundsson) 240 stig, 5. Sandfell hf. (Einar Valur Kristjánsson) 6. Ishús- féiag Isf. (Ólafur Ásgeirs- son) 229 stig, 7. Húsgagnav. Isafj. (Grímur Samúelsson) 228 stig, 8. Isafjarðarbíó, 9. Ríkisskip, 10. Bæjarsjóður, 11. Veitinga og Knattborðsstofan, 12. Landsbankinn, 13. Prent- stofan Isrún, 14. Nsv. Torf- nesi, 15. Hannyrðabúðin, 16. Flugfélag íslands, 17. Út- vegsbankinn, 18. Gamla baka- ríið, 19. Bókhlaðan, 20. Gunn vör, 21. Norðurtangi hf., 22. Smjörlíkisgerðin, 23. Vinnuv. Bridgefélag Isafjarðar þakk ar öllum þessum fyrirtækjum, sem stutt hafa starfsemi fé- lagsins með þátttöku í keppn- mm. ÍMnla Góðir greiðsluskilmálar. Ivristján J. Kristjánsson Engjaveg 21 - Sími 371

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.