Vesturland

Árgangur

Vesturland - 03.06.1976, Blaðsíða 14

Vesturland - 03.06.1976, Blaðsíða 14
14 um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslandis, en í þvi eru ýmis ný- mæli t.d. um skyndilokanir veiðisvæða vegna verulegs magns af smáfiski, sérstök eftirlitsskip, trúnaðarmenn um borð í veiðiskipum og fleira,. Undirbúningur fyrir þessa lagasetningu var mikiii, en í ársibyrjun 1975 skipaði ég 5 manna nefnd skipuð full- trúum frá LIÚ — bátadeild, F.Í.B., F.F.S.Í., Sjómanna- sambandi íslands og Fiski- félagi ísilands, sem var for- maður nefndarinnar. Verk- efni nefndarinnar var að halda fundi með sjómönnum og útvegsmönnum um land alit, svo og samtökum þeirra og öðrum hagsmunasamtök- um, og móta síðan drög að tiilögum um breytingar á lög- um nr. 102/1973 að fengnu sjónarmiðum ofangreindra að- ila. Síðar tilnafndu þingflokk- arnir menn í nefndina, og gengu endanlega frá laga- frumvarpimu í samvinnu við sjávarútvegsráðuneytið. Þá voru í þinglok samþykkt lög um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðilandhelgi ís- lands, en slik lagasetning var orðin nauðsynleg vegna veiða okkar í Norðursjó, við strendur Kanada og víðar. FISKVEIÐISJÓÐUR ÍSLANDS Ennfremur voru sett ný dög um Fiskveiðasjóð ísiands, og eru þar ýmis nýmæli t.d. um skipan stjórnar en nú fá fulitrúar frá samtökum sjó- manna, útvegsmanna og framleiðenda aðiid að stjórn- inni. í>á er heimild tii að lána út á gömul skip og ný- rnæli um að stjórn sjóðsins skuli gera refcstrar og greiðsluáætLanir fyrirfram eitt ár í senn. Vona ég að með því verði komið á virkari stjórnun á uppbyggingu fiskiskipastólsins í framtíð- inni. REGLUGERÐIR UIVI FISKVEIÐIMÁL Á því tímabili sem um er rætt hefur sjávarútvegsráðu- neytið gefið út 29 reglugerðir, sem ailar f jalla um fiskveiði- mál, stjórnun fiskveiðanna, og eru flestar byggðar á landgrunnslögunum frá 1948, en mikHvægust er reglugerðin frá 15. júií s.l., um útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur eins og áður segir. í sambandi við flestar gerðir sjávarútvegsráðuneytisins í þessum málum, hefur verið náin samvinna við Hafrann- sóknarstofnunin, Fiskifélag ísilands og hagsmunasamtök í sjávarútvegi, en slík sam- vinna er nauðsynleg til að vel megi takast STJÓRNUN FISK- VEIÐANN A Á undanförnum mánuðum hefur „stjómun fiskveiðanna” verið mjög á dagskrá manna á meðal, einkum eftir að hin svonefnda „svarta skýrsla” var birt, en umrædd skýrsla er í raun bréf Hafrannsóknar- stofnunarinnar, dags. 13. okt. s.l., en það er svar við bréfi sjávarútvegsráðuneytisins oags. 9. sama mánaöar, þar sem ráðuneytið biöur um tölulegar upplýsingar um astand fiskistoínana og æski- leg afiamörk. Tilefni fyrir- spurnarinnar var bréf Haf- rannsóknarstofnunarinnar írá /9. ágúst s.l., um ástand fiski- stofnana. Þar komu ekki iram tölulegar upplýsingar eöa ábendingar um alla- hámörk, en vitnað í skýrslu landnelgisnefndarinnar frá arinu 1972 og þær tillögur sem stofnunin þá gerði til að tryggja viðkomu og viðgang risKistofnana. Tel ég mikii- vægt aö almenningur geri sér fuiia grein fyrir þessum stað- reyndum. Nú er öllum ljóst að þorsk- stofninn er í alvarlegri hættu og að ýmsir aðrir mikilvægir íiskistofnar eru fuHnýttir og þess vegna verður ekki kom- ist hjá verulegri íhlutun hins opinbera af þessum málum. Aukin sókn okkar samtara uppbyggingu og endurnýjun íiskisKipatiotans mun ekki leiða til aukins aflaimagns, nema hlutdeild okkar í heild- araflanum verði stór aukinn á kostnað afla annara þjóða hér við land. Þess vegna hef- ur verið lögð megin áhersia á útfærslu fiskveiðilögsög- unnar, en forsenda virkrar stjórnunar á fiskveiðum okk- ar hlýtur að vera sú, að við einir ráðum yfir fiskimiðun- um. Það er ekki auðvelt að hefta okfcar eigin fiskimenn, án þess að taka tillit til þeirra friðunaraðgerða sem ákveðnar hafa verið, en nú er það óhjákvæmilegt. Auk útfærslunnar hefur margt verið gert til að hafa stjórn á fiskveiðumun. Þannig hefur í mörg ár veriö ákveðinn aflakvóti á humar og rækju og s.l. haust á síldveiðum. Friðuð svæði hafa verið stór aukin, bæði á hrygningar- slóðum þorsksins og eins til verndunar á smáfiski. Skyndi- friðanir hafa verið teknar upp og unnið að því að koma á virku efitirliti með fiskveiðum. Möskvastærð í pokum tog- veiðafæra hefur verið aukin úr 120 mm í 155 mm í drag- nót í 170 mm, auk ýmissa ákvæða um búnað veiðifær- anna. í þessu sambandi vii ég taka fram að mjög góð sam- vinna hefur tekist miJlIi Haf- rannsóknarstofnunarinnar og sjávarútvegsráðuneytisins um öll þessi atriði. Miðað við núverandi ástand fiskistofnana er Ijóst að fiskiskipafloti okkar er of stór, en afkastageta hans hefur aukist meira en tölur um skipafjölda og rúmlesta- tölur gefa til kynna. Afleið- ingin af þessu hlýtur að verða minni afli á hvert skip og þar með aukinn kostnaður á söknareiningu og lakari rekstararafkoma. Núverandi ríkisstjórn var ljóst hvert stefndi og gerði strax ráðsltafanir til að draga úr innflutningi nýrra fiski- skipa, og á s.l. ári voru gerð- ar ráðstafanir, mjög óvinsæl- ar að vísu, sem koma í veg fyrir frekari innflutning fiskiskipa um sinn. Hinsvegar hafa ekki verið gerðar ráð- stafanir til að draga úr smíði fiskiskipa innanlands og liggja til þess margar ástæð- ur, sem ég mun ekki rekja að sinni. Stjórnun fiskveiða með boð- um og bönnum er óæskileg en eins og sakir standa óhjá- kvæmileg. Lokatakmarkið hlýtur að vera að auka jafn- vægið milli stærðar veiðiflot- ans, afkastagetu fiskistofn- anna og framleiðslugetu vinnslustöðva. Er það von mín að ekki muni líða mörg ár uns fiskiskipafloti okkar verði ekki talinn of stór. FISKILEIT Nýlega var samþykkt á Al- þingi hækkun vör-ugjalds, og mun meirihluta þess f jár sem þannig er aflað ráðstafað til að standa undir stórauknum rekstrarkostnaði landhelgis- gæslunnar, en jafnframt verður 250 miUjónum króna varið til fiskileitar og mark- aðsmála. Fram hafa farið við- ræður við starfsmenn Haf- rannsóknarstofnunarinnar um þessi mál og hafa nú verið endurskoðaðar áætlanir stofn- unarinnar um rannsóknir og fiskileit, méð það fyrir aug- um að fisknleitin hafi algjör- an forgang. Mikilvægt er að fylgjast með og leita loðnu fyrir vestur- og norðurilandi, en möguléikar eru á góðri loðnuveiði á þessum slóðum. Fullnaðarkönnun verður hins- vegar ekki gerð nema með vel búnum veiðiskipum. Þá er nauðsynlegt að hefja skipulega leit að rækju á djúpmiðum, en talið er að þar geti verið um að ræða mikla ónýtta möguleika. All- mörg skip voru gerð út á gnálúðuveiðar fyrir nokkrum árum, og er mikilvægt að kanna hvort ekki sé hægt að hefja þær veiðar á ný. Þá er ástæða til að fylgjast með karfamiðunum cg mikilvægt að leiðbeina veiðiskipum þangað sem heLst er aflavon. Það myndi bæði spara veiði- skipum tíma og ölíur. Fleira kemur tii greina og er helst að nefna frekari veiðitil- raunir á kolmunna og spær- lingi. Óhjákvæmilegt verður að verja nckkrum fjármunum í sambandi við markaðs- og sölumál, en þiass miá geta að Rannsóknars'tofnun fiskiðn- aðarins hefur, í samvinnu við fleiri aðila, náð umtalsverð- um árangri í sambandi við vinnsilu á kolmunna, sem gef- ur tilefni til nokkurrar bjart- sýni, og hafa nú verið send sýnishorn af hertum koi- rnunna tii Nigeríu og frystum kölmunnamarningi til Banda- ríkjanna. Ég lýk hér þessu spjalli og sendi öllium vestfirðingum bestu kveðjur með óskum um gLeðilegt S'umar. Matthías Bjarnason Frosti hf. Súðavík Sendir sjómönnum hátíðar- kveðjur á sjómannadaginn Vélsmiðja Guðmuadat J. Sigurðssonot Þingeyri Sendir sjómönnum hátíðar- kveðjur á sjómannadaginn Útgerðorlélag Dýriirðinga Þiageyri Sendir sjómönnum hátíðar- kveðjur á sjómannadaginn Hraðírystihús Tdlknafjarðai Túlknafirði Sendir sjómönnum hátíðar- kveðjur á sjómannadaginn

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.