Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.01.1974, Blaðsíða 7

Vesturland - 05.01.1974, Blaðsíða 7
tíUHD aéSíffíKXXXfí 33it<SPS3i£»iMKXMR 7 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Nú um áramótin eru fjörutíu ár liðin frá því að Happdrætti Háskóla íslands hóf starfsemi sína. Á þessu tímabili hefur orðið gjör- bylting í peningamálum þjóðarinnar. Þá var lægsti vinningur eitt hundrað krónur (tuttugu og fimm krónur á fjórðungsmiða) og sá hæsti fimmtíu þúsund krónur. í dag myndu fáir hafa áhuga á happdrætti, sem byði tuttugu og fimm króna vinning. Stjórn Happdrættisins hefur ávallt reynt að bjóða viðskiptavinum sínum vinningaskrá í samræmi við verðgildi peninganna á hverjum tíma. IVIeð öðrum orðum, — kappkostað hefur verið VERÐTRYGGING VINNINGANNA. NÝ VINNINGASKRÁ Clœsilegri en nokkru sinni tyrr NÝR FLOKKUR VINNINGA. Tekinn verður upp nýr flokkur vinninga, sem mun án efa njóta vinsælda. Það eru fimmtíu þúsund króna vinningar 2.640 talsins eða samtals að verðmæti eitt hundrað tuttugu og þrjár milljónir króna, kr. 123.000.000,00. ANNAR FLOKKUR VINNINGA. Einnig verður bætt við 48 hálfrar milljónar króna vinningum, kr. 500.000,00. Þetta er gert til þess að brúa bilið milli milljón krónu vinningsins og tvö hundruð þúsund króna vinningsins, sem þótti of stórt. FJÖLGUN 10.000 KRÓNA VINNINGA. Hinum vinsælu tíu þúsund króna vinningum hefur verið stórlega fjölgað. þeir voru áður 7.472, en verða nú 20.900. þeim fjölgar um 13.428. HEILDARFJÁRHÆÐ vinninga hækkar um rúmlega tvö hundruð milljónir króna og verður samtals sex hundruð og fjórar milljónir og átta hundruð þúsund. Þannig er verðtryggingin staðreynd. Allir vinningar eru greiddir í peningum og undanþegnir tekjuskatti. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 604,8 milljónir starf SÍBS skapar öryggi fyrir þig og þína NY vinningaskrá happdrættis S.Í.B.S. Enginn vinningur lægri en 5000 krónur og hæsti vinningur ein milljón króna. Aukavinningur ársins er Dodge Dart bifreið. VERKIN TALA. Við opnun Reykjalundar 1. febr. 1945 voru 5 smáhýsi tilbúin til notkunar. Nú hefur S.Í.B.S. reist yfir 30 byggingar að Reykjalundi, sem rúma 160 vistmenn. Framkvæmdir nú miðast jöfnum höndum við að bæta aðstöðu og mæta aukinni þörf hverskonar öryrkja fyrir vist og vinnu. 1973 var m.a. tekin í notkun ný sundlaug til endurhæfingar og 27 ný sjúkra- rúm. Framundan er meiri f jölgun sjúkrarúma og stækkun á vinnusölum og verkstæðisbygg- ingum. . HVERS VEGNA EINMITT S.I.B.S.? Vegna þess að — miðinn kostar aðeins 200 krónur. — meira en fjórði hver miði hlýtur vinning. — vinningsupphæð hækkar um 24,4 milljónir. — aðaláhersla er lögð á vinninga sem vekja ánægju (5—10 þús.) — og vinninga sem um munar (100—500 þús.) — glæsilegur aukavinningur dreginn út í júní. — ágóðanum er varið til að skapa þér og þínum aukið öryggi. VINNINGUR MARGRA — ÁVINNINGUR ALLRA happdræfti SÍBS

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.