Vesturland - 01.10.1971, Page 5
ficfío a&xrFixzxxn aa&aFsa'æsisMxxn
5
Högni Þórðarson
Kristján J. Jónsson
Garðar Einarsson
Ásgeir Ásgeirsson Guðmundur H. Ingólfsson
Veitum þeim hreinan meirihluta KD
Odýr raforka á Vestfjörðum
Hlutabrét í Rskimjöl föl
í erindi, sem bæjarstjórn
ísafjarðar hefur borizt frá
sýslunefnd Vestur-Barða-
strandarsýslu varðandi raf-
orkumál Vestfjarða og aukna
eignaraðild og áhrif vest-
firzkra sveitarfélaga að þeim
málum, kemur fram, að í
2.8 megawatts viðbótar-orku-
veri í Mjólká má vinna raf-
orku, sem kostar aðeins 40
aura pr. kílówattstund.
Áætlun um þessa virkjun
gerðu Rafmagnsveitur ríkis-
ins, og þessar tölur, sem
koma fram í bréfi til Iðnað-
arráðuneytisins dags. 5. maí
1971, eru hafðar til saman-
burðar við orkukostnað Suð-
ur-Fossárvirkjunar á Rauða-
sandi er sýslunefnd Vestur-
Barðastrandarsýslu lét gera
frumáætlun um fyrir um
einu ári.
Eitt af fyrstu verkum hinn-
ar nýju bæjarstjórnar ísa-
fjarðar verður að taka af-
stöðu til raforkumálanna. Úr
vestfirzkum fallvötnum er
hægt að vinna raforku það
ódýra, að hún er samkeppn-
isfær við Sigöldu-stórvirkjun-
arverð skv. áðurnefndum út-
reikningum Rafmagnsveitna
ríkisins, þó að virkjunin sé
ekki stærri en 1/54 hluti af
stærð Sigölduvirkjunar (Sig-
ölduvirkjun 150 megawött,
38 aurar kwst., Mjólká II
2.8 megawött, 40 aurar pr.
kwst.).
Fyrir síðustu alþingiskosn-
ingar birtist hér í blaðinu til-
laga um fullnýtingu fallvatna
á Mjólkár-Dynjandissvæðinu.
Var þá gert ráð fyrir, að
vinna mætti raforku allt að
200 milljónum kwst í orku-
verum, sem væru samtals um
30 MW að stærð.
Það fer ekki á milli mála,
að skv. orkulögum hafa hér-
uðin sjálf forgangsréttinn til
að reka sínar eigin rafveitur,
og eigendur orkuvera og
flutningsvirkja verða þeir
aðilar, sem fá að skrifa nöfn
sín undir lántökurnar, þegar
mannvirkin eru byggð, en
neytendurnir borga síðan
brúsann.
Er ekki tími til kominn
fyrir okkur Vestfirðinga að
gera hér breytingu. Þegar
svona hagkvæm fyrirtæki eru
á ferðinni eins og fyrrnefndir
útreikningar sýna, verður ó-
verjandi annað en að Vest-
firðingar gerist að minnsta
kosti meðeigendur að, og að
þeir taki sjálfir við stjórn
þessara fyrirtækja og nýti
hin hagkvæmu vestfirzku
fallvötn fyrst og fremst fyrir
Vestfirðinga.
En hver er stefna Aage
Steinssonar í raforkumálum
Vestfjarða? Allir vita hvaða
stefnu hann hefur og að
hverju hann muni vinna í
raforkumálum ísfirðinga ef
hann kemst inn í bæjarstjórn.
Hún er sú, að afhenda Raf-
magnsveitum ríkisins Raf-
veitu ísafjarðar og Eyrar-
hrepps til fullrar eignar og
umráða og gera ísfirðinga
þar með áhrifalausa í þýð-
ingarmiklu máli.
En hvað vill Aage svo
meira? Styður hann tillögu
Fimm eigendur hlutabréfa í
Fiskimjöl hf. á Isafirði hafa
boðið bæjarsjóði að kaupa
hlutabréf þeirra, sem eru sam
tals 71 á 35-földu nafnverði,
sem er kr. 1000,00. Telja
eigendurnir æskilegt, að samn
ingaviðræður um greiðslukjör
og afhendingartíma geti far-
ið fram innan eins mánaðar.
Hér er um að ræða lóð,
fasteignir og vélar fiskimjöls-
verksmiðjunnar á Torfnesi,
en bæjarsjóður er sjálfur eig-
andi að um helmingi hluta-
BERIÐ SAMAN
BÆKUR YKKAR
Fyrst talaði Guðmundur
Sveinsson eins og nátttröll
í heilbrigðismálum, og vildi
tengja saman sjúkrahúsið og
elliheimilið. Hann var ekki
fyrr búinn að sleppa orðinu,
en til máls tók Guðrún
Eyþórsdóttir og lýsti yfir því,
að ekki kæmi til mála að
endurbyggja sjúkrahúsið, og
Vestfjarðaþingmanna, í raf-
orkumálum, sem flutt var á
síðasta Alþingi að frumkvæði
Matthíasar Bjarnasonar, og
samþykkt þar einróma? Eða
vill hann línu Magnúsar aust-
an frá Sigöldu, eða er hann
kannske á línunni, sem nær
ennþá lengra austur; austur
til olíulindanna í Kákasus í
Rússlandi? Eða er hann eins
og flugvallarpoki á stöng,
sem snýst eins og þeir blása
í hann þarna fyrir sunnan?
Það er lang sennilegast.
fjárins. í tilboði þessu eru
innifalin nær öll hlutabréf,
sem bærinn á ekki sjálfur.
Af þessu 71 bréfi á Kaupfé-
lag ísfirðinga 29 bréf, Sam-
vinnufélag ísfirðinga 13,
Njörður hf. 15, Muninn hf. 9
og Ólafur Guðmundsson 5.
Heildarkaupverð þessara
hlutabréfa, sem nú eru boðin
föl á 35-földu nafnverði yrði
samanlagt 2 millj. 485 þús.
kr. Var lögfræðingi bæjarins
falið að ræða við eigendur
bréfanna.
þar með auðvitað ekki heldur
að tengja elliheimili við
sjúkrahús, sem ekki verður
endurbyggt.
Væri ekki ráðlegt fyrir
ræðumenn Framsóknar að
bera saman bækur sínar um
svona mál áður en þeir tala.
VANTRAUST Á
RÍKISSTJÓRNIN A
Guðmundur Gíslason sagði í
ræðu sinni, að hann liti á
það sem vantraust á ríkis-
stjórnina, ef Alþýðubanda-
lagið fengi ekki mann kjör-
inn. Við Sjálfstæðismenn
greiðum atkvæði með þessari
vantrauststillögu Guðmundar
á sunnudag, og vitum að hún
hefur nú þegar verið sam-
þykkt.
Kosninoaskrifstofa
Á kjördag verður kosningaskrifstofa D-listans á
Uppsölum, miðhæð.
Upplýsingasími skrifstofunnar verður 3920
Bílasími á kjördag verður 3921
Stuðningsmenn D-listans eru vinsamlegast beðnir
að veita skrifstofunni allar upplýsingar, sem
kosningarnar varða.
Stuðningsmenn D-listans eru vinsamlegast beðnir
að fara snemma á kjörstað og kjósa. Það auð-
veldar allt starf við kosninguna.
KAFFI
Á kosningadaginn ætlar Sjálfstæðiskvennafélagið
að hafa kaffiveitingar á Uppsölum að venju.
Vilja konurnar hvetja allt stuðningsfólk D- list-
ans til að drekka kaffi á Uppsölum á kosninga-
daginn. Opið frá kl. 2 e.h.
Staksteínar