Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 10
8
BÚNAÐARRIT
Með mannafla, sein er hlægilega smár í samanburði
við herlið seinni heimsstyrjaldarinnar, hefur verið
lyft grettistökum á sviði landbúnaðartækni, læknavís-
inda, iðnaðar og samgöngumála. Mcð því að stækka á
heimsmælikvarða það, sem gert hefur verið á einstök-
um stöðum, koma þeir auga á yfirfljótaníegt vinnu-
afl og óþrjótandi auðlindir — öldungis óþrjótandi.
Finna þarf aðferðir til þess að nýta margar auð- og
orkulindir saman og í senn. Nýjar félagslegar fram-
farir mun þurfa, lil þess að unnt sé að kenna tiltölu-
lega frumstæðum þjóðum hina nýju tækni, er bæta
skal lífskjör þeirra, og verkfæri og áhöld þart' að fá
þeiin, svo að þær geti erjað jörðina og helgað sér
auðlindir náttúrunnar. Þeir, sem gjalda jákvæði við
spurningunni, benda á að vísindin hafi gerbreytt svo
íramleiðsluháttum öllum síðustu fimmtíu árin, aö
óhætt sé að vísa á liug fyrri niðurstöðum sögunnar,
varðandi leiðsögn um möguleika framtíðarinnar. Þeir
halda því fram, að mannkynið geti aflað sér nægilegra
matvæla, ef menn koma sér saman um þær félagslegu
lireytingar, sem við þarf, til þess að vísindin verði
hagnýtt með fullum árangri. Og þeir eru sannfærðir
um að mönnum sé þetta kleift.
Ef á allt er lilið, her þessum tveim sjónarmiðum
ekki eins mikið á milli og ætla mætti, a. m. k. ekki
þar sem þau jaðra sainan. Einn kann að vera sann-
færður um óviðráðanleg mistök á einu sviði, og svarar
neitandi ]>ess vcgna. En hinn, sem svarar játandi,
hlýtur að vera sannfærður um að öll atriði þcssa
vandaináls séu viðráðanleg. En mismunandi áherzla
á cinn þátt þess öðrum írcinur gæti raskað jafnvæg-
inu á annan hvorn bóginn. Sagan býður sína fræðslu.
Hún sýnir að l'ólkið breytist og samfélagsstofnanir
þess einnig. En hversu áreiðanleg er sagan, ef hún á
að segja fyrir um framleiðsluafköst í framtíðinni með
margvíslegum nýjum vcrkfærum? Geta vísindin greitt
J