Búnaðarrit - 01.06.1969, Blaðsíða 25
NAUTGRIPASÝNINGAR
275
Sterkur lieildarsvipur er yfir þessum hálfsystrum, sem
ber vitni urn kynfestu föður þeirra. Fyrir byggingu
hlaut þessi bópur að meðaltali 78,3 stig, sem er liátt,
enda voru 4 þeirra með 81 stig og yfir í einkunn. Meðal-
brjóstummál var 168j8 cm. Fyrstu 43 vikurnar að 1.
kálfi mjólkuðu þessar 12 systur að meðaltali 2631 kg
með 4,44% mjólkurfitu eða 11681 fe, en þœr 6 af þeim,
sem í afkvæmarannsókn voru, 2401 kg með 4,45%
mjólkurfitu eða 10684 fe. Að 2. kálfi liöfðu 11 komizt
í 17,5 kg hæsta dagsnyt. Hlutu 5 II. verðlaun og 6 III.
Er sýnilegt, að Boði er sterkur kynbótagripur með tilliti
til ýmissa þátta byggingar og mjólkurfitu, og eru dætur
bans jafnframt mjólkurlagnar. Ilann hlaut því I. verð-
laun. Boði liefur verið' á Kynbótastöðinni í Laugardæl-
um síðan 1. desember 1962.
7. Neisti S306, sonur Bjarma S227 og Rúnar 42 á
Skriðufelli í Gnúpverjabrepjii. Þegar sýningin var baldin,
voru 8 dætur Neista í afkvæmarannsókn í Laugardæl-
um að’ 2. kálfi. Auk þeirra voru sýndar 4 dætur lians
á öðrum stöðum í Árnessýslu. Af þessum 12 systrum
voru 8 rauðar og rauðskjöldóttar, 2 bröndóttar og brand-
skjöldóttar, 1 kolótt og 1 svartskjöldótt. Ein var smá-
hníflótt, en binar 11 alkollóttar. Dætur Neista eru
fremur liáfættar, rýmisgóöar kýr með allvel lagaðar
malir, gott júgurlag og spena, sem þó eru ívið of langir
á sumum. Þær eru sterkbyggðar, fengu að meðaltali 77,7
stig fyrir byggingu og böfðu að meðaltali 174,1 cm
brjóstummál. Þær liafa ágæta skapgerð og eru góðar í
umgengni. Kvígurnar 8 í afkvæmarannsókninni höfðu
fyrstu 43 vikurnar eftir burð að 1. kálfi mjólkað að
meðaltali 2313 kg með 4,36% mjólkurfitu, þ. e. 10085 fe.
Hinar 4 mjólkuðu allar mun bærra, en böfðu ekki alveg
lokið 1. mjólkurskeiði. Að meðaltali komust 10 þessara
kvígna í 15,6 kg hæsta dagsnyt að 1. kálfi og 7 í 18,1 kg
að 2. kálfi, og reyndist mjólkurfita enn bærri það, sem
liðið var á 2. mjólkurskeið. Á sýningunum hlaut 1 dóttir