Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 12
10
BÚNAÐARRIT
gætu fætt sig og klætt um liltekið árabil, er ekki þar
með sagt að þær gætu hrundið í framkvæmd þeim fé-
lagslegum aðgerðum, sem til þess. ]>arf að svo mætti
verða. Og jafnvel þótt takast mætti með einhverjum
hætti að sanna það, flýtur á engan hútt af því að þær
geri svo. Þessi úrslitaspurning, hvað þjóðir heimsins
muni gera, er ekki vísindum háð. Vísindi geta orðið
mönnum að miklu liði í leit að svari, en að lokum
verðum vér að fara að ieggja mat á dóma, sem eru
komnir undir hugmyndum fólks um trúarbrögð, sið-
ferði, lýðræði, réttlæti o. s. frv. Vér verður að hera
núverandi tekjur vorar saman við tekjur vorar í fram-
tíðinni, og vorar eigin tekjur saman við tekjur ann-
arra manna. Alls konar atriði koma til greina: Hversu
miklu crum vér, sem einstaldingar eða sem heild,
reiðubúnir til að fórna, til þess að forða nýrri styrj-
öld? Hversu fúsir erum vér að afsala oss vissu frelsi
og forréttindum, ti! þess að losna við arðræningja vor
á meðal og öðlast annars konar frelsi (eða losna við
ótta)? Að hve miklu leyti er vor eigin stétt — kaup-
sýslumenn, verkalýður, embættismenn, eða vor eigin
þjóð — í raun og veru reiðubúin ti! að halda uppi
heiðarlegri samkeppni við aðrar sams konar félags-
heildir?
í spurningum eins og þessari er í raun og sannleika
verið að leita svars um það, hvað sé þjóðfélaginu „fyrir
beztu“. Náttúruvísindamenn og þjöðfélagsfræðingar
geta, hvorir á sínu sviði og i sameiningu á fleiri svið-
um, gert þýðingarmikið yfirlit um gildi hins liðna,
og komið með gagnlegt mat og nytsama spádóma um
árangur þeirra aðgerða, sem ráðnar eru. En þeir geta
ekki dæmt um siðferðilegt réttmæti slikra úrræða, eða
„gæði“ þeirra fyrir mannkynið.
Einhvern veginn ræður samt fóllc um allan heim
fram úr þvílíkum vandamálum. Það veltir þeim fyrir
sér í huganum, talar um þau heima hjá sér og á