Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.10.1971, Síða 1

Vesturland - 01.10.1971, Síða 1
Ávarp til Góðir samborgarar Merk tímamót eru á næsta leiti. Á simnudaginn kemur sameinast ísafjörður og Eyrarhreppur eftir 105 ára aðskilnað í eitt sveitarfélag, nýjan og öflugri ísafjarðarkaupstað. Það er einlæg von okkar allra, að sameiningin verði til heilla og hið nýja bæjarfélag verði sterk- ari og áhrifameiri félagsheild jafnt innávið sem útávið. Á þessum tímamótum fara fram mjög mikil- vægar kosningar, sem ráða örlögum um fram- tíð og velferð hins nýja bæjarfélags. Þeir, sem þá veljast til forystu, munu móta framþróun og bæjarmálastefnu sveitarfélagsins fyrstu árin. Skiptir verulega miklu, að þetta vandasama verk verði vel af hendi leyst. Vinstriflokkarnir þrír, sem með völdin fóru, gáfust hreinlega upp í samstarfinu vegna inn- byrðis sundurlyndis og glundroða, og brugðust þannig þeim skyldum, sem kjósendur höfðu lagt þeim á herðar með því að skapa þeim aðstöðu til að mynda meirihlutastjórn. Nú bjóða fjórir flokkar fram, sem allir kalla sig vinstriflokka. Þeir gerðu ítrekaðar tilraunir áður en framboðsfrestur rann út til þess að ná zm BRETTUH TIL - SKIPTDM DM FORVSTD kjósenda samkomulagi um sameiginlegt framboð, en ekk- ert gekk. Síðan hafa þeir haldið uppi látlausu málþófi um þessar misheppnuðu sameiningartilraunir og borið svik og lævi hver á annan. Kjósendur góðir! Teljið þið líklegt, að þessir fjórir flokkar séu færir um að mynda sterkan og samhentan meiri- hluta að kosningum loknum ef þeir fengju að- stöðu til þess? Eru horfur á því, að þeir taki fjármál bæjar- ins föstum tökum eða leysi fremur nú en endra- nær, þau vandasömu verkefni, sem úrlausnar bíða? Þeir kjósendur, sem hugsa fyrst og fremst um hag og velferð síns bæjarfélags gera sér ljóst, að stefnubreytingar er þörf. Eina leiðin til þess að knýja fram breytta stefnu í bæjarmálum er að velja samhenta og ábyrga forystu. Kjósendur eiga um það að velja, hvort þeir vilja áfram sundrungu og glundroða hins höfuð- lausa hers, eða ábyrga og samvirka forystu Sjálf- stæðismanna. Sameinumst öll um að kjósa X - D Frambj óðendur Sj álfstæðisflokksins.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.