Búnaðarrit - 01.01.1951, Side 17
BÚNAÐARRIT
15
hverfa jafnan i svona ágripskenndum yfirlitum
ýmis þau alriði, sem eru hvað alvarlegust. í nokkr-
um löndum er meðalneyzlan á mann nálægt því að
vera fullnægjandi. Og önnur lönd munu fylla þann
flokk, þegar landbúnaður þeirra er húinn að ná sér
eftir áföll styrjaldarinnar. En þó er einnig gífur-
legur skortur ríkjandi i þessum löndum. Þó að tölur
þær, sem sýna „meðalneyzlu" í Bandaríkjum Norður-
Ameríku virðist t. d. góðar, og enda þótt „meðalfæði“
hafi farið batnándi, þá er samt enn alvarlegur skort-
ur, sérstaklega að því er varðar steincfni og fjörefni,
bæði í einstökum landshlutum og hjá vissum stétt-
um manna. Þá er þess einnig að gæta í löndum þar
sem iðnaðarþróun er allvíðtæk, eins og í Bandríkj-
uriuni, að margt fer í súginn frá þvi varan kemur
fyrst á markað og þangað til hennar er neytt. Og er
þá ótalið bruðlið og sóunin, sem ofátinu íylgja.
Með þessa fyrirvara í huga skulum vér líta á það
ágrip, sem 2. tafla sýnir af því, hvernig matarbirgðir
heimsins skiptast á einstök lönd. Þetta eru ekki ná-
kvæmar tölur, en æitu þó að láta nokkuð nærri.
Enda þótt löndin séu talin i lækkandi röð miðað
við hitaeiningafjölda i fæðinu, ætti e. t. v. að leggja
enn meiri áherzlu á hinn stórkostlega niismun, sem
er á hlutfallinu milli helztu fæðutcgundanna, og taka
meira lillit lil hans. Vér veitum þvi l. d. þegar í slað
athygli, hversu litil er eggjahvíturieyzlan úr dýra-
ríkinu í Kína, Indlandi, Mansjúríu, Perú og á Jövu
og Madúru samanborið við Vestur-Evrópulöndin,
Bandaríki Norður-Ameríku og Kanada, en þó cink-
um við Nýja Sjáland, Ástralíu, Argcntínu, Úrúgvæ
og Paragvæ. Kornvöruneyzlan er einnig mjög breyti-
leg. Menn fá yfir 500 hitaeiningar úr sykri í mörgum
löndum, en undir 25 einingum i nokkrum. En mjólk-
urneyzlan er sérstaklega lilil á Madúru, i Kóreu,
Eormósu og i nokkrum löndum öðrum.