Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 24
22
B Ú N A Ð A R RIT
scrstaklega í tempru8.ii beltunum. En í löndunum
umhverfis norðurheimskautið hefur þeim lílt verið
sinnt, og stór svæði i hitabeltislöndum eru nálega
ókunn. Af sumum hinum mikilvægustu svæðum eru
ekki einu sinni til bráðabirgða jarðvegskort.
Eyðing jarðve.gs og rýrnun. Jarðvegur er auðlind,
sem unnt er að endurnýja. Það er í senn hægt að
nytja moldina og búa hana í haginn fyrir framtíðar-
notkun, eða henni má ofbjóða svo með röngum rækt-
unaraðferðum, að frjósemin minnki eða þverri.1)
Ýmis konar mold.er afarfrjósöm fyrir kornrækt ný-
numin, eins og t. d. dökka moldin á gresjunum um
miðbik Norður-Ameríku, svarta moldin á sléttunum
frá Ungverjalandi og austur í Síberíu, og Ioks moldin
á grasflákum Argentínu.2) Annars konar jörð, eins
og t. d. mikið af mold hinna vætusömu hitabeltis-
landa, sem er bókstaflega kafin hinum stórfelldasta
gróðri þarlendum, þarf mikinn áburð og margvís-
legan undirbúning, svo að rækta megi þar matjurtir
með nokkrum árangri. En þar að auki eru aðrar
moldartegundir, mitt á milli þessara tveggja, sem
kunna að gefa góða uppskeru um nokkurt skeið,
en rýrna fljótt, nema beitt sé sérstökum áburðar-
aðferðum og sáðskiptuin. En þau atriði, sem þessu
valda, eru meðal annarra, þverrandi forði lífrænna
efna, aukið sýrustig, minnkandi samloðun moldar-
korna, vaxandi sella, og fok eða brottruni yfirborðs-
moldar, en þó einkum rénandi magn hinna ómissandi
næringarefna fyrir jurtir. Venjulega er samband á
1) í brattlendi, þar sem moldarlag er þunnt á klöpp, kemur
fyrir að það skolast burtu. Segja má að ekki sé unnt að
endurnýja þvílikan jarðveg.
2) Undir hinu liávaxna grasi á úrkomulitlum svæðum cr
„svarta moldin“ (tsérnosem). Þar sem er nokkru rakara lofts-
lag, eins og t. d. í maísbelti Norður-Ameríku, og land er cnn
vaxið háu villigrasi, er bin dökka gresjumold. Sbr. (19).