Búnaðarrit - 01.01.1951, Side 23
BÚNAÐARRIT
21
ræktanlegum jarðvegi tempruðu beltanna er 2—5
pálstungur ofan á klöpp eða malarlag, en það er al-
gengara, og er venjulega nokkuð veðruð blanda af
smámöl og sandi, leðju og leir. í köldum löndum
er jarðvegslagið þunnt, en þykknar því nær sem
dregur miðjarðarbaug.
Jarðvegstegundir. Segja má að í vissum skilningi
sé ailur jarðvegur heimsins ein órofa heild — eins
konar samfelld ábreiða, sem þekur löndin, misjöfn
að lit, þykkt og gerð, og sundurleit að þcim eigin-
leikum, sem ráða notkun og frjósemi. Þessi mikla
heild er flokkuð í ýmsa hluta, sem eru skilgreindir
og skírðir sérstökum nöfnum, alveg eins og á sér stað
um jurtir, dýr og steina. Sérflokkar jarðvegs skipta
hundruðum þúsunda, og á hver flokkur um sig sína
sérstæðu sköpunarsögu og verður ekki til nema fyrir
einstæða samverkan margra afla, cnda er hver flokk-
ur gæddur sínum sérstöku eiginleikum. Vísindamenn
skipa þessum sérflokkum saman í kerfi, eða jarðvegs-
tegundir, eftir eiginleikum þeirra, eins og þeir gera
við málma, dýr og jurtir, eða aðra liluti í náttúrunni.
Og þar eð sömu jarðvegstegund er að finna, hvar
sem er í heiminum við sömu myndunarskilyrði,
varðar mjög miklu að samræmi sé í nafngiftum:
Vísindamenn rannsaka þá reynslu, sem fengizt hefur
af tiltekinni notkun lands, og kanna árangur jarð-
vegstilrauna, og samræma síðan þessar niðurstöður
þeirri jarðvegstegund, sem um er að ræða. Á þennan
hátt geta þeir sagt fyrir um það, hvaða arði hver
moldartegund muni skila með ákveðinni ræktunar-
aðferð. Loks mun verða unnt, þegar jarðvegskort
eru orðin fullkomin, að beila slíkum spám við ein-
stakar jarðir og tciga, hvar sem er í heiminum. I
sumum löndum hafa rannsóltnir af þessu tagi gengið
hröðum skrefum áfram það sem af er þessari öld,