Búnaðarrit - 01.06.1969, Blaðsíða 283
HÉRAÐSSÝNINGAR Á HRÚTUM
533
I. verSlaun B hlutu, (óraSað):
Nafn, aldur Eigandi
Grani, 2 v............... Gunnar Bencdiktsson, Álfheimum, Miðdalahreppi
Landi, 1 v...............Sigurður Jónsson, Köldukinn, Haukadalshreppi
Núpur*, 4 v.............. Ingi Karlsson, Breiðahólsstað, Miðdalahreppi
Sólon*, 2 v..............Halldór Þórðarson, Breiðabólsstað, Fellsstrandarlireppi
Kragi*, 1 v.............. Sami
Smári, 1 v............... Jón Finnsson, Geimiundarstöðum, Skarðshreppi
Hjálmur, 3 v............. Sami
Bangsi*, 2 v............. Steinólfur Lárusson, Ytri-Fagradal, Skarðshreppi
Fengur*, 4 v............. Skúli Magnússon, Ballará, Klofningshreppi
Hari, 5 v................ Óskar Jónsson, s. st.
Óðinn, 5 v............... Sigurður Ólafsson, Kjarlaksvöllum, Saurbæjarlireppi
Stubbur, 1 v............. Jón Jóhannsson, Staðarhóli, Sauibæjarlireppi
Glerungur*, 1 v..........Hjalti Þórðarson, Hróðnýjarstöðum, Laxárdalshreppi
Nr. 9*, 4 v.............. Magnús Böðvarsson, Hrútsstöðum, Laxárdalshreppi
Eins og að framan greinir, þá dæindist Hnykill frá
Ljárskógum bezti hrútur á sýningunni. Hann er kollótt-
ur, lieimaalinn. Faðir hans er Svanur frá Hofi í Þing-
eyrarhreppi og móðir Perla frá Reykjarfirði.
Hnykill var á liéraðssýningunni 1964, þá tveggja vetra
og dæmdist fjórði af kollóttum lirútum þá. Aldurinn
er honum Jiví ekki að meini enn, enda er hann tvímæla-
laust sterk kind. Hnykill er mjög jafnvaxin kind, en ekki
stór. Bringan er góð og útlögur.
Yfirlína er öll góð og rnalir sérlega góðar. Ullin er
mikil og vel livít.
Fætur eru stuttir og gleittstæðir, en afturfætur e. t. v.
tæplega nógu sterkir.
Hnykill lilaut að verðlaunum farandgrip, sem Bún-
aðarsamband Dalamanna hefur gefið, og varðveitir Guð-
mundur bóndi í Ljárskógum liann til næstu liéraðssýn-
ingar.
Annar í röðinni var Gunnar frá Kjarlaksvöllum. Hann
er einnig kollóttur, orðinn til við sæðingu. Faðir er
Svanur úr Árnessýslu og móðir Gullbrá á Kjarlaksvöll-