Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 11
B Ú N A Ð A R R I T
9
götu örari breytingum? Vissulega nægja ekki tækni-
legar uppfinningar einar saman. Fólkið verður að til-
einka sér tæknina og læra að beita henni. Geta félags-
legar nýjungar orðið tækniþróuninni samstiga? Eða
öliu heldur, og það sem mestu máli skiptir, munu menn
fást til að taka upp þjóðfélagsleg nýmæli, senr sann-
að hafa gildi sitt, á sama hátt og þeir veita viðtöku
álíka reyndum tæknilegum framförum? Þá skiptir
það og ekki minnstu máli að leiðtogar fólksins ■—- og
ríkisstjórnir þess — slcilji þarfirnar og sjái hvar skór-
inn krcppir, og hrindi af stað nauðsynlegum fram-
kvæmdum og frambúðarúrræðuin. Og ríkisstjórnir
verða að lijálpa hver annari.
En þó að ol't kunni að vera mjótt mundangshófið
varðandi einstök atriði, skiptir hitt þó mestu máli í
reyndinni, hvor metaskálin lækkar að lokum. Það
skiptir ákaflega miklu máli, hvort mönnum fer eins
og Malthusi að gera ráð fyrir einhverri óbrúandi gjá
á milli mannfjöldans og matarforðans, sem ekki verði
yfirstigin nema fækka fyrst og fremst og beinlínis til
stórra muna sjálfu mannltyninu með takmörkun eða
útrýmingu, ellegar hvort menn koma auga á aukna
framleiðslumöguleika um allan heim og þess konar
lífskjör, þar sem jafnvægi skapast óbeinlínis á milli
fólksfjölda og náttúruauðlinda.
Allar hagskýrslur og öll tækniþekking, sem til eru,
geta ekki skorið úr um það livort þjóðir heimsins geti
hlolið nægjanlegt viðurværi eða ekki. Á of mörgum
stöðum, þar sem við erfiðleika er að etja, eru aðstæð-
ur og atvik svo margvíslega samslungin, að oss brest-
ur kunnleika á þeim meginrökum, er á skal reisa
traustar forsagnir. Þar sem svo stendur á, vcrðum vér
að láta dómgreindina ráða, og freista þess, sem auð-
ið er.
En jafnvel þótt sýna mætti fram á með gildum
rökum náttúruvísinda og tækni, að þjóðir lieimsins