Vesturland

Árgangur

Vesturland - 07.05.1966, Síða 5

Vesturland - 07.05.1966, Síða 5
5 Æskan od íþrólíirnar Kærkominn gestur Bæjarsjóður ísafjarðar ver árlega miklu fé til æskulýðs- og íþróttamála. Þetta er al- menningsfé og á skattgreið- andinn kröfu til þess að vita hvernig fénu er varið. Ég tel eð bezta leiðin í þessu máli sé sú, að ráðinn verði æsku- lýðs- og íþróttafulltrúi fyrir bæinn. Maður þessi gæti hæg- lega fylgst með því, hvernig þeir aðilar, sem styrk fá frá bænum, verja þessu fé. Hvort því sé varið á réttan hátt til eflingar æskulýðs- og íþrótta- mála í bænum. Maður þessi hefði, að sjálfsögðu, umsjón með æskulýðsheimili bæjarins og væri hægt að skiapa honum aðstöðu fyrir hans starf og æskulýðsheimili í núverandi Bókasafni Isafjarðar. Þá má vitanlega spyrja: Hvar á bókasafnið að vera? Svarið við þeirri spurningu er ein- faldlega það, að húsrými það, sem Bókasafnið hefur til um- ráða er engan veginn nægjan- legt. Það þarf að byggja yfir Byggðasafnið og væri því hægt að byggja það stórt, að Bókasafnið fengi þar nægilegt húsrými. Tvímælalaust bæri þessum manni að vera íþrótta hreyfingunni í bænum til að- stoðiar með eflingu félags- starfsins, eins og í öðrum bæj um með svipaða íbúatölu. IÞRÓTTASVÆÐIÐ Á Torfnesi er eins og bæjar búum er kunnugt, búið að byggja bráðabirgða knatt- spyrnuvöll. Völlur þessi full- nægir hvergi nærri þeim skil- yrðum, sem krafizt er, þegar íþróttamannvirki eru byggð. Þar eru engin áhorfendasvæði, engin böð, engir búningsklefar og slitlag vallarins er það laust, að það er eins og menn séu komnir í sandkassa með þurrum sandi. Völlur þessi var tekinn í notkun 18. júlí 1964. Þá höfðu íþróttamenn bæjarins verið vallarlausir frá því í september 1963, er Bygginga- félag verkamanna hóf bygg- ingu á íþróttavellinum við Grund, þrátt fyrir gefin lof- orð bæjarstjórnar um að nýr og betri völlur yrði tilbúinn í lapríl. Loks er völlurinn kom var hann hálfu verri, en sá gamli. Vafalaust hefði verið betra að fá íþróttasvæðið í Tungu- dal. Þar hefðu strax fengizt mjög góðir grasvellir, þar sem ekki hefði þurft að græða upp landið, mun ódýrara hefði verið að byggja áhorfenda- svæði og svæði þetta kostað miklu minna fé, en svæði það, sem nú er í byggingu. Jens Kristmamisson Þá hefði verið ólíkt skemmti legra fyrir bæjarbúa að fara inn í Tunguskóg í góðu veðri á sumrin til að horfa á í- þróttakeppni. Þá vaknar sú spuming: Hvar eiga ungling- arnir að vera, ef íþrótta- völlurinn er í Tungudal? Það er hægt að byggja völl í Um síðustu mánaðamót lauk rækjuveiðum við ísafjarðar- djúp og hefur heildaraflinn á vertíðinni orðið um 1200 lestir og er það mesta rækju- magn, sem veiðst hefur í ísa- fjarðardjúpi frá því að rækju- veiðar hófust hér. 17 bátar stunduðu veiðar- nar og lögðu upp á Isafirði, í Bolungarvík, Hnífsdal og Súðavík. Þegar veiðar liófust aftur í febrúar, fékkst leyfi sjávarútvegsmálaráðuneytis- Dofri strandar Vélbáturinn Dofri frá Pat- reksfirði strandaði sl. mánu- dagsmorgun hjá svónefndum Brunnanúp, sem er á milli Breiðuvlkur og Hvallátra. Báturinn komst á flot af eigin ramleik og gat siglt til Patreksf jarðar. Mun liann all- mikið skemmdur á hotninum og rifa hefur komið á bolinn, en hægt hefur verið að loka því hólfi, sem rifan er á. Ekki er ákveðið hvert bátur- inn fer til viðgerðar. JA bænum, sem væri full- nægjandi æfingavöllur íþrótta manna og dvalarstaður fyrir unglinga. Sá völlur þyrfti ekki að kosta mikið fé. Á fjárhagsáætlun ísafjarð- ar fyrir árið 1965 var veitt hálf milljón króna til íþrótta- svæðisins, en aðeins notaðar 158 þús. krónur. Á fjárhags- áætlun fyrir árið 1966 er ekki ein einasta króna veitt, en að vísu á íþróttasvæðið af- gang af framlagi ársins 1965 og ógreitt framlag úr íþrótta- sjóði. Þar sem fullvíst má telja að íþróttasvæðið komi á Torf- nesi er ekki úr vegi að spyrja: Hvað ætlast meirihluti bæjar- stjórnar til að íþróttaæskia þessa bæjar bíði lengi eftir því að fá fullkomið íþrótta- svæði, en ekki þann sand- kassa, sem nú er notaður ? Hvers vegna má ekki vinna árlega fyrir það fé, sem ár- lega er ætlað í íþróttasvæðið. Það er skýlaus krafa íþrótta- fólks þessa bæjar, að lokið verði við íþróttasvæðið sem fyrst. ins til þess að fella niður á- kvæði um liámarksveiði á bát á dag (600 kg.) og var jafn- framt veitt leyfi til þess að stunda veiðarnar til aprílloka, svo fremi að rækjan reyndist góð. Veiðarnar hafa gengið vel, gæftir verið ágætar og rækjan stór og góð. Heildaraflinn mun vera orðinn um 1200 lestir, og er það tvöfalt meira magn, en leyft var að veiða á síðasta ári. Rækjan hér við ísafjarðar- djúp hefur mestmegnis verið fryst skelflett, en niðursuða hefur verið með minna móti vegna þess að liagstæðara verð hefur verið á frystri rækju á markaðnum. Þá hefur einnig verið heilfryst nokkurt magn af rækju og er sú vara seld á franskan markað. Á Bíldudal voru fimm bátar að rækjuveiðum í vetur og fengu samanlagt 200 lestir. x D Bandaríski píanósnillingur- inn Malcolm Fnager er vænt- anlegur hingað til Isafjarðar í næstu viku og heldur eina hljómleika hér á vegum Tón- listarfélags ísafjarðar í Al- þýðuhúsinu á þriðjudagskvöld ið kl. 9. Malcolm Frager er þrítugur lað aldri, en hefur þegar getið sér mikið frægðarorð og er talinn í fremstu röð hinna yngri píanósnillinga í heim- inum. Hann hefur hlotið mikla viðurkenningu og lof fyrir píanóleik sinn víða um heim. Fyrir þremur árum fór Frager í sex vikna hljóm leikaför um Sovétríkin og hélt Seint í þessum mánuði er nýtt fiskiskip væntanlegt til Flateyrar. Er þetta um 250 lesta stálskip, smíðað í Risör í Suður-Noregi fyrir Hjalla- nes hf. Flateyri. Skipstjóri verður Ari Krist- jánsson frá Hjöllum í Skötu- firði, en hann var áður skip- stjóri á ólafi Friðbertssyni frá Súgandafirði. Þetta nýja skip var væntan þar hljómleika í 22 borgum og híaut frábærar undirtektir áheyrenda og gagnrýnenda. Góð vinátta hefur tekizt með honum og sovézka píanó- snillingnum Askenasy og hafa þeir oftsinnis leikið saman, bæði hér á landi og erlendis og getið sér mikið frægðar- orð. Hingað til ísafjarðar kemur Frager frá Reykjavík, þar sem hann heldur hljómleika. Tónlistarfélag ísafjarðar á miklar þakkir skildar fyrir að fá þennan frábæra listamann hingað. Verður koma hans tvímælalaust mikill viðburður í menningarlífi þessa bæjar. legt hingað til landsins snemma í þessum mánuði, en þótt ótrúlegt megi virðast, eru enn svo miklar frost- liörkur í sunnanverðum Nor- egi, að ekki hefur verið hægt að flota skipinu enn sem komið er, því að ísalög eru á ánni, sem skipasmíðastöðin stendur við. Þetta nýja skip fer á síldveiðar strax og það er tilbúið til veiða. Jens Kristmannsson. Rækjuveiðunum lokið Píanósnillingurinn Malcolm Frager Nýf liátnr lil Flaíeyrar

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.