Vesturland - 01.10.1971, Síða 2
2
sjsrs a&&&Fiœxx* saiUsFsa-.zsnsxnxm
Framboðstnndnrlnn á ísafirði
Sameiginlegur framboðsfundur allra flokka, sem
bjóða fram til bæjarstjórnar, fór fram í Alþýðuhúsinu
á ísafirði sl. mánudagskvöld. Var fundurinn mjög vel
sóttur og mikið fylgzt með honum í útvarpi hér í
byggðarlaginu. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins voru
fjórir af fimm efstu mönnum iistans, en Ásgeir Ás-
geirsson gat ekki sótt fundinn vegna sjúkleika.
Fundurinn var yfirleitt mál-
efnalegur, en þó voru þar
frávik, sem vöktu almenna
furðu. Brjóstumkennanlegur
var að flestra dómi fádæma
lélegur málflutningur efstu
manna á lista Framsóknar.
Þó brá mönnum mjög að
heyra menntaðan lærdóms-
mann missa alla stjórn á sér
og fá hastarlegt kast af
menntahroka. Er bezt að hafa
sem fæst orð um þau gífur-
yrði, sem þar voru borin á
borð. Um þau eru svo margir
kjósendur til vitnis, sem
heyrðu bæði á fundinum sjálf
um og í útvarpi, að þeir eru
fullfærir að dæma þar um
sjálfir.
Ástæðulaust er að rekja
ýtarlega ræður eða málflutn-
ing andstæðinganna. Þar kom
í rauninni ekkert nýtt fram,
og flestir þeirra brugðu upp
heldur ófagurri mynd af á-
standi bæjarmálanna eftir
stjórn vinstrimanna á bæjar-
félaginu um langt árabil.
Mönnum kemur saman um,
að ræðumenn Sjálfstæðis-
ílokksins, þeir Kristján Jóns-
son, Garðar S. Einarsson,
Guðmundur H. Ingólfsson og
Högni Þórðarson hafi borið
af í rökföstum og málefna-
legum ræðuflutningi, enda
eru Sjálfstæðismenn eini
flokkurinn, sem hefur mótað
ábyrga og raunhæfa stefnu,
sem unnið verður eftir fái
flokkurinn tækifæri til þess
að mynda samhentan og á-
byrgan meirihluta að kosning
unum loknum.
Kjósum Guðmund í bæjarstjúrn
Allir frambjóðendur hafa nú kynnt stefnu sína
fyrir kosningarnar á sunnudaginn, og lofa þær góðu
um, að tekið verði með öðrum hætti á stjórn bæjarins
eftir en áður.
Góð stefnuskrá er þó ekki einhlít. Mennirnir sjálfir
ráða mestu um framkvæmdina. Nýir menn eru í
framboði, og nú er það kjósendanna að velja og
hafna.
Valið stendur um það, hvort listi Sjálfstæðisflokks-
ins fær það fylgi, að hann nái meirihluta, eða hvort
hinir fjórir listarnir fái samtals fimm menn kjörna.
Baráttan stendur því um það, hvort Guðmundur
H. Ingólfsson nær kjöri eða ekki. Valið er um það,
hvort Sjálfstæðisflokkurinn fær einn hreinan meiri-
hluta, eða hvort hinir fjórir flokkarnir komast í
aðstöðu til að semja um myndun meirihluta eftir
kjördag.
Þeim tókst ekki að semja um sameiginlegt fram-
boð. Eru meiri líkur á, að þeim takist að semja um
myndun meirihluta?
Valið stendur um það, hvort mynda á samhenta
og ábyrga meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, eða
áframhaldandi glundroðastjórn hinna flokkanna. Meist-
ari Jón og hans fylgismenn breyta þar engu um á
annan veg en þann, að sundrungin verður enn meiri
en áður.
Kjósendur, hugleiðið með hvaða hætti þið viljið að
bæjarfélaginu verði stjórnað. Þið eigið valið. Ykkar
val ræður því, hvort hið nýja sveitarfélag fær áfram
óreiðustjórn hinna svonefndu vinstriflokka, eða hvort
sameiningin markar þáttaskil í stjórn bæjarins.
Sjálfstæðisflokkurinn einn hefur í framboði þraut-
reynda og þjálfaða sveitarstjórnarmenn. Menn, sem
af alúð vinna að vandasamri lausn hvers máls, og
hafa sýnt það með ábyrgu starfi á umliðnum árum,
að þeir eru fyllsta trausts verðir og engir flysjungar.
Verum samtaka og sýnum í verki, að við viljum
betri og öruggari stjórn hins nýja ísafjarðarkaup-
staðar.
Tryggjum Guðmundi H. Ingólfssyni, oddvita Eyrar-
hrepps, sæti í bæjarstjórn. X-D
Byggðastefna
Ýmsir ræðumenn á fram-
boðsfundinum í Alþýðuhús-
inu töluðu fjálglega um
byggðastefnu. IVIest töluðu
um hana Framsóknarmenn,
kommúnistar og Hannibal-
istar. Um þá síðasttöldu þarf
ekki að ræða, tilkoma þeirra
á stjórnmálasviðinu á sér það
stutta sögu.
En það gegnir mestu furðu,
að Framsóknarmenn og
kommúnistar skuli vera að
tala um byggðastefnu og um
Vestfjarðaáætlun. Framsókn-
armenn hafa til skamms tíma
haldið því fram, að engin
Vestfjarðaáætlun væri til, og
kommúnistar bergmálað þá
firru. Þeir hafa látið sem
þeir vissu ekki, að Vestfjarða
áætlunin í samgöngumálum
hefur kostað um 220 millj-
ónir króna, sem veitt hefur
verið til þess að vinna stór-
virki í vegagerð, hafnargerð,
flugvallagerð og margvísleg-
um samgöngubótum hér á
Vestfjörðum.
Vestfjarðaáætluninni var
hrundið í framkvæmd af
Viðreisnarstjórninni undir
forystu Sjálfstæðismanna, og
markaði tímamót í fram
kvæmd byggðastefnu hér á
landi. Á meðan Viðreisnar-
stjórnin sat að völdum, þótt-
ust andstæðingar hennar
hennar hvorki hafa heyrt né
séð neina Vestfjarðaáætlun,
en nú láta þeir sem um-
hyggja þeirra fyrir dreifbýl-
inu sé takmarkalaus, og vildu
nú allir þá Lilju kveðið hafa,
sem Vestfjarðaáætlunin hef-
ur reynzt í samgöngum og
framförum byggðanna á Vest
fjörðum.
Fjármálastjórn i niolnni
í skeleggri ræðu á framboðsfundinum rakti Högni
Þórðarson nokkra þætti fjármálastjórnar vinstri-
manna á bæjarfélaginu og sagði ma.:
„Allt frá árinu 1951 hafa vinstriflokkarnir farið
með völd í bæjarstjórn ísafjarðar. Eftir tveggja ára-
tuga stjórn hrökklast þeir frá völdum og gefast upp
og skila bæjarfélaginu af sér eins og stjórnlausu rek-
aldi. Fjármálastjórn bæjarins hefur verið í molum
mörg undanfarin ár.
Bæjarfélagið á útistandandi tugi milljóna króna, en
hefur hangandi yfir sér gjaldfallna víxla og óreiðu-
skuldir og er rúið öllu trausti viðskiptaaðiia sinna.
Stjórn FOSÍ, félags opinberra starfsmanna, hefur með
bréfi dags. 8. sept. kvartað yfir óreglu á launagreiðsl-
um til starfsmanna og tekur fram, að hér sé ekki um
neitt stundarfyrirbæri að ræða. Þetta staðfesti bæjar-
stjóri á bæjarstjórnarfundi 22. sept. og upplýsti að
þetta ástand hefði varað árum sarnan."
Til þess að bæjarbúar hafi nokkra yfirsýn yfir
fjármálastjórn vinstriflokkanna, er rétt að minna á
stærstu liðina í fjármálaóreiðu vinstriflokkanna:
Skuld bæjarins við byggingarsjóð elliheimilisins nam
við sl. áramót 5 millj. króna.
Bæjarsjóður skuldar nú Rafveitu ísafjarðar um 2
millj. króna.
Meirihlutinn samþykkti á síðasta ári að taka lán
hjá Brunabótafélagi íslands að upphæð 1 millj. króna
til 10 ára með 9y2% vöxtum p.á.
í lánsskjölum er lán þetta kallað „tii skólabygginga."
Upplýst er hins vegar, að lánið var tekið til þess að
greiða vanskilaskuldir við Brunabótafélag íslands, þ.e.
afborganir og vextir af gjaldföllnum lánum allt frá
10/12 1967.
Þetta er sú fjármálastjórn, sem verið hefur
á bæjarfélaginu á undanförnum árum og
þetta er sú fjármálastjórn, sem blasir við
og haldið verður áfram, ef vinstriflokkarnir
halda meirihluta í bæjarstjórn Isafjarðar.
Auglýsin{ um kjörfnndi
Kjörfundir til kosningu bæjarstjórnar ísafjarðar-
kaupstaðar hefjast á ísafirði kl. 10 f.h. 3. okt n.k.
í eldra barnaskólahúsinu. Kosið verður í þrem
kjördeildum.
Kjörfundur í Hnífsdal hefst sama dag kl. 13 í
barnaskólanum.
Kjósendur, sem heimili eiga í Skutulsfirði og Arn-
ardal kjósa á ísafirði.
Undirkjörstjórnir mæti kl. 9 f.h. hjá yfirkjörstjórn
í barnaskólanum á ísafirði.
Yfirkjörstjórnin
Marías Þ. Guðmundsson
Guðbjarni Þorvaldsson Guðmundur Karlsson.